Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 39

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Blaðsíða 39
að tilhlutan ríkisvaldsins og hlýtur það að vera hlutverk okkar sjálfra að marka stefnu og bera fram raunhæfar tillögur í þeim efnum. Annar þáttur í lausn þessa máls er myndun byggingafélaga öryrkja, sem nytu réttinda sem hæfðu sérstöðu þeirra í þjóðfélaginu. Slíkum samtakahóp- um myndi kleift að lækka verulega bygg- ingakostnað, með þvi að taka fyrir stærri áfanga í einu. Hins vegar gætu þeir ein- staldingar, sem teldu sér það hentara að vera út af fyrir sig, hagað sínum fram- kvæmdum upp á sitt eindæmi, en takmark- ið hlýtur að verða að stefna ótrautt að því, að líkamleg fötlun hindri engan mann í því að geta búið við eðlilegt heimilislíf. Þetta virðist vera mikið sagt, en að þessu verður að stefna. Eitt er það, sem hafa verður í huga við lausn þessa máls, og það er aðstaða þeirra, sem ekki geta annað heimilisverkum, nema að mjög takmörkuðu leyti. 1 slík- um tilfellum þarf að koma á fót heimilum, þar sem hægt er að fá alla nauðsynlega aðstoð. Að fá tilbúinn matinn eftir því, sem nauðsynlegt er, að fá vissa þætti heimilisverkanna framkvæmda, en hafa þó sitt eigið heimili, hvort sem þar er um að ræða einstaklinga eða hjón. Að hafa sitt eigið heimili, er fyrir mörgum svo mikil- vægur þáttur í lífshamingjunni, að leggja verður alla áherzlu á að skapa möguleika til þess að enginn, sem þráir slíkt, þurfi að fara þess á mis vegna ytri aðstæðna. Það eru mikilvægir hlutir, sem bíða úr- lausnar. Það er mörgum og stórum Grett- istökum að lyfta, en sameinaðir stöndum við, og ef við berum gæfu til þess að standa saman og sækja fram að settu, djörfu marki, þá munum við reyna, að „þótt kletturinn virðist sem himinn hár, við höfnum þar uppi um síðir.“ Það er gott að hafa mikla hluti að berj- ast fyrir, þótt logn og meðlæti lífsins hafi af mörgum verið talið hámark lífsgæf- unnar, þá verður það gjarnan svo, að baráttulaust meðlæti veldur hfsleiða, en stormurinn, andbyrinn viðrar af okkur molluna, stælir okkur og veitir hressandi lífsnautn. — „Já, fjör kenni oss eldurinn, frostið oss herði, f jöll sýni torsóttum gæð- um að ná; bægi sem kerúb með sveip- anda sverði silfurblár ægir oss kveifarskap frá“. Fram til starfa, til átaka. Minnumst þess, að stríðið, baráttan, er blessun, — því „ef þú hefðir ekkert við að stríða, engan sigur hlýtur þú í raun“. — Fram til nýrra áfanga, torfærurnar eru til þess að sigrast á þeim. Heil hildar til, heil hildi frá, þegar þar að kemur. S T A K A Ort á þingi Sjálfsbjargar í Reykjavík 1963, Orðaskeyti þutu þar, af þroska og vizku barizt, með Braga örvum einnig var, ákaft sótt og varizt. Guðlaugur Sigurðursson, Siglufirði. SJÁLFSBJÖRG 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.