Fréttablaðið - 28.01.2022, Page 6

Fréttablaðið - 28.01.2022, Page 6
Réttarhöld yfir 32 ein­ staklingum fara fram í nóvember. Plast mengun skýrir betur hvers vegna meðal þyngd hefur aukist eins mikið og raun ber vitni undan­ farin ár. 5% Aðeins 5 prósent hafa krafið leitarvél um upplýsingar um sig eða að þeim verði eytt. arib@frettabladid.is ÚKRAÍNA Bandarísk stjórnvöld hafna kröfum Rússa um að meina Úkraínu inngöngu í Atlantshafs­ bandalagið, NATO. Þetta kemur fram í formlegu svari Antonys Blinken, utanríkisráðherra Banda­ ríkjanna, til Rússa. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að verið væri að meta svarið. Rússar hafa lýst yfir áhyggjum af stækkun NATO og báðu um yfir­ lýsingu um að Úkraína fengi aldrei inngöngu. Rússar eru nú með rúm­ lega hundrað þúsund manna herlið skammt frá landamærum Úkraínu, þeir hafna því að vera að skipu­ leggja innrás í landið. Blinken sagði að unnið væri að því að bæta varnir Úkraínumanna. n Hafna kröfum Rússa um NATO Utanríkisráðherrarnir Blinken og Lavrov funduðu nýverið í Genf. arib@frettabladid.is BANDARÍKIN Andrés prins hafnar því að vera náinn vinur Ghislaine Maxwell og fer fram á að einkamáli Virginiu Giuffre á hendur sér í New York verði vísað frá. Giuffre segir að prinsinn hafi beitt hana kynferðisofbeldi á heimilum í eigu Maxwells og barnaníðingsins Jeffreys Epstein þegar hún var sautj­ án ára gömul. Í svari frá lögmönnum Andrésar er því hvorki neitað né staðfest að myndir séu til af Andrési með Max­ well og Giuffre, þá sé Giuffre ástr­ alskur ríkisborgari og því sé enginn lagagrundvöllur fyrir málinu í New York. Þá fer Andrés fram á að kvið­ dómur skeri úr um málið. n Andrés vill mæta fyrir kviðdóm Andrés Bretaprins skilaði nýverið mörgum titlum sínum til krúnunnar. Þótt lög og reglur bjóði upp á alls konar úrræði og stillingar nýtir ekki nema hluti sam­ félagsins sér þær til að passa upp á persónuupplýsingar sínar. Íslendingar eru undir Evrópumeðaltali í mörgum flokkum hvað þetta varðar. kristinnhaukur@frettabladid.is TÆKNI Samkvæmt nýrri könnun Evrópusambandsins eru Íslending­ ar áhyggjulausari eða kærulausari hvað varðar persónuupplýsingar sínar á netinu og reiðubúnari að deila þeim en aðrar Evrópuþjóðir. Helst er það landfræðileg staðsetn­ ing sem Íslendingar eru tregastir að gefa upp. 77 prósent Íslendinga vita að hægt er að nota vefkökur (e. cook­ ies) til þess að fylgjast með net­ notkun viðkomandi og 33 prósent hafa breytt stillingum á netvafra til að stöðva vefkökur. Þetta er undir meðaltali Evrópusambandsins og EES­ríkja, sem er 80 og 36 prósent. Evrópusambandið setti einmitt sérstaka reglugerð um vef kökur árið 2011 sem skikka þá sem halda úti vefsíðum til að hafa slíkar kökur sem valkost, enda geta þær safnað upplýsingum í markaðslegum til­ gangi. Birtist hann gjarnan sem borði neðst á hverri vefsíðu. Í f lestum liðum könnunarinnar eru það Hollendingar og Finnar sem eru meðvitaðastir um sínar persónuupplýsingar og síst reiðu­ búnir til að gefa þær upp. Á hinum endanum eru Ítalir og Balkanþjóðir á borð við Búlgara og Rúmena. 51 prósent Íslendinga neitar að leyfa notkun á upplýsingum um sig í auglýsingatilgangi samkvæmt könnuninni. Aftur er þetta undir Evrópumeðaltalinu, sem er 53 pró­ sent. Þá athuga 35 prósent hvort vefsvæði sem persónuupplýsingar eru hýstar á séu örugg, sem er einu prósenti undir Evrópumeðaltalinu. Samfélagsmiðlar og ýmsar aðrar vefsíður safna gögnum um notend­ ur sína og selja gjarnan sem pakka til fyrirtækja, samtaka eða stjórn­ málaf lokka. Eins og bandaríski myndhöggvarinn Richard Serra mælti fyrir nærri hálfri öld: „Ef eitt­ hvað er ókeypis, þá ert þú varan.“ Aðeins 5 prósent Íslendinga hafa beðið leitarvél eða annað vef­ svæði að eyða gögnum um sig eða fá aðgang að þeim. Hinn svokallaði réttur til að gleymast hefur orðið sífellt fyrirferðarmeiri í umræð­ unni og er meðal annars tryggður í íslensku persónuverndarlögunum. Evrópumeðaltalið er reyndar ekki nema 10 en hlutfall Íslands er eitt það lægsta í álfunni. Í Austurríki hefur nærri þriðjungur krafið vef­ síður um þetta. Íslendingar eru þó ekki alveg værukærir að öllu leyti. 39 prósent segjast lesa skilmála sem birtir eru á vefsíðum sem er á pari við Evrópu. 44 prósent takmarka hvað allir geta séð á samfélagsmiðlum, það er eru með lokaðan „prófíl“, og 27 prósent hafa notað hugbúnað til þess að erf­ iðara sé að fylgjast með netnotkun sem er yfir meðaltalinu. Einn f lokkur sker sig þó úr hjá landanum, en það er hversu margir neita að gefa upp landfræðilega staðsetningu, sé það í boði. 78 prósent vilja ekki að vefsíður viti að þeir séu á Fróni sem er 30 pró­ sentum yfir Evrópumeðaltalinu og aðeins Hollendingar eru með hærra hlutfall. n Íslendingar værukærari um persónuupplýsingar sínar Íslendingar eru minna meðvitaðir um vafrakökur en flestir Evrópubúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is PANAMA Saksóknari í Mið­Amer­ íkuríkinu Panama hefur ákært 32 einstaklinga fyrir aðild sína að Panamaskjölunum árið 2016. Sam­ kvæmt yfirlýsingu yfirvalda eru þeir sakaðir um að hafa brotið gegn efnahagslegum reglum landsins með því að stunda peningaþvætti. Engin nöfn hafa verið birt en fréttastofan AFP telur að Jurgen Mossack og Ramon Fonseca Mora, eigendur lögfræðistofunnar Moss­ ack Fonseca séu meðal þeirra. Meira en 11 milljón skjölum var lekið úr Mossack Fonseca sem sýndu eignir fólks um víða veröld í aflandsfélögum. Lögregluyfirvöld í 70 löndum hófu rannsóknir í kjölfar uppljóstrunarinnar. Hvergi höfðu Panamaskjölin meiri pólitísk áhrif en á Íslandi. Upp komst að bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, ráðherrar í þáverandi ríkisstjórn, höfðu átt eignir í skatta­ skjólum. Sagði hinn fyrrnefndi af sér vegna málsins. n Tugir ákærðir vegna Panamaskjalanna Neytendaumbúðir eru oft úr plasti. Urðuryrr@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Plast mengun er sögð eiga stærri þátt í aukinni þyngd mann kyns en áður hefur verið talið. Al gengar plast agnir geta haft á hrif á efna skipti líkamans með þeim hætti að auka fitu söfnun. Þær finna sér leið inn í líkama okkar í gegnum mat, andrúmsloftið og jafnvel gegn­ um húðina. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rann sóknar vísindamanna við Norska vísinda­ og tækni há­ skólann sem birtar voru í vísinda­ ritinu Environ mental Science and Technology í vikunni. Mikið hefur verið talað um aukna meðal þyngd vest rænna þjóða en rann sak endur töldu ekki vera hægt að skýra það einungis út frá kalo­ ríuríkara fæði eða kyrr setu. Plast­ mengun skýrir betur hvers vegna meðal þyngd hefur aukist eins mikið og raun ber vitni undan farin ár. Í við tali við norsku frétta stofuna NRK segir Martin Wagner, einn af rann sak endunum, ó hugnan legt hve margar mis munandi efna tegundir fundust í þeim vörum sem voru skoðaðar. Wagner segir að sumar af þessum vörum hafi á hrif á efna skipti líkam­ ans og að engin leið sé fyrir neyt­ endur að vita hvort þau efni séu í vörunum sem þeir kaupa. Um það bil einn þriðji af þeim vörum sem rann sak endur skoðuðu inni hélt efni sem höfðu bein á hrif á fitu söfnun. n Plastmengun ýtir undir fitusöfnun sýnir ný rannsókn 6 Fréttir 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.