Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 12

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 12
flýtti mér heim á hótel til að fá útbúnað til að draga hann í hús. Þú heldur kannski að ég hefði átt að bera hann, en það var hægara sagt en gjört í þeim snjó og því skíðafæri sem var þarna þessa nótt. Ég vissi líka að hann mundi hressast á því að liggja og kannski kæmi hann á eftir mér. Hótelið var uppljómað, eins og stórveizla stæði yfir, og þegar ég renndi mér inn á stæðið hérna fyrir framan, rakst ég á mann sem stóð og góndi upp í fjallshlíðina. Hann virti mig ekki viðlits. Ég leit líka upp í hlíðina til að sjá hvað væri svona skemmti- legt. Þar efra var þá allt í vitlausum Ijósa- gangi og ég heyrði ekki betur en ein- hverjir væru að hrópa og kalla. Loksins sneri maðurinn sér að mér og spurði hvort ég væri ekki í leitinni. Og hvaða leit, spurði ég. Þá sagði hann mér að björg- unarsveitin væri öll komin á vettvang og byrjuð að leita að tveimur mönnum, sem hefðu farið yfir í dalinn um morguninn og ætlað á skíðum yfir fjallið. Ég sagði manninum að ég væri ekki í leitinni og að björgunarsveitin gæti farið til helvítis mín vegna. Hins vegar væri ég með uppgefinn mann í skafli hér norðar í hlíðinni og ef hann hefði ekki annað þarfara að gera en standa þarna og góna á ljósaganginn, skyldi hann koma með mér til að ná manninum í hús. En ég hafði varla sleppt orðinu er hótelmaðurinn varð ekki viðmælandi. Hann snerist og veifaði öllum skönkum, unz hann stökk gólandi upp í hlíðina. Ég sá að þetta dugði ekki. Þarna var enga aðstoð að hafa fyrir björgunarstarfi, svo ég sneri við og renndi mér aftur út í hlíð- ina. Þá hafði piltur risið upp og þokast í áttina að hótelinu. Hann hafði séð ljós- in og orðið vonbetri. Við urðum sam- ferða hingað að húsinu, og þeir fyrstu komu ofan úr fjallinu, þegar við vorum að taka af okkur skiðin. Það getur vel verið að náunginn, sem fór með mér yfir fjallið, hafi verið illa á sig kominn, og svo mikið er víst, að þeir næstum báru hann inn í húsið. Aftur á móti stóð ég eins og illa gerður hlutur úti á hlaðinu og enginn skipti sér af mér. Þegar ég kom inn voru þeir að klæða hann úr skóm og sokkum og setja hann í þurra peysu, og einhver kom og gaf honum heita súpu. Það er í eina skiptið sem mig hefur langað í súpu. Þegar ég hafði horft á þá stumra yfir honum stundarkorn, fór ég út aftur og batt á mig skíðin og renndi mér niður í plássið og heim. Ég hafði verið að horfa út um glugg- ann meðan hann sagði mér þessa sögu og fyrir augum mér lá vegalengdin, sem hann hafði farið frá hótelinu og niður eftir nóttina sem hann kom yfir fjallið. Skíða- færi hlaut að hafa verið afleitt eftir bleytu- hríðina. Auk þess var þetta löng leið fyrir súpulausan mann. Undir kvöldið ókum við aftur niður í plássið og kvöddumst hjá húsinu hans við sjóinn. Ég hef ekki séð hann lengi, en mér er sagt að þegar vetrar sé hann uppi í fjöllunum öllum stundum, þar sem mjöll- in rýkur undan skíðum hans. I vondum veðrum hafa ýmsir þótzt sjá skeggjuðu andliti hans bregða fyrir, en aðrir halda að þeir hafi allt eins séð rofa í dökkan frosin mel í gegnum kófið. Þannig hefur landið og ásýnd hans runnið saman í eitt í hugum manna. Reykjavik í júlí 1964. Hjónabandið er höfn, sem hlífir gegn stormi. En eins oft er þó meiri storm- ur í þeirri höfn en úti fyrir. Menn vilja vera hamingjusamari en aðrir menn. En það getur stundum verið erfitt, því að okkur hættir til að álíta aðra hamingjusamari en við erum sjálfir. Hinn mesti sigurfögnuður konunnar er, að vera sigruð. 12 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.