Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 1
1 9 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F Ö S T U D A G U R 2 8 . J A N Ú A R 2 0 2 2 Ljósmyndir úr safneigninni Geðrofsplata með ananas Menning ➤ 15 Lífið ➤ 22 Íbúar í Skerjafirði og Land- vernd mótmæla áformum Reykjavíkurborgar um land- fyllingu í fjörunni í Skerjafirði vegna nýrrar íbúðabyggðar sem þar á að rísa. gar@frettabladid.is SKIPULAGSMÁL Reykjavíkurborg áformar að gera 4,3 hektara land- fyllingu í Skerjafirði vegna nýs íbúðahverfis við enda Reykjavíkur- flugvallar. „Strandlengjan verður mótuð þannig að hún líki eftir náttúru- legri strönd og leitast verður við að þar geti myndast leirur á ný í stað þeirra sem raskast,“ segir í kynn- ingu borgarinnar sem kveður land- fyllinguna nauðsynlega svo hverfið nái þeirri stærð að verða sjálfbært. At huga semd a f rest u r veg na áformanna rann út fyrr í þessum mánuði og bárust mótmæli frá fjölmörgum íbúum og sömuleiðis frá Landvernd. Rauði þráðurinn er áhyggjur af spilltri ásýnd og eyði- leggingu búsvæða fyrir fugla og önnur dýr með því að fjaran hverfi. „Öllum ætti að vera ljóst að land- fyllingin og mannvirki á henni hafa mikil og neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Eftir röskun og landfyllingu verður útkoman manngert grjót- mannvirki,“ segir í athugasemdum Landverndar. „Það er erfitt að færa sannfærandi rök fyrir samfélags- legri nauðsyn þess að spilla leirum sem þessum sem lítið er eftir af á höfuðborgarsvæðinu.“ Sigurður Áss Grétarsson verk- fræðingur, sem starfaði lengi hjá Vegagerðinni og hafði þar meðal annars umsjón með framkvæmdum við Landeyjahöfn, skrifar að það sé rangt sem borgaryfirvöld haldi fram að fjaran sé töluvert röskuð. Sam- kvæmt skýrslu borgaminjavarðar sé fjaran að mestu óbreytt frá 19. öld. Endurskapa eigi leirur fyrir utan væntanlega landfyllingu. Neðan- sjávargarður sem eigi að gera í því skyni muni ekki gera neitt gagn. „Ástæðan er sú að þeir garðar eru það mjóir að úthafsaldan hryggjar upp á görðunum en brotnar ekki og fer því yfir hann,“ skrifar verk- fræðingurinn og skorar á borgina að koma hreint fram. „Ef ætlunin er að eyðileggja leirurnar þá á borgin bara að segja það hreint út en ekki blekkja og slá ryki í augu fólks.“ Einar Pétur Jónsson hvetur borgina til að taka tillit til faglegs mats ýmissa stofnana sem gert hafi athugasemdir við mögulega land- fyllingu í Shellfjöru Skerjafjarðar. „Í nafni náttúruverndar og mann- gæsku biðla ég til skipulagsyfirvalda í Reykjavík um að endurskoða áformin,“ segir í samhljóða athuga- semdum í bréfum nokkurra íbúa. „Ekki láta tískuna og „sjampó sötrandi“ villinga glepja ykkur,“ brýnir Þorbjörg Jónsdóttir fyrir borginni. „Það er hryllingur að ímynda sér að geta ekki notið grænna svæða og fuglalífs á þessum fallega og mikilvæga stað,“ skrifar Júlía Kristjánsdóttir. n Íbúar láta mótmælaöldu skella á landfyllingu Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Land- verndar ENYAQ iV RAFMAGNAÐUR 412 til 534 km drægni (WLTP) HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · www.hekla.is/skodasalur FÆST EINNIG FJÓRHJÓLADRIFINN Verð frá 5.790.000 kr. Verkamenn við Reykjanesvirkjun önnum kafnir við störf. Snemma á síðasta ári var tilkynnt um að virkjunin yrði stækkuð úr 100 megavöttum í 130 án þess að nýjar holur yrðu boraðar. Í staðinn yrði 200 gráðu heitur jarðhitavökvi sem fellur til við vinnslu fyrstu 100 megavattanna nýttur til raforkuframleiðslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.