Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652. Síminn vinnur að uppbyggingu fimmtu kynslóðar farsímakerfa með búnaði frá Ericsson. MYNDIR/SÍMINN Það er mjög auðvelt að bæta lausnum við fyrirtækja- pakka líkt og Microsoft Teams eða Webex. Mannfólkið er oft veikasti hlekkurinn þegar kemur að hættum í tengslum við rafrænt öryggi. Allt sem þitt fyrirtæki þarf í einum öruggum pakka Einfaldar lausnir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og tryggja aukið netöryggi og uppitíma. Kynntu þér fyrirtækjapakka Símans á siminn.is/fyrirtaeki Öryggi Næstu kynslóðar eldveggur veitir aukið öryggi á netlagi umfram hefðbundinn eldvegg. Vöktun 24/7 Búnaður er vaktaður af kerfum Símans allan sólarhringinn. Tilkynnt er um allt óeðlilegt. Uppsetning Sérfræðingar veita ráðgjöf, setja upp búnaðinn og tryggja að allt virki. Yfirsýn Þú færð senda skýrslu um heilsu Fyrirtækjanetsins og skilaboð um umferð. Mannfólk veikasti hlekkurinn Þau eru sammála um að þegar kemur að hættum í tengslum við rafrænt öryggi sé mannfólkið oftast veikasti hlekkurinn. „Auð- veldasta leiðin fyrir óprúttna aðila er að plata okkur í gegnum tölvupósta og skilaboð og fá okkur til dæmis til að smella á hlekk sem opnar á óværu sem er hönnuð til að komast inn fyrir varnir fyrir- tækja,“ segir Hlynur. Aðrar þekktar leiðir eru í gegnum veikleika, óuppfærðan hugbúnað eða hrein- lega hugbúnað og tæki sem eru vit- laust uppsett. „Það sem var öruggt í gær þarf ekki að vera öruggt í dag. Þetta er endalaus eltingarleikur sem þarf að sinna af alvöru. Þess vegna er til dæmis mikilvægt að hafa yfirsýn yfir allan hugbúnað sem er í notkun á tölvum starfs- fólks og uppfæra hann reglulega því þessir óprúttnu aðilar eru fljótir að finna veikleika og nýta sér þá,“ segir María. Aðeins fyrsta skref Þau segja Fyrirtækjapakkann vera aðeins fyrsta skref af mörgum þegar kemur að netöryggi við- skiptavina Símans. „Varnir fyrir búnað notenda utan vinnustaðar og afritun gagna er til dæmis eitthvað sem þarf að hafa í huga. Fyrirtæki á Íslandi munu þurfa að setja aukna athygli á netöryggi því í verstu tilfellum getur það orðið svo að það kemst með illum leik aftur á lappirnar,“ segir María. Fréttum af netárásum á fyrirtæki á Íslandi mun fjölga ef ekkert er að gert, bætir Hlynur við. „Netárásir eru ekki einkamál kerfisstjóra og sérfræðinga í upplýsingatækni heldur alls starfsfólks. Ein mis- ráðin ákvörðun eða mistök gerð í f lýti geta haft keðjuverkandi áhrif sem gætu haft mjög alvarleg áhrif á vinnustaðinn,“ bætir Hlynur við. „Því þarf að bregðast við fyrr en seinna og koma þessum málum í betra horf hjá f lestum ef ekki öllum fyrirtækjum og stofnunum í landinu, uppfæra og vakta öll þessi kerfi og halda vörnum uppi allan sólarhringinn.“ n Nánar á siminn.is. undir stöðugri vöktun. Að auki þurfa fyrirtæki að gera ráð fyrir að það sé alltaf einhver leið fram hjá fyrstu vörnum. Vakta þarf alla netumferð á innra neti fyrirtækja og geta þannig gripið inn í þegar óværan er komin inn fyrir fyrstu varnir en oft líður töluverður tími frá því að glæpamenn komast inn í fyrirtækin áður en þeir láta loks til skarar skríða,“ segir Hlynur. Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi eru ekki undanskilin þess- ari hættu frekar en einstaklingar. „Öll erum við tengd við netið á einn eða annan hátt og þannig erum við öll gerð að skotmörkum,“ segir María. Hentug lausn Síminn býður fyrirtækjum upp á Fyrirtækjapakka með netöryggi og öll fjarskipti fyrirtækisins í einum pakka. Í því felst bæði mikið hag- ræði og öryggi fyrir viðskiptavini að þeirra sögn. „Hingað til hefur verið kostnaðarsamt og flókið að setja upp góðar rafrænar varnir og halda þeim við. Í raun hefur það aðeins verið á færi stærri fyrir- tækja að reka slíkar lausnir með réttum hætti,“ segir María. „Við sáum tækifæri í því að bjóða fyrir- tækjum hagkvæma lausn sem færir þeim hágæða öryggislausnir frá Fortinet sem er leiðandi fyrirtæki í netöryggi í heiminum í dag og byggja allar sínar lausnir á miðlægri stýringu með yfirsýn yfir allt sem er í gangi á innra neti fyrirtækja.“ Sérfræðingar Símans sjá svo um að reka og uppfæra búnaðinn ásamt því að vakta hann og upp- lýsa viðskiptavininn um leið og ástæða er til segir Hlynur. „Þann- ig er til dæmis hægt að sjá ef vél sýkist af óværu, útiloka hana frá öðrum vélum og bregðast hratt og örugglega við. Að auki er innifalið netsamband með ótakmörkuðu gagnamagni ásamt varaleið sem tryggir hámarks uppitíma ef eitt- hvað kemur upp á. Lausnin inni- felur næstu kynslóðar eldvegg og fyrsta flokks búnað fyrir þráðlaust net sem tryggir hámarks upplifun innan hvers vinnustaðar. Þannig getum við til dæmis brugðist við dreifðum álagsárásum og minnkað þann skaða sem þær annars gætu unnið á rekstri fyrirtækja.“ Hægt er að bæta við ýmsum aukaþjónustum enda þarfir fyrir- tækja misjafnar, að þeirra sögn. Sem dæmi er hægt að bæta við endalausri 5G-farsímaáskrift fyrir 3.000 krónur. Nýju áskriftirnar eru á föstu mánaðargjaldi sem eru á færi allra fyrirtækja. Stærri fyrirtæki geta fengið sérsniðnar lausnir, til dæmis þegar tengja þarf saman nokkur útibú og flækjustigið verður meira. Öll erum við tengd við netið á einn eða annan hátt og þannig erum við öll gerð að skotmörkum. María Blöndal  2 kynningarblað 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURR AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.