Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Hver er sérstaða Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í samstarf- inu? Hún blasir alls ekki við. Hér eru mikil tæki- færi í lofts- lagsmálum og sömu- leiðis fjár- festingum og upp- byggingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is Borgarstjórinn, Dagur B. Eggerts­ son, sagði á dögunum í sjónvarps­ fréttum um samstarf meirihlutans í borginni: „Þetta eru ólíkir flokkar en það er styrkur.“ Það sem finna má að þessum orðum borg­ arstjórans er helst það að borgarbúar verða alls ekki varir við að flokkarnir sem mynda meirihluta borgarstjórnar séu ólíkir. Sam­ starfið hefur gert þá svo keimlíka að engu er líkara en þeir hafi runnið saman í einn flokk. Viðreisn, Vinstri græn og Píratar eru orðnir eins og daufgerð útgáfa af Samfylkingunni. Um leið vaknar spurningin: Hvaða ástæða er til að kjósa þessa flokka þegar hægt er að fá ekta útgáfu með því að kjósa Dag B. Eggerts­ son og Samfylkinguna? Tilvistarlegt vandamál Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í borginni verður vitanlega ekki leyst á þessari síðu Fréttablaðsins, en fróðlegt verður að sjá hvernig þessum þrem­ ur f lokkum, sem eru orðnir karakterlausir og máttlausir, muni takast að minna á sig í komandi kosningabaráttu. Ekki verður auð­ veldlega séð hvernig þeir ætla að fara að því að skapa sér sérstöðu. En sjálfsagt munu rán­ dýrir ímyndafræðingar og almannatenglar verða ráðnir til starfa og draga sitthvað nýtilegt upp úr hattinum. Frambjóðendur f lokkanna munu því væntanlega reyna að stíga út úr litleysinu, rembast við að ljóma af karakter og þylja utan að loforðaflauminn um allt sem þeir ætli að vinna borgarbúum til hagsældar komist þeir aftur í Ráðhúsið. Kannski mun þeim takast að láta kjósendur taka eftir sér. Ekkert mun samt breyta því að hlutskipti þessara frambjóðenda verður að standa í skugganum af Degi B. Eggertssyni. Aftur skal vikið að orðum hins ágæta borgarstjóra (því ágætur er hann) um að það sé styrkur að ólíkir f lokkar vinni saman. Rétt er að taka undir að það hlýtur að teljast hollt í samstarfi f lokka að ólík sjónarmið komi fram og tekist sé á um mál. Ekki verður þess samt vart að svo sé raunin í samstarfi meirihluta borgarstjórnar. Þar virðast allir ævinlega hjartanlega sammála borgarstjór­ anum. Hver er sérstaða Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í samstarfinu? Hún blasir alls ekki við. Niðurstaðan gæti því orðið sú að þegar gengið verður til borgarstjórnarkosninga seinna á þessu ári muni stór hluti kjósenda á miðjunni og á vinstri væng stjórnmála spyrja sig þessarar eðlilegu spurningar: Er ekki bara best að kjósa Dag B. Eggertsson? n Ólíkir flokkar Reykjavík hefur alla burði til þess að vera fyr ir mynd­ ar borg í heiminum þegar kemur að grænum leið um. Reykjavík stefnir að kolefnishlutleysi 2040 en gæti jafnvel náð þessu markmiði tíu árum fyrr. Þetta er eitt mikilvægasta verkefni okkar borgarbúa fyrr og síðar. Grundvöllur þess er stórátak í samgöngum, borgarlínu, orkuskiptum og innleiðingu hringrásar­ hagkerfis. Við þurfum róttækar aðgerðir í loftslags­ málum. Bygging gas­ og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA í Álfsnesi er öflugasta aðgerð í loftslagsmálum í Reykjavík síðan hitaveiturnar voru reistar. Með henni verður mikill samdráttur í losun gróðurhúsaloftteg­ unda og um leið skapast tækifæri. Þrátt fyrir mistök og byrjunarörðugleika getur GAJA orðið miðpunktur í nýjum, íslenskum endurvinnsluiðnaði, sem þörf er á að rísi. Á næsta ári mun sérsöfnun á lífúrgangi hefjast, þá mun GAJA starfa á réttum forsendum, fá gott hrá­ efni og skila árangri í samræmi við það. Ég vil láta skilgreina grænt atvinnusvæði í Reykja­ vík, búa til hagræna hvata og skilyrði fyrir græna starfsemi til að laða að græn fyrirtæki sem skapa störf. Græn tækifæri með hvötum eins og lægra orkuverði og gjöldum fyrir þá aðila sem uppfylla skilyrði. Miðstöð fyrir öfluga endurvinnslustarfsemi. Uppbyggingu á íslenskum endurvinnsluiðnaði sem nýtir þá orku og efnislegu afurðir sem verða til við meðhöndlun á 120 þúsund tonna úrgangi frá höfuð­ borgarsvæðinu. Hagsmunir höfuðborgarsvæðisins séu hafðir að leiðarljósi um bestu og hagkvæmustu lausnirnar. Verkefnin sameinuð á ákjósanlegum stað. Hér eru mikil tækifæri í loftslagsmálum og sömu­ leiðis fjárfestingum og uppbyggingu. Byggja upp heildstætt endurvinnsluþorp þar sem GAJA gæti leikið meginhlutverk. Að ári taka ný lög við þar sem bannað verður að urða lífúrgang og samræmd söfnun hefst á endurvinnsluefnum. Þá skapast tæki­ færi til að byggja upp endurvinnsluþorp á einum stað í samvinnu við atvinnulífið. Mestu tækifæri 21. aldarinnar liggja nefnilega í ruslinu. Búum til eitt heilsteypt endurvinnsluþorp – stórt skref í að innleiða hringrásarhagkerfi á Íslandi. n Grænt atvinnusvæði Þorkell Heiðarsson náttúrufræðingur og frambjóðandi í 5. sætið í forvali xS í Reykjavík N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið arnartomas@frettabladid.is Rauð-hvíta martröðin Samfélagið er enn í lamasessi eftir handboltamartröðina í Ungverjalandi þar sem Dönum tókst enn eina ferðina að eyði­ leggja allt. Viðbrögð Íslendinga voru í stíl við dönsku fánalitina þar sem fólk varð ýmist rautt af bræði eða fölt af vonbrigðum. Tilfinningasúpan varð þvílík að upp úr sauð og flaut yfir á danska fréttamiðla. Megi þetta verða Dönum að ein­ hvers konar lexíu um mikilvægi einhvers. Þessi tilfinninga­ rússíbani kyndir auðvitað undir frændskap okkar við Svía sem myndu svala gegndar­ lausum hefndarþorsta Íslend­ inga með því að fara alla leið. Heja Sverige! Að öðrum kosti, ef Svíarnir klikka, rifjum við upp vinskapinn við Frakka sem koma blásaklausir undan þessu öllu saman. Að borga brúsann Ökuþórinn Ásmundur Frið­ riksson hefur gengist við sögum um að hann sé að íhuga fram­ boð í sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Færi svo að hann tæki við sem sveitarstjóri yrði hann þó að víkja af Alþingi og frá þeim aksturstengdu fríð­ indum sem þingsætinu fylgja. Íbúar yrðu því að treysta á kröftugt bæjarlíf á Hellu til að halda Ásmundi tjóðruðum og koma í veg fyrir óþarfa rúnt. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 28. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.