Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 10
Viktor Gísli, Bjarki Már, Ómar Ingi, Sig- valdi Björn og Ýmir Örn voru tilnefndir í stjörnulið Evrópu- mótsins í gær. KSÍ hefur unnið frá- bært starf í greiningar- vinnu sinni og það er núna okkar að byggja ofan á það. Grétar Rafn Steinsson 10 Íþróttir 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 28. janúar 2022 FÖSTUDAGUR kristinnpall@frettabladid.is HANDBOLTI Þó að Strákarnir okkar séu ekki að leika til undanúrslita í dag er gulrót í boði fyrir íslenska liðið gegn Noregi í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu 2022. Sigurvegari leiksins fær þátttöku- rétt í lokakeppni HM á næsta ári og sleppur því við umspil. Sigur myndi um leið þýða að íslenska liðið hefði jafnað þriðja besta árangur karla- landsliðsins á EM frá upphafi. Andstæðingar vorir, Norðmenn, njóta góðs af því að hafa fengið einum sólarhring meira af hvíldar- tíma eftir tap Norðmanna gegn Svíum á þriðjudaginn. Þeir eru líkt og Íslendingar ekki með fullskipað lið eftir að tveir leikmenn liðsins, Torbjørn Bergerud og Magnus Gulleruds, greindust með Covid-19 í vikunni. ■ Sæti á HM undir gegn Noregi í dag Óvíst er um framhald Guðmundar sem er með samning út þetta mót. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Afgreiðslutímar á www.kronan.is TAKK Fyrir að vera ánægðustu viðskiptavinirnir, 5. árið í röð! Fyrrverandi landsliðsmaður- inn Grétar Rafn Steinsson var á dögunum ráðinn sem tæknilegur ráðgjafi hjá KSÍ til sex mánaða. Í tilkynningunni kom fram að Grétari væri ætlað að stórbæta greiningar- vinnu eftir að hafa unnið um árabil á Englandi, síðast fyrir Everton. kristinnpall@frettabladid.is FÓTBOLTI „Þetta er mjög svipað starf og ég hef verið að vinna erlendis. Það hefur verið mismunandi hver byrjunarreiturinn er. Hjá Fleet- wood var ég að byrja á einhverju sem var varla til staðar en hjá Everton var ég fenginn til að halda starfinu áfram,“ segir Grétar Rafn, aðspurður hvort til sé starfsheiti yfir verkefni hans hjá KSÍ og hvort þetta sé líkt því sem hann hafi verið að fást við undanfarin ár. „Fótboltinn hefur breyst gífurlega hratt síðustu tíu til fimmtán ár og er í stöðugri þróun. Andstæðingarnir eru sífellt að taka framförum og þá þarf að vera hægt að bregðast við. Þar er mitt hlutverk og er ekkert ósvipað því sem ég hef verið að gera undanfarin ár.“ Grétar lék á sínum tíma 46 lands- leiki og var atvinnumaður í níu ár. Undanfarin ár hefur hann unnið fyrir Fleetwood og Everton en er nú aftur kominn til Íslands. Hann var yfirmaður knattspyrnumála hjá Fleetwood og fenginn til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton sem yfirnjósnari félagsins. Sá starfstitill breyttist síðar og varð Grétar yfir- maður leikmanna- og þróunarmála áður en leiðir skildi rétt fyrir ára- mót. „KSÍ hefur unnið frábært starf í greiningarvinnu sinni og það er núna okkar að byggja ofan á það. Það getur verið erfitt að breyta til, en ég vonast til að þetta starf geti fært okkur skref fram á við til fram- tíðar. Út frá þeim samræðum sem ég hef átt innan KSÍ og við aðildar- félögin, þá skynja ég mikinn áhuga á því að taka þetta skref. Um leið er ég ofboðslega stoltur, rétt eins og Jóhannes og Arnar, af að fá tækifæri að vinna fyrir Ísland. Þetta er stórt skref í alþjóðlegum fótbolta því þessu starfi fylgir mikil ábyrgð.“ Grétar verður í miklu samstarfi við félagslið á Íslandi, að aðstoða þau við stefnumörkun. „Öll félög geta búið til stefnu, og öll félög þurfa að hafa stefnu. Þar sé ég möguleika, með öf lugri stefnu koma afrekin, sama hvar félagið er staðsett eða hversu stórt það er. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera, ef við vinnum saman. Það eru mögu- leikar á að ef la fræðslu og kynn- ingu í gegnum þetta, möguleiki á að koma þessu inn í menntakerfið, við erum að taka stór skref fram á við.“ Meðal þess sem Grétar kynnti á blaðamannafundi í gær var notkun forrita sem eiga að auka aðgengi að gögnum og tölfræði um íslenska knattspyrnu. Aðspurður segir Grét- ar að það sé ekki bara á færi stærstu félaganna að nota slíkan búnað. „Þetta þarf ekki að vera fyrir stærstu liðin því að okkar vinna er fyrir félögin úti um allt land. Ef allir eru tilbúnir að taka þátt í því að ef la yngstu iðkendur okkar, þá hagnast félögin á öflugra starfi.“ Í starfi hans hjá Everton gat hann fylgst með því hvernig kvenna- knattspyrna tók mörg skref á stuttum tíma. „Vinnan sem okkur tókst að vinna hjá Everton á stuttum tíma var ótrúleg. Það sem er að gerast í kvennaknattspyrnu í heiminum er gríðarlega spennandi, framförin er gríðarleg, umgjörðin að stækka og við erum framarlega á heims- vísu, en það er hægt að koma þessu ennþá lengra. Ég hef fylgst vel með kvenna- knattspyrnunni á Íslandi undan- farin ár og það er ótrúlegt starf unnið. Við erum með frábæran efnivið til staðar, rétt eins og hjá strákunum,“ segir Grétar sem er stoltur af starfi sínu hjá Everton þrátt fyrir ólgu á bak við tjöldin á síðustu mánuðum hans í starfi. „Ég er mjög stoltur. Þetta var frábært tækifæri til að taka næsta skref á ferlinum. Eins og í viðskipta- heiminum er fótboltaheimurinn grimmur og þú þarft að vera vak- andi alla daga. Ég lít stoltur til baka og lærði heilmikið þar, rétt eins og ég mun læra mikið í þessu starfi til framtíðar,“ segir Grétar, aðspurður út í tíma sinn hjá Everton. ■ Færum greiningarvinnu á næsta þrep Grétar var ráðinn sem yfirnjósnari Everton og varð síðar yfirmaður leikmanna- og þróunarmála. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.