Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 12
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . 1813 Skáldsagan Hroki og hleypidómar, eða Pride and Prejudice, eftir Jane Austen er gefin út í Bretlandi. 1825 Hið Konunglega nor­ ræna fornfræðafélag er stofnað í Kaup­ mannahöfn. 1855 Fyrsta járn­ brautarlestin fer frá Atlantshafi til Kyrrahafs á Panama­ járnbrautinni. 1887 Í Montana­fylki í Bandaríkjunum falla til jarðar stærstu snjókorn sem sést hafa á jörðinni, 38 cm breið og 20 cm þykk. 1907 Sláturfélag Suðurlands, SS, er stofnað sem sam­ vinnufélag bænda. Það hét fyrst Sláturfélag Árnesinga og Rangæinga. 1912 Tólf íþróttafélög stofna Íþróttasamband Íslands, „bandalag íslenskra íþrótta­ og fimleikafélaga“, í Bárubúð. 1935 Ísland verður fyrsta land í heimi til að lögleiða fóstureyðingar. 1981 Bandaríski leikarinn Elijah Wood fæðist. 2008 Jafnréttindafélag Íslands er stofnað. 2013 EFTA-dómstóllinn fellir úrskurð sinn í máli ESA gegn Íslandi og sýknar Ísland af öllum liðum ákærunnar og hafnar öllum kröfum sem gerðar eru á hendur landinu. Merkisatburðir Sjötíu og þremur sekúndum eftir geimskot Challenger­ geimskutlunnar frá Merritt­eyju í Flórída, klukkan 16.39 að íslenskum tíma, þann 28. janúar árið 1986, urðu kaflaskil í geimferðasögu mannkyns. Sjö geimfarar létust þegar Chal­ lenger­skutlan tættist í sundur í 29 kílómetra hæð. Á bilinu 17 til 20 prósent Bandaríkjamanna sáu Challenger­ slysið í beinni útsendingu. Mikill áhugi var fyrir geimskotinu, enda hafði kennarinn Christa McAuliffe unnið hug og hjörtu bandarísku þjóðarinnar í aðdraganda geimskotsins. McAu­ liffe átti að verða fyrsti almenni borgarinn til að fara út í geim. Sérstök rannsóknarnefnd var sett á laggirnar til að rýna í ástæður slyssins. Hún var kennd við formanninn, William Rogers. Á meðal nefndarmanna voru geimfarinn Sally Ride, fyrsta bandaríska konan sem fór út í geim, og eðlis­ fræðingurinn goðsagnakenndi Richard Feynman. Eins og honum var tamt átti Feynman eftir að setja mark sitt á störf og niðurstöðu nefndarinnar. Meginniðurstaða Feynmans var að svokallaðir O­hringir, sem eru plasthringir notaðir til þéttingar, hafi laskast í þeim óvenjulega lofthita sem var á Flórídaskaga dagana fyrir geimskotið. Þannig hafi mikill kuldi orðið til þess að hringirnir glötuðu þéttleika sínum og hafi á endanum gefið sig þegar heitt gas seytlaði út úr eldflauginni. Þetta var ástæðan fyrir því að Challenger sprakk. Í lokaskýrslu Roger­nefndarinnar er sérstakur kafli þar sem Feynman fer hörðum orðum um öryggisferla og athug­ anir starfsmanna NASA en harmleikurinn hafði víðtæk áhrif á störf NASA. Öllum geimskotum var frestað í nær þrjú ár meðan ástæður og tildrög Challenger­slyssins voru rannsök­ uð. Í dag er slysið oft á tíðum notað sem skólabókardæmi um hvernig haga skuli öryggismálum og athugunum. n Þetta gerðist: 28. janúar 1986 Challenger-skutlan ferst yfir Flórídaskaga FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Grétar Felix Felixson Baugakór 1, Kópavogi, lést þriðjudaginn 25. janúar síðastliðinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðlaug Þórs Ingvadóttir Valgeir Júlíus Grétarsson Sigrún Jóhannesdóttir Guðmundur F. Grétarsson Sylwia Gretarss. Nowakowska Ingi Örn Grétarsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Rafn Valgarðsson lést á dvalarheimilinu Klausturhólum mánudaginn 24. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Halldóra Sigurrós Árnadóttir Anna Rafnsdóttir Kjartan Sigurjónsson Björn Ingi Rafnsson Sunna Ólafsdóttir Sigrún Rafnsdóttir Friðgeir Bjarni Skarphéðinsson Jón Rafnsson Hafdís Erla Bjarnadóttir Eyjólfur Árni Rafnsson Egilína S. Guðgeirsdóttir afabörn og langafabörn. Forstjóri Persónuverndar ítrekar mikilvægi þess að varkárni sé sýnd í meðferð persónuupp- lýsinga á tækniöld. arnartomas@frettabladid.is Alþjóðlegi persónuverndardagurinn er haldinn í 16. skipti í dag en á þeim degi standa persónuverndarstofnanir víða um heiminn fyrir kynningu á málefni persónuupplýsinga. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ýmislegt hafa áunnist í málaflokknum á undan- förnum árum. „Persónuverndarlögin sem voru kynnt til sögunnar árið 2018 ollu ákveðnum straumhvörfum enda tóku þau á ýmsu sem þurfti að taka á um lög- gjöfina sem varðar meðal annars stærstu þátttakendur í vinnslu persónuupplýs- inga á heimsvísu,“ segir Helga og nefnir sem dæmi starfsumhverfi bandarískra stórfyrirtækja þar sem engin persónu- verndarlög gilda. „Stóri útgangspunkt- urinn með löggjöfinni var að það á enginn að fara af stað með vinnslu per- sónuupplýsinga, hvar sem er í Evrópu, nema það sé skýrt hvað sé verið að vinna með og hvort heimild liggi fyrir.“ Helga segir þetta eiga við um öll stjórnvöld, sveitarfélög, fyrirtæki, alla hagsmunaaðila og alla þá sem ætli sér að vinna með persónuupplýsingar. „Þetta skiptir rosalega miklu máli í ljósi þess að það er unnið með persónuupplýsingar í öllum geirum samfélagsins.“ Sandkassinn Í tilefni af deginum ákvað Persónuvernd, í samstarfi við Embætti landlæknis og Stafrænt Ísland, að kynna fyrirhugaðan svokallaðan sandkassa fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að þróa lausnir byggðar á gervigreind til að nota í heilbrigðisþjón- ustu. Verkefninu er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að hanna lausnir með per- sónuverndarsjónarmið að leiðarljósi og munu Persónuvernd og samstarfsaðilar hennar vera í þéttu samtali við þá aðila sem verða valdir til þátttöku í kjölfar umsóknarferlis. Skuggahliðar Google og TikTok Eitt af hlutverkum Persónuverndar er að vekja til vitundar um hvaða reglur gildi á hvaða sviði og segir Helga að þau hafi forgangsraðað áherslu á hvernig eigi að vinnla persónuupplýsingar í heilbrigðis- geiranum og menntakerfinu. „Persónuvernd barna á að njóta verndar umfram allt annað,“ segir hún og bendir á mikilvægi þess í samhengi við tækni frá löndum þar sem persónu- verndarlög eru önnur. „Mörg tæki og tól eru upprunnin í löndum þar sem engrar eða nær engrar persónuverndar gætir. Í Bandaríkjunum hefur til dæmis við- gengist að umgangast upplýsingar eins og geðheilbrigðissögu og áfengisnotkun sem viðskiptaupplýsingar.“ Þá nefnir Helga einnig að vinsæli samfélagsmiðillinn TikTok komi frá Kína þar sem persónuvernd er lítil sem engin. „Nýlega voru að koma lög á fyrir- tæki í Kína sem segja að fyrirtæki þurfi að hlíta persónuverndarlögum, en hið opinbera á fyrirtækin og veit þannig allt um borgarana.“ Helga segir að Íslendingar ættu sér- staklega að láta sig málefnið varða þar sem samfélagsmiðla- og netnotkun hér- lendis sé á heimsvísu. „Það er margt gott í þessu, en það eru líka skuggahliðar.“ Varkárni á tækniöld Sumar persónuupplýsingar eru f lokk- aðar sem viðkvæmar, en Helga segir að þótt sumir búi ekki yfir viðkvæmum persónuupplýsingum geti upplýsing- arnar samt verið viðkvæms eðlis. „Sem dæmi má nefna upplýsingar um fjárhag eða hvort einhver hafi brotið gegn hegn- ingarlögum,“ segir hún. „Svo eru aðrar upplýsingar sem við búum yfir sem við viljum einfaldlega ekki að óviðkomandi komist yfir.“ Að lokum vill Helga benda á að per- sónuverndarlög séu í raun ekki að koma í veg fyrir eitt né neitt. „Það þarf bara að stilla sig af áður en farið er af stað, sama hvort um er að ræða stjórnvöld eða fyrir- tæki,“ segir hún. „Það getur skipt sköpum að leita álits hjá fagaðila áður en skaðinn er skeður. Vinnsla persónuupplýsinga á tækniöld er svo viðkvæm. Ef þú setur eitthvað á netið, þá er það þar til að vera, sem getur haft gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir einstaklinga.“ n Alþjóðlegur dagur persónuverndar Mörg tæki sem Íslendingar nota eru framleidd í löndum þar sem persónuverndarlög eru allt önnur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ef þú setur eitthvað á netið, þá er það þar til að vera, sem getur haft gríðarlega slæmar afleið- ingar fyrir einstaklinga. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónu­ verndar TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 28. janúar 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.