Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 21
nokkra stund. Svo hætti hann fyrirvara-
laust, og án þess að gefa nokkra skýringu,
rölti upp fyrir veginn, með hakann í hend-
inni og settist þar á þúfu og studdist fram
á hakann. Skyndilega féll hakinn úr hönd-
um hans, en sjálfur valt. hann út af þúf-
unni og húfan féll af honum um leið. Eftir
nokkrar mínútur var hann látinn.
Ég fór heim að næsta bæ, þeirra erinda
að herma frá tíðindunum og fá aðstoð
til að koma líkinu undir þak.
Ég frétti það ekki fyrr en seinna og
ekki fyrr en eftir jarðarförina, að þegar
ég gekk upp túnið, hafði hann sézt koma
á undan mér, gangandi álútur, með hend-
ur fyrir aftan bak, vinnujakkinn frá-
hnepptur flaksandi og eyrnaspeldi vetrar-
húfunnar blaktandi fyrir golunni eins og
vængir á fugli, sem er að reyna að hefja
sig til flugs.
Svo leið sumarið fram og alltaf voru
að berast fregnir um að hann sæist á þeim
slóðum, þar sem hann dó, ýmist gangandi
með hendur fyrir aftan bak upp klifið eða
sitjandi við veginn, styðjandi sig fram á
hakann. Var það þó einkum, er líða tók
á sumarið og nætur gerðust dimmar, og
vegfarendur þóttust sjá sýnir þessar.
Ekki lagði ég trúnað á þessar sögur og
aldrei varð ég neins var, þótt ég færi þarna
um eftir að dimma tók.
Laugardagskvöldið hið næsta fyrir leitir
þetta sumar fór ég norður í sveit ríðandi
sem þá var títt og hafði tvo til reiðar.
Leið mín lá fram hjá bæ þeim, er gamli
maðurinn hafði átt heima. Sá bær stendur
norðan undir lágum hálsi og sér norður
til bæjarins, þegar komið er á hálsinn
miðjan og norður af hallar.
Þetta kvöld var norðan þræsingur og
nokkur þokusuddi, en þó ekki meiri en svo,
að þegar ég kom á hálsbrúnina, sá ég all-
vel norður til bæjarins, enda þótt nokkuð
væri tekið að bregða birtu.
Sem ég leit nær mér á veginn, sá ég
hvar maður gekk þar á undan mér í nokk-
urri fjarlægð, á að gizka svo sem tvö
hundruð metra.
Er ég nálgaðist manninn, sá ég gerla
að hann gekk álútur, með hendur á baki,
vaggaði nokkuð í spori, þar sem hann
gekk á miðjum veginum, og leit hvorki til
hægri eða vinstri. Vinnujakkinn hans var
fráhnepptur og flaksaðist fyrir golunni,
sem stóð beint í fang mannsins. Á höfði
sér bar vegfarandi þessi vetrarhúfu og
speldi hennar flöksuðust einnig fyrir vind-
inum.
Þá gerðist það jafnsnemma, að ég lauk
þessari skyndiúttekt á vegfarandanum, að
ég verð alveg sannfærður um, að hann sé
enginn annar en gamli maðurinn, sem varð
bráðkvaddur á klifinu í vor.
Mér varð að vísu allhverft við þessa
óþægilegu uppgötvun, en þó eigi meir en
svo, að ég tók að hugleiða með nokkurn
veginn fullri skynsemi, að því er ég held,
hvert ráð ég skuli á bregða. Hægði ég
ferðina og lét hestana lötra lestagang,
meðan ég hugleiddi málið. Fyrst kom mér
í hug að snúa við, en hafnaði þeirri hug-
mynd jafnharðan. Það var svo fram úr
skarandi lítilmannlegt. Ég gat enga skyn-
samlega skýringu gefið á slíku háttalagi.
Næst kom mér til hugar, að beygja út af
veginum og fara í stórum sveig fram hjá
draugnum. En það var hvort tveggja, að
þarna var mjög erfitt að komast út af
veginum, sökum þess að stórgrýtisurð var
báðum megin, og svo var hitt, að ef til
mín sæist frá bænum undir hálsinum
myndi fólkinu þykja ferðalag mitt eitthvað
skrítið. Hvarf ég þá einnig frá því ráði.
Ekki þorði ég fyrir mitt litla líf, að ríða
á drauginn ofan. Það gat haft hinar alvar-
legustu afleiðingar.
Þarna voru þrjár reiðgötur samhliða og
draugurinn gekk alltaf þá í miðið og leit
hvorki til hægri né vinstri.
Verður þá fangráð mitt, að ég vík hest-
inum, þeim er ég reið, yfir í götuna til
hægri, jafnframt þokaði ég hestinum, þeim
SJÁLFSBJÖRG 21