Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 2
Öldugangurinn heillar Jarðhræringarnar í Geldingadölum hafa varpað auknu ljósi á Reykjanes sem áfangastað, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn. Þar er varla þver- fótað fyrir náttúruperlum. Þessir ferðamenn stóðust ekki mátið og smelltu sjálfu við Valahnúkamöl við Reykjanesvita með brimið í bakgrunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vinsælu Hvíldarsófarnir komnir aftur Alþingi pantaði á árinu 1990 afsteypu af skjaldarmerki til þess að koma fyrir ofan á byggingu sinni í stað dönsku kórónunnar. Hætt var við verkið í miðjum klíðum eftir inngrip húsafriðunarnefndar. Mót skjaldarmerkisins er enn til hjá Stálsmiðjunni Héðni. gar@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Það var Friðrik skákmaður sem kom til okkar og samdi um að við myndum steypa skjaldarmerki Íslands í kopar upp á húsið þar sem núna er kóróna,“ segir Guðmundur Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Héðins, um pöntun sem barst á árinu 1990 frá Friðriki Ólafssyni, þáverandi skrifstofustjóra Alþingis. Í Héðni var skorið út mót af skjaldarmerkinu í timbur. Fyrir- myndin var ef til vill óvenjuleg. „Það eina sem menn fundu í þrívídd var túkallinn. Þannig að þetta var skor- ið út eftir túkalli sem var stækkaður upp,“ rifjar Guðmundur upp. Handverkið var langt komið þegar babb kom í bátinn. „Húsa- friðunarnefnd komst í málið og setti sig upp á móti þessu. Það varð mikil orrahríð milli Alþingis og húsafrið- unarnefndar,“ rifjar Guðmundur upp. Mikil blaðaskrif hafi orðið og Sigmund, skopmyndateiknari Morgunblaðsins, gert einar fjórar myndir um málið. „Þetta ball allt saman endaði með því að húsafriðunarnefnd hafði betur og Alþingi varð að bakka. Friðrik skákmaður kom þá og vildi endursemja. Það varð dálítið stapp í því sem endaði með því að við feng- um borgað eitthvað fyrir verkið en þó ekki nóg. Þannig að það varð úr að við héldum mótinu eftir og það hangir hér uppi á vegg,“ lýsir Guð- mundur atburðarásinni. „Við erum mjög ánægð með gripinn. Hann sómir sér vel og er í heiðurssessi,“ tekur hann fram. Í stigagangi við mötuneyti starfs- manna hangir því í dag mót, hand- skorið í timbur, sem hægt væri að nota til að steypa skjaldarmerki Íslands. „Sá maður sem þetta gerði heitir Hörður Sigurjónsson og var af burða handverksmaður,“ segir Guðmundur nánar um smíði móts- ins. Sú umræða sem nú er hafin, eftir þingsályktunartillögu Björns Levís Gunnarsonar Pírata um að skipta út dönsku kórónunni á þaki Alþingis- hússins og koma þar í staðinn fyrir íslenska skjaldarmerkinu, hefur ekki farið fram hjá Guðmundi. Hug- myndin hefur fengið byr undir báða vængi vegna þróunar mála á Evr- ópumeistaramótinu í handknatt- leik í Búdapest þar sem Dönum er kennt um að íslenska liðið hafi ekki náð í undanúrslit. „Mér finnst þetta skondin og skemmtileg umræða. Ég myndi halda að það væri æra og sómi Íslendinga að hafa skjaldarmerki Íslands á Alþingishúsinu,“ segir Guðmundur um sína skoðun. Ef slík ákvörðun verður tekin gæti Alþingi snúið sér til Héðins. „Við getum skaffað þeim afsteypu af þessu móti en þeir fá ekki mótið aftur. Við látum það ekki af hendi, það kemur ekki til greina,“ undir- strikar Guðmundur Sveinsson. ■ Skjaldarmerki sem Alþingi pantaði 1990 var aldrei sótt Guðmundur Sveinsson og skjaldarmerkis- mótið sem skorið var út fyrir Alþingi fyrir þrjátíu árum en afpantað. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Við getum skaffað þeim afsteypu af þessu móti en þeir fá ekki mótið aftur. Við látum það ekki af hendi, það kemur ekki til greina. Guðmundur Sveinsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Stálsmiðjunnar Héðins Nammipokarnir tákna framboð á listum. MYND/JAFNRÉTTISSTOFA Anna Lilja Björnsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu kristinnhaukur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Jafnréttisstofa hefur hrint úr vör jafnréttisátakinu Játak. Það snýst um að stjórnmála- f lokkarnir og framboðin hugi að fjölbreytileika við uppstillingar eða prófkjör fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Átakið er unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Kvenréttindafélag Íslands, Fjölmenningarsetur og tvö ráðuneyti. „Sveitarstjórnarmál snúast um nærsamfélagið og það er mikilvægt að sem flestar raddir fái að heyrast,“ segir Anna Lilja Björnsdóttir, sér- fræðingur hjá Jafnréttisstofu, en hún fór ásamt Katrínu Björgu Rík- arðsdóttur framkvæmdastjóra og gaf sveitarstjórnarfólki hjá Akur- eyrarbæ og Eyjafjarðarsveit nammi- poka til áminningar. Einn pokinn er með einlitu sæl- gæti og annar með marglitu. Skila- boðin eru þau að ef allt er eins er valkosturinn enginn. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar, árið 2018, voru konur 47 pró- sent fulltrúa. Anna segir að þessum flotta árangri megi ekki taka sem sjálfsögðum hlut og passa upp á að ekki verði bakslag. Þá sé hlutfallið ekki alls staðar á landinu það sama. „Núna er verkefnið að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli og jafnframt auka fjölbreytileika út frá öðrum breytum,“ segir hún. Þessar breyt- ur séu meðal annars kynhneigðir, aldur, fatlanir og uppruni. ■ Stjórnmálamenn fá nammipoka adalheidur@frettabladid.is COVID-19 Áætlun um af léttingu sóttvarnaaðgerða vegna Covid-19 verður rædd á ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi og verður hún kynnt fjölmiðlum að fundi loknum. Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þegar sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að aflétt- ingaráætlun og var hún rædd í sér- stakri ráðherranefnd í gær. Í gær fóru tölur yfir fjölda nýrra smita hér á landi yfir 1.500, þriðja daginn í röð. Þórólfur hefur spáð því að far- aldurinn kunni að vera að nálgast endalokin og jafnvel verði séð fyrir endann á honum innan tveggja mánaða. ■ Afléttingaráætlun kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi 2 Fréttir 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.