Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 22
Vöruvernd er leiðandi á íslenskum markaði þegar kemur að uppsetningu á vöruverndarhliðum og öryggisbúnaði. Fyrirtækið Vöruvernd hefur verið leiðandi á íslenskum markaði þegar kemur að uppsetningu á vöruverndarhliðum og öryggis- búnaði síðan árið 1997. Það er því óhætt að segja að starfsmenn fyrir- tækisins búi yfir mestu reynslunni á því sviði hér á landi, segir Bjarni Már Bjarnason, framkvæmdastjóri Vöruverndar. „Vöruverndarhliðin eru einfaldlega besta og sterkasta vörnin í dag þegar kemur að því að minnka rýrnun af völdum þjófnaða í verslunum. Utan þeirra bjóðum við einnig upp á ýmsar aðrar lausnir sem veita aukna vernd á vörum í verslunum. Þar má nefna vörur eins og hljóðmerki, þjófavarnarmerki, leitarskanna og margar fleiri öryggisvörur.“ Hann segir Vöruvernd ávallt leggja höfuðáherslu á að bjóða upp á fjölbreytt úrval lausna á öllu sem við kemur þjófavörnum, vöruverndarhliðum og mynda- vélakerfum fyrir verslanir og fyrirtæki. „Í þann aldarfjórðung sem við höfum starfað hefur alltaf verið lögð stöðug áhersla á að finna nýjar og spennandi vörur sem þjóna hagsmunum viðskipta- vina okkar.“ Þjófavörn og hleðsla Margar verslanir selja dýrar vörur sem viðskiptavinir vilja gjarnan handleika fyrir kaup, til dæmis síma og spjaldtölvur. Þar kemur UNO Display lausnin frá SENS Retail sterk inn, segir Bjarni. „Vöru- vernd býður slíkum verslunum upp á UNO Display en með þeim búnaði er hægt að verja öll raftæki gegn þjófnaði á sama tíma og þau eru í hleðslu þannig að þau séu alltaf tilbúin til skoðunar fyrir viðskiptavini hverju sinni. Þetta er frábær lausn fyrir verslanir sem selja raftæki eins og síma, tölvur, spjaldtölvur og fleiri dýrar vörur.“ Vöruvernd er auk þess umboðs- aðili fyrir CENTURY sem er stærsti framleiðandi og söluaðili á EAS öryggisvörum í heiminum og fyrir MW Security, Safescan, SENS Retail og Cofem brunavörur. Hægt er að panta ráðgjöf og fá tilboð í vöruverndarhlið og annan búnað. Söluráðgjafi frá Vöruvernd kemur á staðinn og skoðar hvaða lausnir henta þinni verslun. n Vöruvernd er staðsett í Rjúpna- sölum 1, 201 Kópavogi. Hægt er að hafa samband í síma 519-8080 eða í tölvupósti: ismenn@ismenn.is. Nánari upplýsingar á ismenn.is. Fremstir í vöruvernd Vöruverndarhlið frá CENTURY hafa reynst mjög vel hérlendis. MYND/ÍSMENN UNO Display lausnir frá SENS Retail. Eiríkur Ronald Jósepsson, sérfræðingur í öryggis- kerfum hjá Securitas, hóf ferilinn sem lögreglumaður árið 1986. „Eftir það starfaði ég sem slökkviliðsmaður og á neyðarlínu. Núna er ég hjá Securitas og hef verið þar síðan 2007,“ segir Eiríkur. jme@frettabladid.is Eiríkur segist hafa slysast inn í bransann upphaflega, en hefur haldið sig innan hans þar sem störfin eru fjölbreytt. „Nú er ég nýorðinn 57 ára og hjá Securitas er starf mitt fjölbreytt og lifandi og það er aldrei leiðinlegt í vinnunni. Ég er mikið í úttektum og fræðslu og sinni nokkrum störfum innan fyrirtækisins. Meðal annars sinni ég þjónustu við viðskiptavini, ýmist sem öryggisstjóri eða eld- varnarfulltrúi. Einnig geri ég heild- stæðar öryggisúttektir á fyrirtækj- um og stofnunum. Ég sé um alls kyns fræðslumál um ýmislegt sem Securitas býður upp á. Við erum þá með fyrirlestra, verkleg námskeið og rafræn námskeið. Þá erum við að fræða um skyndihjálp, viðbrögð við ógnandi hegðun, meðferð og notkun handslökkvibúnaðar, fræðslu og þjálfun rýmingarsveita og höldum rýmingaræfingar. Þetta er í raun allt frá fræðslu og þjálfun upp í uppsetningu öryggiskerfa og þetta er allt sérsniðið fyrir hvern viðskiptavin.“ Framboðið eykst Gríðarlegar breytingar hafa orðið í öryggiskerfum síðustu ár og segist Eiríkur hafa fundið fyrir því á sínum starfsferli. „Framboðið er orðið það mikið að í dag þarf að sérsníða lausnir fyrir hvern og einn viðskiptavin fyrir sig, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnun eða heimili. Snjallkerfi í dag eru til dæmis orðin mjög góð. Í heimavörninni getur þú stýrt kerfinu í gegnum snjallforrit í símanum. Þú færð rauntímatilkynningu um allt sem gerist í kerfinu; brunaboð, vatnsboð eða annað. Þá er auð- velt að stýra aðgengi inn í kerfið og þú getur tekið út og bætt við notendum. Sum eru enn fremur með möguleika á ljósa- og hita- stýringu, myndavélastýringu og f leira. Það er ekkert mál að týna sér í öllum möguleikunum og því er mikilvægt að setjast niður með einstaklingi og ræða hverjar væntingar hans og þarfir eru til öryggiskerfisins svo hann fái búnað sem hentar. Til að ákvarða hvaða búnaður er réttur þarf að láta sérfræðinga yfir- fara gerð húsnæðis og starfsemi. Áhætta hvers húsnæðis fyrir sig er ólík hvað varðar brunahættu, inn- brotahættu, möguleg vatnstjón, viðkvæman búnað sem þarf að vakta eins og kæla eða annað. Hver staður er einstakur á sinn hátt og hlutir eins og það hvort um sé að ræða einbýli á jarðhæð eða margra hæða byggingu skipta miklu máli. Það skiptir því lykilmáli að velja réttan búnað og staðsetja hann rétt svo að hann veiti sem mesta vörn. Það er svo auðvitað jafn mikilvægt að velja búnað sem auð- velt er að vinna við og læra á svo hann komi að notum.“ Öryggi fyrirtækja Það þarf að huga að ýmsu við mat á öryggi fyrirtækja. „Fyrirtæki geta verið flóknari í úttekt en heima- hús og þurfa að uppfylla strangari regur um brunavarnir og annað. Ólík öryggiskerfi henta mismun- andi starfsemi. En það sem skiptir alltaf langmestu máli er öryggi starfsfólks. Þá erum við að horfa á brunavarnir og þekking starfsfólks á því hvernig eigi að bregðast við þegar eitthvað gerist, til dæmis er einhver sýnir ógnandi hegðun.“ Heimilin og öryggi þeirra Það sama gildir um heimili. „Því þarf að ræða við og fræða fjöl- skyldumeðlimi um rétt viðbrögð ef öryggiskerfi eða brunaboði fer í gang. Við viljum til dæmis ekki að börnin okkar komi heim eftir innbrot eða bruna. Þetta er sami hluturinn en á öðrum skala.“ Einnig er lykilatriði fyrir heim- ilin, að hafa í huga ákveðna þætti til að minnka líkur á innbrotum til dæmis: n Eru verðmæti sýnileg, til dæmis í gegnum glugga? n Eru hlutir úti við lóð eða við bílskúr sem auðvelda fólki að komast inn eða nota við inn- brot? n Það er gott að ræða við og þekkja nágrannana, passa upp á hvert annað og tilkynna um ein- kennilegar mannaferðir. n Passa upp á að vera ekki að auglýsa á samfélagsmiðlum til dæmis að maður sé á flugvell- inum á leið til Tenerife. Menn vakta eitt og annað og við höfum séð ýmsar aðferðir. Ef þú býrð í einbýli með gróðursælum garði, er lykilatriði að vera með lýsingu þegar dimmir, annað hvort sem kviknar á við mannaferðir eða er í gangi á næturnar. Í einbýli er ekki nóg að vera með öflugan og fínan búnað á útidyrahurðinni, ef svaladyrnar út á pall eru svo bara með plastlæsingu. Einnig þarf að skoða læsingar á gluggum. Aldrei 100% örugg „Það er auðvitað aldrei hægt að vera 100% öruggur þó þú sért með öryggiskerfi, en sem slík hafa þau fælingarmátt. Reynsla okkar er þó sú að ef öryggiskerfið virkar ekki sem skyldi þá er ekki ólíklegt að innbrotsþjófur, sem prófar kerfið og kemst að því að það virkar ekki, nýti sér það. Þetta er ekki bara inn- brotakerfi, þetta er öryggiskerfi á svo margan hátt.“ n Örugglega rétta kerfið Eiríkur hefur verið viðloðandi öryggisbrans- ann síðan 1986, þegar hann hóf störf sem lög- regluþjónn. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK 4 kynningarblað 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURÖRYGGISKERFI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.