Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 31
Ég valdi rúmlega fjörutíu verk á sýninguna með tilliti til sam- hengis þeirra og stillti þeim upp út frá þema. Sviðsett augnablik er sýning í Listasafni Íslands á ljós- myndum úr safneigninni. Sýningarstjóri er Vigdís Rún Jónsdóttir. „Mörg þessara verka hafa verið sýnd í öðru samhengi og á öðrum sýning- um og önnur hafa ekki verið sýnd áður en hér mætast þau í einni sýn- ingu,“ segir Vigdís. „Ég tók eftir því að fyrir aldamótin 2000 voru nán- ast engar ljósmyndir í safneigninni eftir kvenkyns ljósmyndara eða kvenkyns listamann, en það hefur markvisst verið unnið að því að fjölga þeim verkum. Í safneigninni eru tæplega tvö hundruð verk sem flokkast sem ljósmyndir og ég valdi rúmlega fjörutíu verk á sýninguna með tilliti til samhengis þeirra og stillti þeim upp út frá þema, þannig að það er hægt að ganga í gegnum sýninguna og upplifa hana þema- tengt.“ Sviðsett augnablik í Listasafni Íslands Vigdís Rún Jónsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKCul-de-sac frá 1980 eftir Ólaf Lárusson. MYND/AÐSEND Listamennirnir Anna Hallin, Olga Berg- mann, Árni Ingólfsson, Bára Kristín Kristinsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Bjarki Bragason, Bjarni H. Þórarinsson, Daníel Magnússon, Erla Þórarins- dóttir, Erling Klingenberg, Gjörningaklúbburinn, Halldór Ásgeirsson, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hildur Há- konardóttir, Hlynur Hallsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Inga Svala Þórs- dóttir, Wu Shanzhuan, Ívar Brynjólfsson, Jóna Hlíf Hall- dórsdóttir, Katrín Bára Elvars- dóttir, Katrín Sigurðardóttir, Magnús Sigurðarson, Ólafur Elíasson, Ólafur Lárusson, Ólöf Nordal, Pétur Thomsen, Roni Horn, Sara Björnsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurjón Jóhannsson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Spessi, Stefán Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Svala Sigurleifsdóttir, Tumi Magnússon, Valgerður Guðlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Sýningin í Listasafni Íslands er sett upp í tengslum við Ljósmynda- hátíð Reykjavíkur. „Þegar maður skoðar sýningarsögu safna og gall- ería þá hefur ljósmyndin fengið meiri athygli undanfarin ár og sett- ar hafa verið upp ansi margar ljós- myndasýningar. Upp úr aldamót- unum 2000, þegar listamenn fóru að mennta sig meira í ljósmyndun, er eins og orðið hafi vakning og þá fóru söfnin um leið að kaupa inn ljósmyndaverk,“ segir Vigdís. Sýningin í Listasafni Íslands stendur fram í maí. n Þróun í tækninni Sýningin er í tveimur sölum og spannar hálf öld. Vigdís segir þró- unina í ljósmyndun á þessum ára- tugum aðallega felast í tækninni. „Gott dæmi er Hrafnkell Sigurðsson myndlistarmaður sem hefur alltaf notað ljósmyndamiðilinn og þegar horft er á elstu verk hans og þau yngri þá sést vel hvernig þau hafa þróast með tækninni. Það er mjög áhugavert að skoða það.“ Myndefnið er fjölbreytt. „Þarna eru skrásetningar á gjörningum, einnig er mikið af landslagstengd- um myndum og síðan ljósmyndir þar sem unnið er út frá heimspeki- legum hugmyndum,“ segir Vigdís. Meiri athygli Fjórar innsetningar eru á sýn- ingunni. „Það er áhugavert að sjá hvernig ljósmyndin hefur komið inn í innsetningar í æ ríkara mæli. Steing r ímur Ey f jörð, Halldór Ásgeirsson og Bjarki Bragason eru með mjög f lottar innsetningar og Hallgerður Hallgrímsdóttir fær heilt rými út af fyrir sig. Annars eru verkin að megninu til ljósmyndir og þarna eru verk eftir myndlistar- menn sem nota ljósmyndamiðilinn í bland við aðra miðla.“ Þarna eru skrásetn- ingar á gjörningum, einnig er mikið af landslagstengdum myndum og síðan ljósmyndir þar sem unnið er út frá heim- spekilegum hugmynd- um. tsh@frettabladid.is Þýsk útgáfa bókarinnar Sagna- landið eftir Halldór Guðmundsson rithöfund og Dag Gunnarsson ljós- myndara hlaut nýlega hin þýsku ITB-verðlaun 2022 í f lokki bók- menntalegra ferðabóka. Halldór greindi frá fréttunum á Facebook og sagði: „Verðlaunin eru veitt af óháðri dómnefnd á vegum stærstu ferðakaupstefnu heims, ITB í Berlín. Gaman fyrir okkur Dag!“ Sagnalandið kom upprunalega út í Þýskalandi vorið 2021 og á Íslandi síðasta sumar. Í bókinni fjallar Halldór um sagnahefð Íslendinga í hringferð um landið með viðkomu á þrjátíu stöðum sem tengjast höf- undum og bókmenntaverkum, þjóðsögum og atburðum úr Íslands- sögunni. Bókin er skreytt myndum eftir ljósmyndarann Dag Gunnars- son. n Halldór og Dagur verðlaunaðir í Þýskalandi fyrir bók um Ísland Halldór Guðmundsson rithöfundur. MYND/DAGUR GUNNARSSON kolbrunb@frettabladid.is Þrjár bækur hafa verið tilnefndar til Barna- og unglingabókmennta- verðlauna Vestnorræna ráðsins. Þetta eru bækurnar Afi og ég og afi, eftir þær Dánial Hoydal og Anniku Øyrabø sem er framlag Færeyja, Dýrin halda þing um mengun jarð- arinnar, eftir Kent Kielsen frá Græn- landi, og Bannað að eyðileggja, eftir Gunnar Helgason, sem er tilnefnd af hálfu Íslands. Barna- og unglingabókmennta- verðlaun Vestnorræna ráðsins hafa það að markmiði að efla barna- og unglingabókmenntir á vestnorræna svæðinu. Verðlaunaféð er 60.000 danskar krónur eða um 1.200.000 íslenskar krónur og opna verð- launin tækifæri fyrir höfunda til að koma verkum sínum á framfæri í f leiri löndum. Verðlaunin verða afhent í haust. n Gunnar Helgason tilnefndur til verðlauna Gunnar Helgason. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 Menning 15FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.