Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 5
ÞINGIÐ
Dagana 29.—31. maí 1964 var 6. árs-
þing Sjálfsbjargar, landssambands fatl-
aðra haldið á Húsavík.
Þingið sátu 32 fulltrúar frá félögunum
í Reykjavík, Akureyri, Húsavík, Keflavík,
Sauðárkrók, Siglufirði, Árnessýslu og Isa-
firði. Félögin í Vestmannaeyjum og Bol-
ungarvik gátu ekki sent fulltrúa sökum
veikinda.
Þingforsetar voru kosnir Sigursveinn D.
Kristinsson og Jón Þór Buch, en þingrit-
arar: Friðrik A. Magnússon, Keflavík,
Konráð Þorsteinsson, Reykjavík, Sigmar
Ó. Maríusson, Reykjavík, og Heiðrún
Steingrímsdóttir, Akureyri.
I skýrslu formanns sagði m. a., að nú
væru innan sambandsins 10 félög með á
áttunda hundrað félaga og álíka marga
styrktarfélaga. Heildartekjur sambandsins
voru á árinu kr. 520 þúsund krónur, en
gjöld 390 þúsund krónur. Reksturshagnað-
ur tæplega 130 þúsund krónur. I farar-
tækjamálum hafði það áunnizt á árinu,
að eftirgjöf tolla af bifreiðum var hækk-
uð úr 40 þús. í 70 þúsund krónur og fjöldi
úthlutaðra bifreiða úr 50 í 150 bifreiðar.
I tollskrá þeirri sem samþykkt var á Al-
þingi 1963 eru hjólastólar og mótorþríhjól
undanþegin aðflutningsgjöldum.
Hér verða raktar helztu samþykktir
þingsins:
Eftirfarandi tillögur atvinnu- og félags-
málanefndar voru samþykktar:
a. Landssambandsstjórn ráði kennara í
tómstundaiðju og ferðist hann milli fé-
lagsdeildanna. Þar sem reynslan hefur
sýnt, að sá háttur er ríkari til árangurs
Frá 6. þingi Sjálfsbjargar.
SJÁLFSBJÖRG 5