Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ Nú er svo komið að enginn er óhultur og fjarlægð Íslands eða smæð virðist ekki fæla menn frá því að sækja hingað. Hlynur Guðmundsson Kynningar: Síminn, Dokobit, Persónuvernd, Þekking, Resecurity, Advania.FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 Rafrænt öryggi María Böndal, deildarstjóri viðskiptatengsla, og Hlynur Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjalausna Símans. MYND/KRISTINN BERNHARD Öruggara net með Fyrirtækjapakka frá Símanum Rafrænt öryggi skipti æ meira máli í rekstri fyrirtækja og stofnana. Síminn býður nú upp á Fyrirtækjapakka með netöryggi og öll fjarskipti fyrirtækisins í einum pakka. Rafrænt öryggi skiptir mjög miklu máli í rekstri fyrirtækja og stofnana í dag. Starfsfólk Símans hefur séð mikinn vöxt undanfarin ár í beinum netárásum (DDOS) þar sem tilgangurinn er að lama þjónustur viðkomandi rekstrarað- ila með miklu magni fyrirspurna og ýmiss konar svindltilraunum til að hafa peninga út úr fyrirtækjum, segja þau Hlynur Guðmundsson, forstöðumaður fyrirtækjalausna, og María Blöndal, deildarstjóri viðskiptatengsla hjá Símanum. „Nú er svo komið að það er enginn óhultur og fjarlægð Íslands eða smæð virðist ekki fæla aðila frá því að sækja hingað eins og dæmin sanna,“ segir Hlynur. Oft eru þetta „drive by“ árásir þar sem netið á Íslandi er skannað og leitað eftir þekktum veikleikum í fyrstu vörn fyrirtækja. „Aðferðirnar sem menn beita eru sífellt að þróast og tæknin hjálpar því miður í þessum efnum en íslenskan í svindlpósti er oft ansi góð þó að stundum séu áberandi villur sem ættu að vekja fólk til umhugsunar. Gagna- gíslatökuárásir hafa einnig orðið algengari þar sem gögn fyrirtækja eru dulkóðuð og krafist lausnar- gjalds til að endurheimta þau,“ bætir María við. Einn eldveggur ekki nóg Að þeirra sögn dugar ekki lengur að setja upp einn eldvegg og halda að þar með sé hægt að haka í eitthvert box við rafrænt öryggi. „Eldveggur- inn þarf að vera það sem kallað er næstu kynslóðar eldveggur og meðvitaður um miklu meira en bara IP-tölur og gáttir og vera 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.