Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 4
Sjúkraflutningamenn sem starfa hjá ríkinu hafa fengið eingreiðslur vegna Covid- álags, kollegar þeirra hjá sveitarfélögunum vilja sam- bærilega umbun. Hætta er á atgervisflótta að óbreyttu að sögn formanns LSS. bth@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Álag af völdum daglegra verkefna sem tengjast Covid-faraldrinum hefur farið langt yfir mörk sjúkraf lutningamanna og er farið að gæta stress og þreytu í þeirra röðum, að sögn Magnúsar Smára Smárasonar, formanns LSS, Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Magnús Smári segir að frá upp- hafi faraldurs hafi sjúkraflutninga- menn hjá sveitarfélögunum, sem tekið hafi að sér verkefni tengd faraldrinum, ekki fengið greiddar neinar álagsgreiðslur eða þeim verið umbunað sérstaklega fyrir þátttöku í baráttu gegn veirunni. Annað sé uppi á teningnum hjá sjúkraflutn- ingamönnum sem starfi hjá ríkinu sem og öðrum heilbrigðisstarfs- mönnum hjá ríkinu. Sjúkraflutn- ingamenn verði að upplifa að mikil- vægi þeirra sé metið að verðleikum með því að ríkið veiti sveitarfélög- unum fjármagn til að umbuna sjúkraf lutningamönnum sveitar- félaganna með sambærilegum álagsgreiðslum og ríkisstarfsmenn hafi fengið hingað til. Að óbreyttu sé hætta á atgervisflótta úr stéttinni. „Hæf ir sjúkraf lutningamenn liggja ekki á lausu, þetta er mjög sér- hæft starf, við störfum utan spítal- anna og oft með takmarkað aðgengi að læknum,“ segir Magnús Smári. Hann segir að krafa um bráðaað- hlynningu sé rík og þess vegna sé þekking og reynsla sjúkraflutninga- manna mjög dýrmæt. „Við höfum séð hjá öðrum hópum heilbrigðis- starfsfólks sem vinnur við langvar- andi álag að starfsmannavelta getur aukist hratt.“ Magnús Smári segir að heil- brigðisþjónustan sé ein keðja. Til að keðjan virki þurfi hver hlekkur að vera sterkur. Sjúkraliðar og bráða- tæknar séu oft fyrstir á vettvang og sinni ómissandi verkefnum fyrir kerfið. „Það er mikilvægt að jafna þetta misrétti.“ Á fimmta hundrað sjúkraflutn- ingamanna starfa á landinu, um 360 hjá sveitarfélögum en um 50 eru í fullu starfi hjá ríkinu og hefur sá hópur fengið álagsgreiðslur. Dæmi um síðarnefnda hópinn eru sjúkraflutningamenn heilbrigðis- stofnana. n Af hverju ættum við ekki að kaupa trygg- ingar í félagi í stað þess að gera það hvert í sínu lagi? Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna Um 360 sjúkraflutn- ingamenn starfa hjá sveitarfélögum en um 50 hjá ríkinu. Það er mikilvægt að jafna þetta misrétti. Magnús Smári Smárason, for­ maður LSS Fyrirtæki eru betur tengd með Vodafone Matvælaframleiðsla framtíðar þarf öfluga tengingu VAXA TECHNOLOGIES ER HJÁ VODAFONE því við erum leiðandi í þróun IoT lausna á Íslandi. Kynntu þér hvað við getum gert fyrir þitt fyrirtæki á vodafone.is. Sjúkraflutningamönnum mismunað því aðeins ríkisstarfsmenn fengu álag Sjúkraflutninga­ menn eru jafnan fyrstir heil­ brigðisstarfs­ manna á vett­ vang slysa og skiptir reynsla þeirra í bráða­ aðhlynningu miklu máli að sögn formanns þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM ser@frettabladid.is NEYTENDUR Bifreiðatryggingar á Íslandi eru að jafnaði þrefalt dýr- ari en á hinum Norðurlöndunum og segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, að stórvægi- legra breytinga sé þörf á þessum markaði. Ef tekið er mið af hefðbundinni bifreið í fólksbílaf lokki á Íslandi kosta tryggingarnar um 150 þúsund á ári, en verð á sams konar trygg- ingu í Svíþjóð er rétt ríflega 40 þús- und krónur. Breki segir meginmuninn á bifreiðatryggingum á Íslandi og hinum Norðurlöndunum felast í skaðabótalögunum, en hér á landi séu bætur vegna bifreiða- slysa greiddar út frá 0 til 100 pró- senta örorku, en frá 15 til 100 pró- senta á hinum Norðurlöndunum, af ástæðu sem rekja má til þess að þar er minni en 15 prósenta örorka ekki talin hafa áhrif á framtíðar- tekjuöf lun. Aftur á móti séu um 70 prósent af bótagreiðslum hér á landi greidd út vegna örorku undir 15 prósentum. Þessu þarf að breyta að sögn Breka, en Neytendasamtökin vinna að skýrslu um tryggingamarkaðinn á Íslandi. Svo megi skoða norrænu leiðina í þessum efnum, stærsta tryggingafélag Dana, Gensidege, sé í meirihlutaeigu tryggingataka og víðast hvar á Norðurlöndunum bjóði alþýðusamböndin út trygg- ingar fyrir sína félagsmenn sem ýti verðinu hressilega niður. „Af hverju ættum við ekki að kaupa tryggingar í félagi í stað þess að gera það hvert í sínu lagi?“ spyr Breki. n Mun dýrara að tryggja hér en í nágrannalöndum Þverun Þorskafjarðar stendur fyrir dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ser@frettabladid.is SAMGÖNGUR Mestu vegabætur í sögu samgangna á Vestfjarðakjálk- anum eru fram undan á næstu tveimur árum en þá verður allur hringvegurinn um hann bundinn slitlagi. Fjölþættar vegaframkvæmdir á sunnanverðum Vestfjörðum eru nú ýmist hafnar eða í sjónmáli, en þar ber einna hæst þverun Þorskafjarð- ar yfir að Skálanesi með nýjum vegi um Teigsskóg, en samkvæmt upp- lýsingum frá Vegagerðinni er stefnt að því að bjóða út framkvæmdir við hann á næstu dögum. Nýr vegur á þessum slóðum, ásamt vegabótum á Dynjandis- heiði og nýjum jarðgöngum undir Hrafnseyrarheiði, styttir vegalengd- ina frá höfuðborgarsvæðinu til Ísa- fjarðar um 50 kílómetra. n Stefnt að útboði á allra næstu dögum ninarichter@frettabladid.is STJÓRNMÁL Ásta Guðrún Helga- dóttir er nýr formaður Samfylk- ingarfélagsins í Reykjavík. Þetta var ákveðið á fundi félagsins sem boðað var til með skömmum fyrirvara í gær. Ásta var áður varaformaður félagsins en við því hlutverki tekur Sigfús Ómar Höskuldsson. Hörður Oddfríðarson, fráfarandi formaður, steig fram í gær og viðurkenndi brot gegn Jódísi Skúladóttur, þingkonu Vinstri grænna, eftir að hún tjáði sig um málið í fjölmiðlum. „Maður tekur við þeim störfum sem manni eru falin, ég er þakklát fyrir það,“ segir Ásta Guðrún. n Formannsskipti í Reykjavíkurfélagi Ásta Guðrún Helgadóttir, formaður Sam­ fylkingarinnar í Reykjavík 4 Fréttir 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.