Fréttablaðið - 28.01.2022, Page 26

Fréttablaðið - 28.01.2022, Page 26
Signet vörufjölskyldan auðveldar rafræna ferla hjá fyrirtækjum, svo sem undir- ritanir, gagnaflutning og þinglýsingar. Signet vörufjölskyldan saman­ stendur af vörunum Signet undir­ ritanir, Signet transfer, Signet forms, Signet mandate, Signet inn­ siglanir og Signet tímastimplanir. „Flestir þekkja Signet líklega sem undirritunarlausn en nú þegar hafa margir aðilar úr öllum geirum samfélagsins innleitt hjá sér rafrænar undirritanir með Signet. Þær eru þekktar fyrir að vera aðgengileg lausn sem hentar bæði stórum og smáum fyrir­ tækjum, og allar undirritanir sem framkvæmdar eru í Signet eru fullgildar, rafrænar undirritanir og jafngildar undirritun með penna,“ segir Helga María Jónsdóttir, vöru­ stjóri hugbúnaðarlausnarinnar Signet hjá Advania. „Auðvelt er fyrir einstaklinga að kaupa sér undirritanir á vefnum. Signet undirritanir gagnast líka mjög vel í dreifbýli og á lands­ byggðinni, þær henta vel til undir­ ritunar á sölu­ og leigusamning­ um, og fyrir umboð og yfirlýsingar. Inneignin tekur sjálfkrafa gildi og hægt er að senda skjöl í undirritun um leið,“ segir Helga María og heldur áfram: „Oftar en ekki byrja fyrirtæki með rafrænar undirritanir í einum tilgangi en færast svo yfir í að nota þær fyrir fleira og að lokum verða undirritanir á pappír nánast úr sögunni. Í Signet er hægt að fá mikið út úr áskriftinni þar sem ekki er greitt fyrir fjölda notenda eða teyma og því geta allir hjá fyrirtækinu haft möguleika á því að senda skjöl í undirritun, en það er fjöldi undirritana sem telur.“ Rafrænar þinglýsingar Mikil þróun hefur verið í Signet undirritunum og stöðugt verið að bæta lausnina bæði með tilliti til virkni sem og notendaviðmóts. „Signet styður nú undirritanir fyrir rafrænar þinglýsingar þar sem innsiglaðri þinglýsingarbeiðni er komið fyrir sem viðhengi í skjalinu sem á að þinglýsa, og nú þegar eru aðilar byrjaðir að undirrita skjöl í Signet sem síðan eru send í rafræna þinglýsingu,“ nefnir Helga María sem dæmi um nýlega virkni. Signet transfer er önnur Signet vara sem margir þekkja og hefur náð töluverðri útbreiðslu á Íslandi. „Signet transfer­lausnin er öruggur, rafrænn gagnaflutningur og hugsuð sem eins konar rafrænn ábyrgðarpóstur, því í dag er tölvu­ póstur ekki nægilega öruggur til að senda viðkvæm gögn. Það var að áeggjan viðskiptavina sem öryggis­ sérfræðingar Advania þróuðu Signet­lausnina. Signet sparar því sporin og lausnirnar standast ströngustu öryggiskröfur.“ Dulkóðuð trúnaðargögn Signet transfer byggir á notkun rafrænna skilríkja þannig að tryggt sé að gögnin berist réttum móttakanda. „Gögnin eru tryggilega dulkóð­ uð og gengið þannig frá að aðeins móttakendur, sem sendandi skráir með kennitölu, geta sótt gögnin með rafrænum skilríkjum. Þegar viðtakandi hefur móttekið gögnin er þeim eytt sjálfkrafa úr kerfinu,“ skýrir Helga María. „Signet transfer er mikilvægur liður í meðhöndlun trúnaðargagna og hefur verið notað til að senda og taka á móti trúnaðargögnum frá fyrirtækjum með allt frá einum starfsmanni til stórfyrirtækja eða stofnana. Lausnin hefur einnig verið notuð innan fyrirtækja og stofnana þar sem samstarfsfólk þarf að skiptast á trúnaðarupplýs­ ingum eða flytja gögn milli ólíkra eininga innan fyrirtækja.“ Rekjanlegar sendingar Allar sendingar með Signet transfer eru rekjanlegar. „Sendendur gagna geta sótt kvittun fyrir sendingu þar sem skráarheiti koma fram, ásamt því hvaða móttakendur voru skráðir og tímasetning. Þá er hægt að sýna fram á hvenær og til hvaða ein­ staklings eða einstaklinga gögnin voru send. Á sama hátt er hægt að sækja kvittun fyrir móttöku gagna og staðfesta að gögn sem send voru hafi verið móttekin, og hvenær,“ upplýsir Helga María. Notkun Signet transfer er þegar nokkuð útbreidd og þar hafa myndast nokkurs konar samfélög sem einfaldi samskipti á milli aðila. „Það felst mikið hagræði í að nota lausnina og sleppa við að prenta út gögn eða setja á USB­ kubb sem síðan þarf að flytja með ábyrgðarpósti. Sem dæmi er Signet transfer nú þegar öflug lausn í heilbrigðisgeiranum og félags­ þjónustunni, og mikið notuð af fjármálastofnunum, lögreglunni, dómstólum, lögfræðingum og fleiri aðilum sem eru að sýsla með trúnaðargögn,“ segir Helga María. Tenging við innri kerfi fyrirtækja Vefþjónustur Signet transfer gera fyrirtækjum kleift að samþætta lausnina við sín innri kerfi. Þá er hægt að láta móttekin gögn streyma beint inn í viðeigandi kerfi eða senda gögn með einum smelli úr innri kerfum fyrirtækja. Hafa helstu framleiðendur skjala­ stjórnunarhugbúnaðar útbúið slíkar tengingar fyrir sínar lausnir. „Rafrænn gagnaflutningur skapar hagræðingu á svo mörgum sviðum. Fyrirtækin þurfa ekki lengur að prenta út skjöl, skanna eða geyma, og ekki þarf að sendast með pappíra, sem líka dregur úr loftmengun og fleira. Allt sparar þetta sporin og einfaldar lífið.“ n Nánari upplýsingar á advania.is  Signet sparar sporin Helga María Jónsdóttir er vörustjóri Sig- net hugúnaðar- lausnarinnar hjá Advania. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Öruggur f lutningur gagna Signet transfer er lausn til að senda og mó aka trúnaðargögn með rekjanlegum hæ i. Örugg sending UmhverfisvæntÖrugg mó akaRekjanleiki 8 kynningarblað 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURR AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.