Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 4
Margir hafa gert sér grein fyrir þessu
og unnið í þágu samfélags og einingar til
þess að efla getu og öryggi einstakling-
anna. Hvergi er þörfin meiri en einmitt
meðal þeirra, sem ekki njóta fulirar heilsu.
Sem afskiptir einstaklingar gætu þeir lítið
sem ekkert gert í þágu lífsins og fyndu
lítinn tilgang í lífi sínu, sem er þó hverjum
manni nauðsyn.
Til þess að bæta úr þessu hafa verið
mynduð allmörg samtök og meðal þeirra
er Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra.
Verkefni samtakanna er fyrst og fremst
að hjálpa hinum fötluðu til þess að finna
verkefni og starfssvið og starfsskilyrði við
sitt hæfi, er geti gefið þeim tilgang í líf-
inu og gert þá virka aðila í lífi og starfi
þjóðarinnar. Með baráttu sinni hafa sam-
tökin komið því til leiðar, að hið opinbera
veitir fé til styrktar fötluðum, svo að hægt
verði að koma upp vinnustöðvum og ýmis
konar iðnaði og jafnvel veita þeim nokkra
fræðslu. •
En hér hefur ekki náðzt neitt lokatak-
mark. Tækninni hefur fleygt fram, kröfur
heilbrigðra til lífsins aukizt og með hlið-
sjón af því er það hugsjón Sjálfsbjargar
að bæta kjör og lífsaðstöðu hinna fötluðu
og gefa þeim kost á að fylgjast með og
taka virkan þátt í framvindu lífs og
tíma.
Hver er sá, sem ekki vill Ijá slíkum sam-
tökum lið? Því fleiri sem að þessum mál-
um vinna og leggja því lið, því meiri ár-
angurs er að vænta.
Rödd gamla mannsins, sem hvetur syni
sína til samstöðu og samstarfs, er í raun-
inni rödd lífsins til sona sinna og dætra, er
hvetur alla til að vinna saman í trúnni á
mátt samtakanna.
Ég vil Ijúka þessum orðum með því að
árna Sjálfsbjörgu heilla og hvetja alla til
samstöðu og samstarfs með þessum orð-
um: Léttiö fötluðum lífsbaráttuna!
Efnisyfirlit:
Ávarp .......................... bls. 3
Sjötta þingið .................. — 5
„Laun heimsins“, smásaga ....... — 8
„Brotið skip“, kvæði ........... — 13
Kynning félaga ................. — 14
„Grikkurinn", smásaga .......... — 16
„Má ég kynna Ute fyrir ykkur?“ . . — 18
„Gripið um taum“ smásaga........ — 20
Heimsókn til Norðurlanda ....... — 22
„Þegar ég var 17 ára“ .......... — 26
Frá félögunum .................. — 27
Sumarferðalag..................... — 28
„Endurminning“, kvæði............. — 30
Minningarorð...................... — 31
Skipbrot ......................... — 32
Spjallað í spaugi...............34—34
Nokkrar visur úr skemmtiferð
Sjálfsbjargar á Akureyri ........— 36
Húsnæðismál öryrkja............... — 38
Hjálparlyfta fyrir lamaða......... — 40
Hvað er konan? ................... — 41
„Falinn eldur“, kvæði............. — 42
4 SJÁLFSBJÖRG