Fréttablaðið - 28.01.2022, Side 24

Fréttablaðið - 28.01.2022, Side 24
 Margir eru að endur- nýta lykil- orðin sín aftur og aftur og þá er yfirleitt frekar auðvelt fyrir net- glæpa- menn að misnota þau. Magnús Birgisson Bandaríska netöryggis- fyrirtækið Resecurity hefur hafið samstarf við íslenska fyrirtækið SecureIT með það að markmiði að auka netöryggi á Norðurlöndun- um. Resecurity og SecureIT vakta netöryggi viðskipta- vina sinna og láta þá vita af aðsteðjandi ógn. Rétt fyrir áramótin hóf Resecurity samstarf við íslenska fyrirtækið SecureIT með það að markmiði að auka þjónustu sína og hækka öryggi fyrirtækja á Norðurlöndun­ um. SecureIT er leiðandi fyrirtæki í netöryggismálum og býður upp á ráðgjöf um netöryggi, öryggis­ úttektir, vottanir og ýmsar aðrar öryggis­ og eftirlitsþjónustur. Norðurlöndin hafa lengi verið leiðandi í tæknimálum og mörg helstu frumkvöðlafyrirtæki heimsins hafa komið þaðan. Má þar nefna Spotify, Skype, SoundCloud og Nokia. Norður­ löndin eru með fremstu svæðum heimsins í notkun og sköpun á tækni. Tæknilegir innviðir, tækni­ leg geta, hagkvæmni og aðlögun að nýrri tækni er með því besta sem gerist í heiminum. Talsmenn Resecurity segja að samhliða vexti tækninnar og vel­ gengni fyrirtækja á Norðurlönd­ unum aukist hættan á netárásum til muna og þörfin fyrir aukið öryggi að sama skapi. „Í ljósi aukinna netógna í okkar heimshluta er nauðsynlegt að nor­ ræn fyrirtæki fjárfesti og hlúi vel að hvers kyns netöryggistækni og þjónustum sem og innri og utan­ aðkomandi sérfræðiaðstoð til að tryggja verðmæt gögn sem þau búa yfir. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem ógnirnar á internetinu hafa aukist og netöryggi er því grunnurinn að sjálfbærum rekstri fyrirtækja. Við hjá SecureIT erum stolt af því að geta lagt lóð á vogar­ skálarnar með þjónustuframboði okkar og aukinni getu með sam­ starfinu við Resecurity sem felur í sér meðal annars uppgötvun hvers kyns netógna gagnvart stafrænum eignum fyrirtækja en líka viðbrögð ef um gagnaleka eða innbrot er að ræða. Hugmyndin er að veita mikilvægum innviðum og við­ skiptavinum okkar innsýn í þessar ógnir og minnka þannig áhættu fyrirtækja og stofnana á Norður­ löndunum,“ segir Magnús Birgis­ son, framkvæmdastjóri SecureIT. Bera sjálfkrafa kennsl á netógnir Með því að nota gervigreind gera lausnir Resecurity fyrirtækjum kleift að bera sjálfkrafa kennsl á þær netógnir sem steðja að, meta þær og flokka út frá hættu­ stigi. Samhliða því framkvæma sérfræðingar leit að hvers kyns ógnum gagnvart stafrænum eignum þeirra og aðstoða við greiningu og forgangsröðun við­ bragða auk þess auðvitað að benda á vandamál sem annars væri erfitt að greina. Hluti af því felst í mikil­ vægri og umfangsmikilli vöktun á fjölmörgum ógnvöldum (e. Threat actors) víða um heim. Á sama tíma gera þær fyrirtækjunum kleift að vera skrefi á undan netglæpa­ mönnum sem nota þróuð úrræði drifin áfram af gervigreind til að ráðast á fyrirtæki. SecureIT og Resecurity vilja auka enn frekar starfsemi sína á Norðurlönd­ unum og færa viðskiptavinum sínum nýjar öflugar leiðir í formi þjónustu sem finnur áhættur og ógnir til dæmis á huldunetinu (e. Dark web) og fleiri svæðum þar sem meðal annars netglæpamenn eru í samskiptum í tengslum við innbrot sem þeir standa í. „Norðurlöndin eru miðstöð staf­ rænnar nýsköpunar og það sama ætti að gilda um netöryggi. Við hjá Resecurity fjárfestum mikið í rannsóknum og þróun á nýrri gervigreindartækni til að fyrir­ tækin hafi yfirhöndina gagnvart aukinni netógn,“ segir Gene Yoo forstjóri Resecurity. „Við erum stolt af því að fara í samstarf við leiðandi fyrirtæki eins og SecureIT til að geta veitt Norðurlöndunum bestu lausnirnar á sviði netógna og áhættu (e. Cyber threat intelligence) sem völ er á.“ Lausnir Resecurity til varnar netógnum bjóða upp á að senda viðvaranir til að fyrirbyggja net­ árásir og gera þá stafrænu ógn sem steðjar að fyrirtækinu sýnilega á yfirgripsmikinn hátt. Þessi frum­ lega tækni gerir stjórnendum kleift að draga úr blindum blettum og öryggisglufum með því að greina ógnina fljótt og ítarlega í gegnum meðal annars huldunetið (e. Dark web), virkni svokallaðra yrkjaneta (e. Botnets), í gegnum netgreind (e. network intelligence) og hágæða gervigreindargögn sem skilgreina ógnina. Gervigreindar­drifnar lausnir Resecurity byggja meðal annars á fimm milljörðum gagna­ búta (e. Artifacts) og mörgum milljónum greininga á ógnvöldum (e. Threat actors) sem og mörg hundruð milljónum flokkaðra og greindra gagnasetta af huldu­ netinu (e. Dark web). Um Resecurity Resecurity er netöryggisfyrirtæki sem býður upp á öflugar endabún­ aðarvarnir (e. Endpoint protec­ tion), áhættustjórnun og gervi­ greind sem aflar upplýsinga um netógnir og hvers kyns netógna­ greiningu og leit. Talsmenn fyrirtækisins segja að það sé þekkt fyrir að bjóða upp á bestu gervi­ greindarlausnir sem völ er á. Fyrir­ tækið leggur áherslu á að greina mögulegar netógnir og gagna­ leka snemma og vara við þeim áður en tjón verður að veruleika. Fyrirtækið var stofnað árið 2016 og hefur verið þekkt sem eitt nýstár­ legasta netöryggisfyrirtæki heims. Eitt meginmarkmið fyrirtækisins er að gera öðrum stofnunum og fyrirtækjum kleift að berjast gegn netógnum óháð því hversu þróuð tæknilega fyrirtækin eru. Nýlega var það útnefnt sem eitt af tíu mest vaxandi einkareknu netöryggis­ fyrirtækjunum í Los Angeles af tímariti í Kaliforníu. Fyrirtækið vinnur fyrir fjölda Fortune 500 fyrirtækja, leyniþjónustur, heri, ríkisstjórnir og fleiri aðila. Um SecureIT SecureIT er leiðandi fyrirtæki í ráðgjöf varðandi netöryggi, úttektir, vottanir, öryggisprófanir og öryggisþjónustu (e. Managed security services). Fyrirtækið var stofnað snemma árs árið 2017 og hefur unnið með fjölda alþjóð­ legra fjármálastofnana, flugfélaga, stórverslana, orkufyrirtækja, líftæknifyrirtækja og fyrirtækja á heilbrigðissviði auk stofnana í mikilvægum innviðum og með stjórnvöldum. SecureIT leggur áherslu á að veita framúrskarandi gæðaþjónustu og að aðstoða við­ Vilja auka netöryggi á Norðurlöndunum Magnús segir að frá því í desember, þegar samstarf­ ið við Resecur­ ity fór af stað, hafi SecureIT látið viðskipta­ vini sína vita af fjölda ógna og aðstoðað þá við að bregast við þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI skiptavini við að ná og viðhalda æskilegri og nauðsynlegri öryggis­ stöðu. SecureIT býður upp á sér­ sniðna ráðgjöf, öryggisprófanir og veikleikastjórnun, áhættustjórnun, kennslu í netöryggi og endabúnað­ svarnir ásamt sólarhringsþjónustu við vöktun, eftirlit og viðbrögð (e. Managed SOC+SIEM). Framkvæma innbrotsprófanir Magnús Birgisson, framkvæmda­ stjóri SecureIT, segir þjónustu fyr­ irtækisins geta styrkt mikilvæga innviði á Íslandi sem og á Norður­ löndunum en ýmsir netglæpir geta varðað við þjóðaröryggi. „Við bjóðum upp á netöryggis­ þjónustu og höfum gert það lengi. Við erum með ráðgjöf, úttektir, vottanir gagnvart ýmiss konar stöðlum eins og til dæmis PCI­ staðlinum sem er til að vernda kortaupplýsingar,“ útskýrir Magnús. „Við framkvæmum ýmiss konar öryggisúttektir og framkvæmum meðal annars innbrotspróf­ anir á fyrirtækjum, auðvitað með leyfi frá þeim. Þá reynum við að brjótast inn í fyrirtækin og sýna hvernig hægt er að misnota hvers kyns högun, hönnun, tækni­ legar varnir, öryggisstillingar og annað og með því komast yfir auðkenni, gögn og þess háttar og sýna raunverulega hvers konar tjóni netglæpamenn gætu valdið. Við höfum líka framkvæmt mikið af árásum gagnvart fólki, svo kallaðar vefveiðar, sem er ein af þeim leiðum sem er beitt til þess að komast inn í fyrirtæki. Þá er verið að plata fólk á einhvern máta til að gefa auðkennisupplýsingar eins og lykilorð og þess háttar eða aðrar viðkvæmar upplýsingar, til að geta orðið raunverulega sam­ þykktir notendur innan tölvukerfa fyrirtækjanna. Við höfum lagt mikla áherslu á að útskýra hvað í þessu felst og hvernig fyrirtæki eigi að verjast með því að fara vel yfir málin og kenna starfsfólki góðar netöryggisvenjur og fjölga þannig öryggisvörðum hvers og eins fyrir­ tækis en jafnframt hjálpar það við að tryggja persónulega hagsmuni einstaklinga,“ segir hann. „Þegar við höfum framkvæmt vefveiðiárás á fyrirtæki í okkar þjónustu þá förum við yfir það með þeim hversu margir féllu fyrir árásinni, hvað hefði þurft að varast og hvað hefði átt að segja fólki varðandi að um árás væri að ræða. Við segjum fólki hvernig lykilorð við komumst yfir í árásinni og kennum jafnframt fólki hvernig á að búa til lykilorð, nýtingu lykilorðageymslna svo það geti notað sterk lykilorð og margþátta auðkenningar. Margir eru að endurnýta lykilorðin sín aftur og aftur og þá er yfirleitt frekar auðvelt fyrir netglæpamenn að misnota þau eða hafa innsýn í hvernig fólk býr til lykilorð og geta þannig misnotað fólk til að fram­ kvæma netglæpi. Eins er mikilvægt að aðskilja einkalíf og vinnu og nota ekki vinnunetfang fyrir per­ sónulegar þjónustur en jafnframt að tileinka sér góðar öryggisvenjur úr vinnunni heima fyrir.“ Magnús segir að á svokölluðu 6 kynningarblað 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURR AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.