Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 24
Á því fjögurra ára tímabili, sem liðið
er síðan 5. þing VNI var haldið í Stokk-
hólmi, hafa veigamiklar umbætur orðið á
kjörum fatlaðra á Norðurlöndum. Það er
og mun verða, eitt aðalverkefni VNI,
að stuðla að samvinnu bandalagsfélaganna,
kynna nýjungar og gjöra nýjar áætlanir,
sem leiða mega til framfara.
Að afloknu þingi, skildu leiðir okkar Is-
lendinganna um sinn. Hélt kvenleggurinn
til Svíþjóðar, en karlleggurinn til Noregs.
Fráfarandi formaður VNI, Finninn, prófessor Aimo
O. Aaltonen, réttir fundarhamar bandalagsins hin-
um nýkjörna formanni, Norðmanninum Ivari Bruu.
Þótti okkur rétt að nota tækifærið og fá
að kynnast betur starfsemi þesara landa
af eigin raun. Var sú för mjög fróðleg,
enda var frændum vorum umhugað um,
að við mættum hafa sem mest gagn af
heimsókninni.
Ferðinni var því næst heitið til Dan-
merkur, en þar var ætlunin að sitja 2.
Evrópumót fatlaðs æskufólks, sem haldið
var í Kaupmannahöfn, dagana 25. júní til
1. júlí.
Tóif þjóðir áttu þarna fulltrúa og voru
þátttakendur rúmlega 70 að tölu, frá eftir-
töldum löndum: Austurríki, Danmörku,
Englandi, Finnlandi, Islandi, Italíu, Noregi,
Svíþjóð, Sviss, Tékkóslóvakíu, Ungverja-
landi og Þýzkalalndi.
Það var landssamband fatlaðra í Dan-
mörku, sem sá um mótið, undir vernd Al-
þjóðasambands fatlaðra, F. I. M. I. T. I. C.
Forseti samtaka þessara, Raimondo Mag-
nani, og framkvæmdastjóri, Ugo Mazzon-
cini, sem báðir eru ítalskir, voru við-
staddir.
Mótsstaður var Geelsgárd, heimavistar-
skóli fyrir fötluð börn á aldrinum 7—18
ára. Skólinn er mjög stór og er rúm fyrir
300 börn.
Dagskrá mótsins var fjölbreytt og vel
til hennar vandað. Skiptust á þingfundir
með fyrirlestrum og umræðum, nefnda-
störf og heimsóknir til ýmissa stofnana
danska sambandsins. Meðal annars voru
skoðaðir tveir búnaðarskólar fatlaðra,
Höjagergárd og Elleslettegárd, og er sá
síðarnefndi hinn fyrsti sinnar tegundar í
Evrópu.
Nefndastörf voru talsvert umfangs-
mikil og var fulltrúum skipt niður í fimm
nefndir, þar sem eftirfarandi málefni voru
tekin til meðferðar: 1. Endurhæfing, 2. Al-
þjóðasamvinna fatlaðra, 3. og 4. Æsku-
lýðsmál fatlaðra og skipulagning þeirra,
5. Dagskrá æskulýðsmóta. Skiluðu allar
nefndirnar ítarlegu áliti.
Ekki höfðu gestgjafar okkar gleymt að
fella inn í dagskrána ýmis konar yndis-
auka. Farið var í hringferð um Kaup-
mannahöfn, skemmtistaðurinn Tivoli heim-
sóttur, Willumsens listasafn skoðað, svo
að nokkuð sé nefnt. Einnig voru haldnar
kvöldvökur, þar sem þátttakendur sáu
sjálfir um skemmtiatriðin. Bar þar hæst
söng og hljóðfæraslátt. Mátti þar heyra
tékkneskan vísnasöng, jóðl frá Sviss, ís-
lenzkar rímur, ítalskt O, sole mio, að
ógleymdri norskri tónlist, sem ungur Norð-
maður átti mestan þátt í.
Enginn vafi er á því, að slík mót sem
þessi eru mjög gagnleg. Enda er tilgang-
ur þeirra sá, að veita fötluðu æskufólki í
Evrópu tækifæri til þess að kynnast, ræða
sameiginleg áhugamál sín og vandamál,
og reyna að finna lausn þeirra. Eins og að
24 SJÁLFSBJÖRG