Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 37
Skrifað í gestabók í Þorsteinsskála:
Hugur bindi hraun og tind,
hóp af fyndnum svörum.
Lífsins yndi í ótal mynd,
ylji Lindaförum.
K. Friðriksson.
Veröld seiðir viðmótshlý,
vísar leið að tindum,
undir heiðum himni í,
Herðubreiðarlindum.
R. G. Sn.
Áður en lagt var af stað heimleiðis, tók
fararstjóri upp ferðapela og vildi hella á
lítið staup fyrir undirritaðan, en svo illa
vildi til að nokkuð helltist niður í skaut
hans. Það skal tekið fram, að utan þess
vissi enginn til að vín væri með í förinni.
Vegna slyss þessa var kveðið:
Það er ekki neitt í neinum,
nú þegar við ökum héðan.
f morgun kynntist eg þó einum,
ofurlítið rökum neðan.
Fararstjóri sat í framsæti hjá bílstjóra
og þótti fyrirferðamikill:
Mun nú allur múgurinn,
mega falla í skuggann,
því að ferðaforinginn,
fyllir útí gluggann.
Og enn fékk fararstjóri þessa, þegar
hann hottaði á mannskapinn í áningar-
stað:
Hentar ekki hangs né sis,
hlýða kalli verðum.
Við erum bara fánýtt fis,
á fararstjórans herðum.
Upptyppingar* nefnast f jöll nokkur, aust-
an Herðubreiðar. Ýmsum þótti nafnið kát-
legt og enda tvírætt. Þegar hljótt var í
* Upptyppingar eru rétt í suður frá Herðubreiðar-
lindum, en ekki í austur.
bílnum og vegurinn næsta erfiður, þótti
þetta lýsa ástandinu:
Hraunið þvingar heilabú,
herpist bringa og kviður.
Upptyppingar allir nú,
eru að stingast niður.
Og enn var kveðið. (Skýringar óþarfar).
Gleðin í bílnum nær gróflega skammt,
geispandi karlarnir róa.
Skarphéðinn okkar hann sýnir nú samt,
sjálfsbjargarviðleitni nóga.
Þegar hrauninu sleppti, var keyrt inn í
geysilegt sandrok, sem fylgdi okkur yfir
öll Möðrudalsöræfi*, allt niður í Axarfjörð.
Keyrum við í moldarmökk,
Möðrudals á fjöllum.
Hópurinn sendir hjartans þökk,
Herðubreiðartröllum.
Bílstjórinn fór oft út til að athuga
vinstra afturhjól bílsins, en yfir því sat
nefnd kona:
Okkur miðar ekkert hér,
illur vegur dvín ei.
Er nú dottið undan þér,
afturhjólið Líney?
Og enn:
Áfram miðar ekkert hér,
yrki ég raunarkvæði.
Eru að detta undan mér,
afturhjólin bæði.
Þegar söngurinn rénaði og dauft varð
yfir mönnum, var þetta sagt:
Held ég fjalla- og heiðaveginn,
hópurinn allur dofnaður.
Nú er kallinn niðurdreginn,
nú er Halli sofnaður.
Rósberg G. Snœdal.
* Vegurinn frá Jökulsárdal niður í Axarfjörð liggur
um Hólssand, en ekki um Möðrudalsöræfi.— E.E.
SJÁLFSBJÖRG 37