Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 17
Þessi skilríki gera það að verkum að íslenskt fyrirtæki getur sent skjal til undirrit- unar hvert sem er í Evrópu og fengið full- gilda rafræna undir- skrift. Ragna Klara Magnúsdóttir Fyrirtækið Dokobit sem þróar lausnir fyrir rafrænar undirskriftir og aðrar traust- þjónustur er í miklum vexti í Evrópu. Fyrir skömmu studdi Dokobit rafræn skil- ríki frá 14 löndum en hefja nú dreifingu á nýjum rafræn- um skilríkjum sem standa öllum til boða í Evrópu. „Fyrirtækið Dokobit býður upp á rafrænar undirskriftir og lausnir fyrir rafræna auðkenningu. Dokobit var stofnað árið 2008 og er því komið með góða reynslu í stafræna geiranum, en í grunn­ inn er þetta litáískt fyrirtæki sem var stofnað af tveimur félögum,“ segir Ragna Klara Magnúsdóttir, viðskiptastjóri Dokobit á Íslandi. „Þetta hefur verið í eigu þeirra þar til nú í ágúst, þegar fyrirtækið sameinaðist norska fyrirtækinu Signicat, sem hefur verið í gríðar­ legum vexti undanfarin ár. Það hefur keypt fimm fyrirtæki að undanförnu, þar af þrjú bara á síðasta ári.“ Gríðarlegur vöxtur í rafrænum undirskriftum „Signicat er komið með skrif­ stofur um alla Evrópu og stefnir á að verða stærst í Evrópu fyrir rafrænar undirskriftir og auðkenn­ ingar. Þau sáu Dokobit sem mjög sterkan aðila og mikil tækifæri við að sameina krafta fyrirtækjanna,“ segir Ragna. „Sameiningin hefur gengið ótrúlega vel, við smullum bara saman eins og hönd í hanska og við vorum með ýmsar lausnir sem þau voru komin styttra með. Þessi sameining hefur styrkt okkur mjög mikið og gert okkur kleift að vaxa ennþá hraðar. Stefnan er nú að auka starfs­ manna fjöldann um 70 manns bara á þessu ári, en til samanburðar var Dokobit með 32 starfsmenn í heild fyrir ári síðan en ef við teljum Signicat með erum við í dag 440 manns,“ segir Ragna. Ný rafræn skilríki „Fyrirtæki í eigu Signicat gefur út fullgild rafræn skilríki og sérhæfir sig í að auðkenna einstaklinga með svokölluðu „video onboarding“ ferli, en það þýðir að fólk getur fengið ný rafræn skilríki afhent með því að nota vefmyndavél og vegabréf eða önnur persónu­ skilríki til þess að fá ný fullgild rafræn skilríki,“ segir Ragna. „Þetta afhendingarferli er eIDAS­vottað, sem þýðir að þessi skilríki eru í hæsta gæðaflokki þegar kemur að útgáfu rafrænna skilríkja. Þessi skilríki gera það að verkum að íslenskt fyrirtæki getur sent skjal til undirritunar hvert sem er í Evrópu og fengið fullgilda rafræna undirskrift. Þetta þýðir að við getum núna boðið þjónust­ urnar okkar í allri Evrópu án þess að fórna gæðum með að því nota lægri stig af rafrænum undir­ skriftum. Við stefnum að því að geta boðið stærri fjármálafyrirtækjum mjög öruggar og áreiðanlegar lausnir, en meðal viðskiptavina Signicat eru stórfyrirtæki eins og Facebook, Paypal, American Express, Master­ card, Volvo og fleiri. Þetta er allt annað en við vorum vön fyrir ári síðan,“ segir Ragna. „Hér heima höfum við samt einnig verið að sinna mjög stórum fyrirtækjum. Íslandsbanki, Vodafone, Sam­ göngustofa, fasteignasölur og stærri bílaumboð eins og BL og Toyota eru í viðskiptum hjá okkur, sem og önnur fyrirtæki í fjármála­ starfsemi og ríkisstofnanir. Þessi stærri fyrirtæki eru okkar aðalkúnnahópur, en við erum líka að þjónusta fjölmarga einyrkja og minni fyrirtæki, enda er hugsjónin sú að rafrænar undirskriftir séu fyrir alla,“ segir Ragna. Einfalt að nýta þjónustuna „Við erum með mjög marga sterka samstarfsaðila í rafrænum undir­ skriftalausnum og viljum nefna Origo, Arango, Sensa, Hugvit, Spekta, Ozio, Rögg, ThinkSoft­ ware, Wise og mörg fleiri,“ segir Ragna. „Við erum því í samstarfi við öll helstu hugbúnaðarhúsin og þau hafa gert margar innleiðingar á okkar þjónustum, þannig að fyrir aðila sem kaupa lausnir frá þessum aðilum er mjög einfalt að virkja rafrænar undirskriftir beint úr kerfunum. Fyrir fyrirtæki sem eru að nota Microsoft­lausnir er þetta til dæmis lítið og einfalt stökk, það þarf bara að hafa samband og óska eftir að þetta sé tengt,“ segir Ragna. „Þar sem samtengingin er tilbúin á Microsoft Marketplace er hægt að byrja að nota rafrænar undir­ skriftir í sömu viku.“ Sterk rafræn auðkenning „Dokobit er einnig með lausnir fyrir auðkenningar með rafrænum skilríkjum eins og við þekkjum öll úr heimabönkum, island.is og Heilsuveru. Lausnin styður rafræn skilríki í farsímum, kortum eða með Auðkennisappinu sem eru ný rafræn skilríki frá Auðkenni,“ segi Ragna. „Auðkennisappið hefur þann kost fram yfir skilríki á farsíma að notandinn þarf ekki lengur að vera með íslenskt síma­ númer til þess að nota skilríkin. Þetta kemur sér til dæmis mjög vel fyrir Íslendinga sem eru búsettir eða í námi erlendis. Auðkenningarlausnin er svo­ kölluð „plug­in“ lausn, þannig að hvaða fyrirtæki sem er getur bara tengt þetta inn á sína heimasíðu og sett upp rafræna auðkenningu á sína síðu fyrir innskráningar, netverslun eða hvað sem er,“ segir Ragna. „Viðskiptavinir geta einnig aðlagað útlitið á innskráningar­ glugganum þannig að það falli fullkomlega inn í þeirra eigið viðmót. Á sama tíma og verslun og þjónusta er í auknum mæli að færast yfir á netið er enn mikil­ vægara að geta tryggt á öruggan hátt hverjum maður er að veita upplýsingar eða þjónustu.“ Gerðu nýskráningu ökutækja rafræna „Við vorum að klára verkefni með Arango í samvinnu við Samgöngu­ stofu sem fól í sér að gera nýskrán­ ingar á ökutækjum 100% rafrænar. Ef þú ferð að kaupa nýjan bíl núna hjá BL, Heklu eða Öskju geturðu fengið bílinn um fimm dögum fyrr en áður, að meðaltali, eftir að þetta breyttist. Þannig að nú getur þú fengið bílinn afhentan nánast samdægurs,“ segir Ragna. „Áður var starfsmaður í vinnu við að keyra með gögn á milli aðila og safna undirskriftum úr hinni og þessari átt áður en öllum gögn­ unum var skilað til Samgöngustofu og þar var síðan allt handslegið inn,“ útskýrir Ragna. „Það er því gríðarleg hagræðing í því að gera þessa skráningu rafræna og fólk sem starfar í bílageiranum hefur verið rosalega ánægt með þessa breytingu.“ Lækkuð verð Dokobit lækkaði þjónustugjöld á síðasta ári vegna þess að það hefur verið svo mikil aukning í fjölda notenda. „Aukningin hjá okkur var yfir 400% á síðasta ári og viðskipta­ vinahópurinn hefur þrefaldast á einu ári, svo við ákváðum að lækka verðin okkar,“ segir Ragna. „Rafrænar undirskriftir eiga ekki að vera dýr tækni þannig að verð spili hlutverk í hvort fyrirtæki noti þær heldur sjálfsögð tækni sem fyrirtæki geta nýtt til þess að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við reynum stöðugt að lækka verðin okkar til þess að styðja við þessa framtíðarsýn sem við getum gert með aukinni notkun,“ segir Ragna. „Það hefur líka verið raunin, viðskiptavinir hafa verið tryggir og líkað mjög vel hversu áreiðanlegar lausnirnar okkar eru og erum við að sjálf­ sögðu mjög þakklát góðum og traustum hópi ánægðra viðskipta­ vina.“ n Ný fullgild rafræn skilríki fyrir alla í Evrópu Ragna Klara Magnúsdóttir, viðskiptastjóri Dokobit á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 R AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.