Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 36
Fjórða sería gamandramans Venjulegt fólk er öll komin í Sjónvarp Símans . Vinkonurn- ar Vala Kristín og Júlíana Sara eru sem fyrr í forgrunni og leiða Fréttablaðið að tjalda- baki við gerð þáttanna sem Júlíana segir hafa reynst alger lottóvinningur fyrir þær. toti@frettabladid.is Fjórða þáttaröð Venjulegs fólks er komin í Sjónvarp Símans og þar segir af áframhaldandi hremm- ingum og hversdagslegum ævin- týrum vinkvennanna Völu og Júlí- önu sem bera nöfn leikkvennanna sem skópu þær. „Það er bíó, bókstaf lega, að fylgjast með vinkonunum en þær eru alltaf að reyna að finna sig og aðlagast nýjum aðstæðum,“ segir Júlíana. „Þegar við byrjuðum að skrifa fyrstu þáttaröð af Venjulegu fólki óraði okkur ekki fyrir því að við myndum fara í fimm seríur,“ heldur hún áfram en þær eru þegar byrjaðar að skrifa fimmtu seríuna með sínu fólki. „Þetta er algjör draumur og ég tala nú ekki um að vinna með svona frá- bæru fólki en þetta hafa alltaf verið við Vala Kristín, Fannar Sveins og Dóri DNA í handritaskrifunum en við fengum annan frábæran hand- ritshöfund með okkur í lið í fjórðu seríu, hana Karen Björgu. Lottóvinningur Völu og Júlíönu Vala, Júlíana, Fannar leik­ stjóri, Ásgrímur og Pétur Jóhann leggja línurnar fyrir næstu senu. Vala og Júlíana á leið á Edduna þar sem eitthvað mun sennilega ganga á. MYNDIR/ÓLAFUR HANNESSON Þorsteinn Bachmann og Berglind Alda sem leikstjóri og leikkona bíða úr­ slita á Eddunni. Vala, leikstjórinn Fannar Sveinsson, Magnea, Harpa Finns og Siggi fylgjast með tökunum. Oddur Júlíusson kemur nýr inn sem Þyr, ævintýralegur nýr nágranni Júlíönu og Tomma. Pétur Jóhann bættist í hópinn í þriðju seríu sem Eiríkur, bróðir Tomma, og fer hvergi. Vala og Júlíana Gríndramaþættirnir Venju­ legt fólk fjalla um Völu og Júlíönu sem hafa verið vin­ konur síðan í menntó. Í fjórðu þáttaröðinni er eilífðarungl­ ingurinn Vala skyndilega komin með ungbarn upp á arminn og hring um fingur á meðan Júlíana þarf að að­ lagast nýjum veruleika með Tomma eftir gjaldþrot. Venjulegt fólk fæst sem fyrr við ósköp venjulega hluti í daglegu lífi þannig að áhorfendum ætti að reynast auðvelt að finna samhljóm með persónunum í hinum ýmsu hremmingum þeirra. Vinsældir þáttanna hafa verið slíkar í Sjónvarpi Símans að þegar er byrjað að skrifa fimmtu seríu auk þess sem áform eru uppi um að gera sérstaka jólaþætti af Venju­ legu fólki eins og tíðkast víða erlendis. Kunnugleg og ný and­ lit koma við sögu í nýju seríunni en sem fyrr eru Vala Kristín Eiríksdóttir, Júlíana Sara Gunnarsdóttir, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst Backman í aðalhlut­ verkunum. Venjulegt líf er lotterí Það er náttúrlega algjör lottóvinn- ingur að skrifa efni sem hefur fengið svona mikinn meðbyr en ég held að ástæðan sé meðal annars sú að það er alltaf þakklátt að fá aðeins meira grín í skammdegið og lægðirnar á þessu landi.“ Júlíana bætir síðan við að ekki spilli fyrir að fólk eigi að geta tengt við sögupersónurnar þar sem serí- urnar fjalli um venjulegt fólk og uppákomur sem það lendir í. „Og áhorfendur vilja greinilega sjá meira af ævintýrum þess,“ segir Júlíana spennt fyrir framhaldinu. n ingunnlara@frettabladid.is Þeir Danir með Íslandstengingar sem Fréttablaðið ræddi við segja íslenska vini sína ekki hafa áreitt sig sérstaklega eftir tapleik Dana gegn Frökkum. Þau skilji þó ástríðuna í handboltaunnendum. Fjölmiðlafulltrúi danska hand- boltasambandsins greindi frá því í gær að leikmenn danska lands- liðsins hefðu fengið mörg ógeðfelld skilaboð frá Íslandi eftir leikinn gegn Frökkum á miðvikudag og ljóst varð að Ísland myndi ekki komast í und- anúrslit Evrópumótsins. Reiði Íslendinga vegna taps Dana gegn Frökkum hefur vakið athygli dönsku pressunnar og telja sumir handboltasérfræðingar að íslenskir netverjar hafi gengið skrefinu of langt í viðbrögðum sínum. Muhammed Emin Kizilkaya er frá bænum Slagelse á Sjálandi í Danmörku og flutti til Íslands fyrir nokkrum árum og starfar í Lauga- lækjarskóla. Hann viðurkennir aðspurður að hann hafi ekki horft á leikinn. Hann var að mála vegg heima hjá sér. „Ég er ekki mikill handboltamaður,“ segir Muhammed og hlær. Hann tekur fram að leikur- inn hafi þó ekki farið algjörlega fram hjá sér. „Vinir mínir og samstarfsmenn voru að grínast í mér með leikinn.“ Hann segist ekki taka ástríðufull við- brögð Íslendinga inn á sig. Enginn hafi áreitt hann fyrir að vera Dani. „Íslendingar eru nú bara að grínast en Danir eru reiðir eftir leikinn.“ Katrine Gregersen Vedel er nýflutt til Kaupmannahafnar eftir að hafa búið í nokkur ár á Íslandi. Líkt og Muhammed fylgdist Katrine ekki með leiknum. „Ég vissi ekki einu sinni af leikn- um,“ viðurkennir Katrine. „Það var ekki fyrr en ég sá færslur frá íslensku vinum mínum að Danir ættu að hysja upp um sig buxurnar að ég fattaði að eitthvað mikilvægt væri í gangi,“ segir hún og hlær. Katrine segir athugasemdir Íslendinga á samfélagsmiðlum vera fullkomlega eðlilegar og sýna að Íslendingar séu ástríðufullir aðdá- endur handbolta. „Ég sá á þræði á Reddit þar sem Danir voru að deyja úr hlátri yfir bröndurum Íslendinga og þeir eru margir sammála um að Danir hefðu í seinni hálf leik átt að gefa betur í.“ Aðspurð segir hún engan hafa áreitt sig fyrir þjóðernið. „Ef það myndi gerast myndi ég bara hlæja því ég horfi aldrei á íþróttir.“ n Danir ekkert sérstaklega sárir Muhammed Emin Kizilkaya Katrine Greger­ sen Vedel toti@frettabladid.is Costco í Kauptúni er ein helsta upp- spretta loftsteikingarpottafarald- ursins sem virðist hvergi nærri í rénun og þaðan hefur gufustrókur- inn legið um skeið nokkuð þéttur yfir Facebook-hópnum Costco- Gleði sem telur rúmlega 53.000 meðlimi. Engilbert Arnar, stofnandi hóps- ins og ókrýndur Costco-konungur Íslands, hefur brugðist við Air Fryer- æðinu í hópnum með stofnun sér- staks hóps, Air Fryer Tips, og er býsna ánægður með fyrstu við- brögð. „Air Fryer Tips Facebook-grúppan var sett upp vegna fjölmargra fyrir- spurna frá fólki úr Costco-Gleði hópnum og það má með sanni segja að þessu hafi verið vel tekið því að á aðeins einni viku eru yfir 2.700 manns komnir í Air Fryer Tips deili samfélagið,“ segir Engilbert. „Og þetta stækkar daglega enda áhuginn á Air Fryer og uppskriftum mikill.“ Engilbert segir fyrirspurnirnar í Costco-hópi gleðinnar helst koma frá fólki sem hefur þegar keypt sér loftsteikingarpott. „Þau virðast vera forvitin um hvað aðrir eru að gera og hvað almennt er hægt að gera með Air Fryer-græjunni,“ segir Engilbert um hugmyndina að baki nýja hópnum. „Þarna er fólk duglegt að hjálpa og deila hvert með öðru ráðum, uppskriftum, tilraunum og öllu þessu skemmtilega sem hægt er að gera í Air Fryer.“ Smá eftirréttur í Air Fry-ernum Uppskriftir að alls konar réttum eru áberandi í hópnum og þá ekki síst eftirréttir eins og þessi sem hún Heiða deilir með áhugasömum félögum í loftsuðusamfélaginu: Mánudagsgott fyrir tvo 1 grænt epli 2 msk. brætt smjör 1 tsk. kanill 1 tsk. púðursykur 4-5 msk. súkkulaðimúslí 1 msk. hvítir súkkulaðidropar. Hitað í pottinum við 175 gráður í 8 mínútur og svo smá þeyttur rjómi. „Þetta er passlegt fyrir tvo á mánu- dagskvöldi.“ n Gufusmitandi Costco-gleði Engilbert Arnar, stofnandi hópsins Air Fryer Tips Gleðistraumurinn liggur í nýja Air­ Fryer­hópinn hans Engilberts. 20 Lífið 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 28. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.