Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 31
t MIIVNINGAROltÐ Giuðiiiundur Jónasson. Fæddur 2. maí 1912. Dáinn 19. júní 1964. Guðmundur var fæddur 2. maí 1912 að Þverá í Hrolleifsdal í Sléttuhlíð í Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Jósafatsson frá Hvarfi í Víðidal í Húnavatnssýslu og kona hans, Lilja Kristín Stefánsdóttir frá Austara-Hóli í Flókadal í Vestur-Fljótum. Guðmundur ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hann var rúmlega tvítugur. Þá ætlaði hann að stunda sjó- róðra á vélbát frá Ólafsfirði. En þar varð hann fyrir því slysi að handleggsbrotna á hægri handlegg, þegar hann var að snúa vél bátsins (til að fara í gang). Ungur læknanemi var þá í Ólafsfirði og batt hann um handleggsbrotið. Skömmu síðar fékk Guðmundur illa þolandi verk í handlegg- inn, ætlaði hann þá til læknanemans aftur, en þá var hann farinn burt af staðnum. Var þá strax farið með Guðmund til Siglu- fjarðar. Þegar þangað kom, var komin blóðeitrun í handlegginn og hendina. Var því kennt um, að of fast hafi verið bundið um handleggsbrotið í fyrstu. Guðmundur átti lengi í þessu handleggsbroti og endaði með því að hendin og handleggurinn lam- aðist og varð honum að mestu ónýt. Hann bugaðist þó aldrei hvað sem á gekk. Hann sinnti sveitarstörfum og fjárhirðingu hér og þar í Fljótum. Síðast á Hraunum. Þar kynntist Guðmundur Unu Hallgrímsdótt- ur, ættaðri úr Suður-Múlasýslu árið 1948. Þau fluttu til Siglufjarðar árið 1949 og hófu þar búskap. Þau eignuðust 4 mann- vænleg börn, sem öll eru á lífi. Guðmundur vann á hverju sumri í Síld- arverksmiðjunni Rauðku frá því hann flutti til Siglufjarðar, og fékk þar góðan vitnisburð hjá samverkamönnum sínum fyrir geðprýði og stundvísi á vinnustað. Vinnuafköst voru furðumikil, miðað við aðstæður. Hann var einn fremsti hvata- maður að stofnun Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Siglufirði. Sat í stjórn þess frá stofnun, formaður þess 1961 og oftast varaformaður, fulltrúi á landssambands- þingum Sjálfsbjargar félaganna 1960—’62 og 1964. Hann var í stjórn Vinnustofu Sjálfsbjargar á Siglufirði frá byrjun. Guðmundur andaðist hinn 19. júní 1964. Banamein hans var heilablóðfall. Hann var lagður til hinztu hvíldar 27. s. m. Á skilnaðar- og kveðjustund er margs að sakna og margs að minnast. Þar kvaddi eiginkonan og börnin ástkæran eiginmann og föður. Systkini hans kvöddu þar sinn hjartkæra bróður. Vinir og samverkamenn kvöddu þar góðan vin og traustan félaga. Við félagar hans í Sjálfsbjörg, félagi fatlaðra á Siglufirði, kveðjum þar okkar trausta forystumann og félaga. Blessuð sé minning hans. f.h. Sjálfsbjargar á Siglufirði, Guðl. Sigurðsson. SJÁLFSBJÖRG 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.