Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 23
Þjónustufyrirtækið Þekking veit mikilvægi þess að gæta öryggis á öllum sviðum upplýsingatækni. Þekking býður upp á sérsniðnar lausnir í rafrænum öryggis- málum fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Þekking er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 og er með starfsstöðvar á tveimur stöðum á landinu. Annars vegar á Akureyri og hins vegar í Kópavogi. Sérsvið Þekkingar er rekstrarþjónusta og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir starfar sem upplýsingaöryggis- stjóri hjá fyrirtækinu. „Ég veiti einnig viðskiptavinum ráðgjöf um málefni sem tengjast upplýsinga- öryggi og persónuvernd. Þjónusta okkar fer að mestu leyti fram á netinu. Í sumum tilfellum þarf að mæta á staðinn, en það fer allt eftir þörf hvers fyrirtækis fyrir sig,“ segir Áslaug. Af skrifborðinu yfir í tölvuna Starfsumhverfi fyrirtækja hefur í dag að stórum hluta færst af skrif borðinu og yfir í tölvuna. Það verður því æ mikilvægara fyrir fyrirtæki og stofnanir að fjárfesta í rafrænu öryggi. „Það muna margir eftir því hvernig skrifstofur voru hér fyrir tæp- lega 20 árum, þegar það sást ekki í sum skrif borð fyrir pappírum. Þá fólst öryggið í raun í því að læsa skrifstofunni og öryggiskerfi urðu æ algengari. Í dag fer vinnan að mestu leyti fram í tölvunni og minna er um útprentuð gögn, meðal annars þegar kemur að afhendingu gagna á milli not- enda. Nú skiptir því öllu máli að huga að örygginu í tölvunni.“ Öryggi í fjarvinnu Í faraldrinum hefur vinnu- umhverfi margra fyrirtækja enn fremur breyst hratt og mikið. „Mörg störf sem áður voru unnin á skrifstofunni hafa færst inn á heimili fólks. Þessi breyting felur í sér aukið mikilvægi í því að skoða mögulegar áhættur sem tengjast því. Í því samhengi má meðal ann- ars nefna nettengingar, aðgengi að tölvu og öryggisvitund starfs- fólks. Vinnuumhverfi starfsfólks í fjarvinnu er ekki það sama og er á skrifstofunni. Því þarf að tryggja að öryggi upplýsinga sé ekki minna þegar unnið er í fjarvinnu en þegar unnið er á skrifstofunni. Með aukinni fjarvinnu má gera ráð fyrir því að netglæpamenn endur- skoði einnig sínar starfsvenjur og umhverfi, og fari í auknum mæli að herja á starfsfólk og þau tæki sem það notar við fjarvinnu. Það er því mikilvægt að bregðast við síbreytilegum netöryggisógnum með forvörnum og tryggja öryggi í tíma.“ Kortlagning Viðskiptavinir Þekkingar eru fyrirtæki og stofnanir af ýmsum stærðum og gerðum. Að sögn Áslaugar er alltaf góð byrjun að taka stöðuna á öryggismálunum í fyrirtækinu. „Þá er hægt að meta betur hvar þarf að gera bragarbót á. Einnig er gagnlegt að fyrirtæki bæti við fræðslu um upplýsinga- öryggi sem einum lið í fræðslu- áætlun sína. Það að veita reglulega fræðslu um þær netógnir sem eru í gangi hverju sinni getur komið í veg fyrir gríðarlegt tjón ef til netárásar kemur. Þegar kemur að því að huga að rafrænu öryggi í fyrirtæki eða stofnun skiptir máli að kortleggja fyrst stöðuna með tilliti til mikil- vægis og viðkvæmni þeirra upplýs- inga sem fyrirtækið eða stofnunin er að meðhöndla. Í því tilfelli að netárás skyldi eiga sér stað, þá þarf að spyrja sig gagnrýnna spurninga eins og: „Hvers getur starfsemin Mikilvægt að þekkja hætturnar Áslaug Dag- björt segir það mikilvægt að bregðast við síbreytilegum netöryggis- ógnum með forvörnum og tryggja öryggi í tíma. MYND/HÁKON DAVÍÐ BJÖRNSSON verið án og hvers ekki?“ Þannig er best að forgangsraða og verja gögnin og kerfin miðað við það.“ Þekking býður upp á ýmsar lausnir er snúa að öryggismálum. „Það fyrsta sem við gerum er að þarfagreina umhverfi fyrirtækja og stofnana. Með því fáum við betri sýn á hvaða lausnir henta hverjum viðskiptavini fyrir sig. Öryggislausnir Þekkingar greina og bregðast við netógnum fyrir- tækja og stofnana allan sólarhring- inn allt árið um kring á öruggan og hagkvæman hátt. Sem dæmi má nefna að við bjóðum upp á lausnir sem veita öryggi í skýja- lausnum og á útstöðvum sem og eftirlit á netumhverfi fyrirtækja þar sem við setjum upp svokallaða skynjara. Lausnirnar fela í sér sjálf- virka greiningu á öryggisatvikum á öllu neti fyrirtækis. Auk þess eru viðeigandi aðgerðir framkvæmdar í rauntíma bæði sjálfvirkt og af öryggissérfræðingum á okkar vegum. Sjálfvirkni öryggislausn- anna gerir okkur kleift að verja öll mikilvæg tæki og gögn í umhverfi fyrirtækja.“ Forvarnir felast í fræðslu Þegar kemur að rafrænu umhverfi fyrirtækja og stofnana, þá er ýmis- legt hægt að gera til þess að koma í veg fyrir rafrænar ógnir. „Það má fyrirbyggja með ýmsum hætti og vera eins vel varinn og hægt er. Það skiptir þá mestu máli að meta stöðugt umhverfið sitt með tilliti til þeirra ógna sem eru í gangi hverju sinni og fræða notendur. Það skiptir því lykilmáli að byrja á réttum stað, setja reglur, fræða starfsfólkið um meðhöndlun gagna og innleiða réttu varnirnar.“ Þekking býður fyrirtækjum og stofnunum upp á námskeið í net- öryggisvitund. „Öryggisvitundar- þjálfun verður sífellt mikilvægari eftir því sem netógnir aukast og ætti slík þjálfun í raun að vera hluti af menningu flestra fyrirtækja sem vinna með tölvur. Þekking er í samstarfi við netöryggisfyrir- tækið AwareGo varðandi þjálfun í netöryggisvitund. Um er að ræða stutt og skemmtileg myndbönd sem notendur fá send til sín í pósti vikulega eða mánaðarlega, allt eftir þörfum fyrirtækisins. Við aðstoðum fyrirtæki við að stilla upp áætlun er varðar netöryggis- fræðslu starfsfólks. Þá taka fyrir- tæki til dæmis ákvörðun um að byrja með fræðslu í þrjá til fjóra mánuði og taka svo stöðuna og meta þörfina, og ákveða þá hverjar áherslurnar ættu að vera í næstu þjálfun.“ n Nánari upplýsingar má nálgast á thekking.is. Sími: 460-3100. Öryggisvitundar- þjálfun verður sífellt mikilvægari eftir því sem netógnir aukast og ætti slík þjálfun í raun að vera hluti af menn- ingu flestra fyrirtækja sem vinna með tölvur. Áslaug Dagbjört kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 R AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.