Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 9
Og nú er það sem sagt mannanna skylda að taka til eftir mennina. Um það snýst þessi öld. Guðmundur Steingrímsson n Í dag Ég verð að játa að þegar ég heyrði fyrst út undan mér að Vladimír Pútín væri að spá í að ráðast inn í Úkraínu var mín fyrsta hugsun þessi: Í alvöru? Hversu fáránlega gamaldags er hægt að vera? Ég velti fyrir mér hvaða manneskja með réttu ráði gæti raunverulega fundið sig í því, eins og veröldin er orðin, að skipuleggja klunnalega innrás með tilheyrandi vitleysis- gangi. Skröltandi skriðdrekar? Karlar í felubúningum með hjálma? Er þetta grín? Frá mínum bæjardyrum séð er augljóst að mannkynið hefur öðrum hnöppum að hneppa. Enginn ætti að hafa nokkra þolinmæði í að spá í það hvort Rússum finnist staða sín verri eða betri í alþjóðapólitísku samhengi eða hvort Pútín vilji aukin áhrif meðal nágrannaríkja, eða hvort honum finnist sér ógnað af Nató. Að þjóðarleiðtogi íhugi innrás í annað ríki vekur áleitnar grun- semdir um að sá hinn sami þurfi að horfa meira á fréttir. Valda- brölt, minnimáttarkennd og eftirsókn eftir áhrifasvæðum eru ekki lengur gjaldgengar stærðir í alþjóðasamskiptum. Mannkyn er að fást við vírus. Og mannkyn ætti líka að vera upptekið við það að reyna að bjarga almennum lífs- skilyrðum fólks á jörðu og grund- velli lífríkisins. Skriðdrekabrölt, með öðrum orðum, er alls ekki málið. Fyrir utan að vera almennt hræðilegur og viðbjóðslegur er stríðsrekstur á svo margan hátt átakanleg tímaskekkja. Umræða um eitraða karl- mennsku í kjölfar metoo-bylt- ingarinnar á visst erindi í þetta samhengi. Hér íhugar karl innrás. Hér safnar karl saman körlum með vélar og vopn og íhugar að nota þann mátt til of beldisverka frammi fyrir alþjóðasamfélaginu, skammlaust. Innrás er markviss yfirgangur. Hún byggir á kald- rifjuðu mati um að vald yfirbugi annað vald. Í ljósi umræðunnar um nauðsyn nýrra viðmiða í sam- skiptum fólks og uppreisnarinnar gegn valdbeitingu karla hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvaða fordæmi innrás veitir. Væri hún ekki í öllu falli bakslag, svo vægt sé til orða tekið? Væri hún ekki skilaboð til umheimsins um að enn skuli neyta aflsmunar í þágu eigin markmiða? Að of beldi væri ennþá svar? Ég þykist vita að einhverjum finnist svona tal bera vitni um óraunsæi, barnaskap jafnvel, og litla fræðilega kunnáttu þegar kemur að almennum skilningi á hagsmunaátökum alþjóða- stjórnmála, á því hvernig þræðir liggja og hvernig spenna hefur stigmagnast vegna margra sam- tengdra þátta í f lóknu samspili. Að nú sé svo komið að Rússar vilji láta að sér kveða og að nú sé svo komið að Natóríkin þurfi að tefla fram afli á móti. Að nú sé svo komið að sjóða þurfi upp úr. Og svo framvegis. Að nú þurfi að semja. Eða berjast. Þetta er ekkert nýtt, er manni kannski uppálagt að hugsa. Svona er þetta bara. En gott og vel. Á hinn bóginn, gagnvart slíku tali, finnst mér áríðandi að því sjónar- miði sé hampað, og það eflt og nært, að innrásarhugleiðingar Vladimírs Pútíns eru einmitt kristaltært dæmi um það að helstu vandamál mannkynsins og ógnirnar sem að því steðja eru búnar til af mönnunum sjálfum. Á þessum tímapunkti í veraldar- sögunni — og því dæsir maður einstaklega djúpt út af Pútín — er svo óendanlega mikilvægt að alþjóðakerfið, leiðtogar þess og helstu gerendur á alþjóðasviðinu sýni að eitthvað hafi lærst — að hinn djúpi skítur samtímans þarfnist ekki átaka og stríðs- reksturs, heldur hugkvæmni, auð- mýktar og samtakamáttar. Sagt er að vírusinn hafi mögulega orðið til á tilrauna- stofu. Í öllu falli hefur vaxandi ágangur mannsins að lífríkinu aukið hættur á heimsfaröldrum. Viðureignin undanfarið er því ekki síst táknræn og dæmigerð. Hún er lærdómsríkur upptaktur að því sem koma skal í auknum mæli. Tuttugasta og fyrsta öldin mun fyrst og fremst einkennast af viðureign mannkynsins við sig sjálft — eigin uppfinningar, breyskleika, skammsýni, dramb, ósamkomulag og vanmátt — en ekki til dæmis við utanað- komandi hættur eins geimverur, geisla, önnur dýr eða yfirskilvit- lega myrkrahöfðingja. Veraldar- sagan er blóði drifinn vitnisburð- ur um endalausar fórnir sem fólk hefur þurft að færa misvitrum leiðtogum í styrjaldarhugleiðing- um síendurtekið. Tölvuvírusar sem geta splundrað innviðum og skapað hungursneyðir og vosbúð heilu þjóðfélaganna eru líka mannanna smíð. Gróðurhúsa- lofttegundir sem valda hlýnun jarðar og tilheyrandi skógar- eldum, hækkandi sjávarmáli, þurrkum, uppskerubrestum, f lóðum og stormum, spúast út í andrúmsloftið vegna mannanna verka. Og nú er það sem sagt mann- anna skylda að taka til eftir mennina. Um það snýst þessi öld. Það verk gengur vissulega brösuglega og kallar á að leiðtogar veraldarinnar finni í sínu brjósti þá mögnuðustu samhygðar- og ábyrgðartilfinningu sem þeim er mögulega kleift að finna, því nú þarf virkilega að taka á því í þágu heildarinnar. Nú þarf að taka réttar ákvarðanir, en ekki vera hefðbundinn valdagikkur og skaðræðispési sem gerir innrás í Úkraínu. Veröldin þarf ekki svo- leiðis rugl. n Stríð? Vilt þú starfa í forystu VR? Samkvæmt 20. gr. laga VR auglýsir kjörstjórn félagsins eftir einstaklingsframboðum í stjórn félagsins og listaframboðum í trúnaðarráð. Framboðsfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 7. febrúar 2022. Um er að ræða annars vegar sjö sæti í stjórn og þrjú til vara. Skrifleg meðmæli 15 VR félaga þarf vegna einstaklingsframboðs til stjórnar og varastjórnar. Hins vegar er um að ræða listaframboð fyrir 41 sæti í trúnaðarráð. Til að listi vegna trúnaðarráðs sem borinn er fram gegn lista uppstillingarnefndar sé löglega fram borinn þarf skrifleg meðmæli 365 VR félaga sem og skriflegt samþykki frambjóðenda á listanum. Athugið að framboð til stjórnar ógildir framboð til trúnaðarráðs. Frambjóðendum er bent á www.vr.is, þar sem eyðublöð vegna framboða eru aðgengileg og ítar- legri upplýsingar birtar um framboð til stjórnar og trúnaðarráðs. Kjörstjórn VR veitir einnig frekari upplýsingar í síma 510 1700 eða með tölvupósti til kjorstjorn@vr.is. Framboðum og framboðslistum skal skilað til kjör stjórnar á skrifstofu VR, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍM I 510 1700 | WWW.VR.IS 28. janúar 2022 Kjörstjórn VR FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.