Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALA BETRA BAKS ÚTSALAN ER Í FULLUM GANGI STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. RÚMFÖTHEILSURÚMSLOPPAR SÆNGUR OG KODDAR VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is M O L A R NÝBYGGINGAR Í HAFNARFIRÐI FJÖLDI EIGNA AÐ KOMA Í SÖLU Í SKARÐSHLÍÐ OG HAMRANESI BÆJARHRAUN 10 – HAFNARFIRÐI SÍMI: 520-7500 - FASTEIGNASALA SÍÐAN 1983 Svanborgar Sigmarsdóttur n Bakþankar Er það satt? Er það búið? Syngur þjóðin í dag. Ýmist til að sýta gengi strákanna okkar í handbolta og að hafa ekki fengið að halda gleðinni áfram alla leið í úrslitin. Eða í eftir- væntingu eftir fréttum dagsins í dag um afléttingar sóttvarnaað- gerða. Það skilur hvort eð er enginn reglurnar lengur. Gildir tíu manna reglan annars bara ef öll eru stödd í lokaðri kompu, að minnsta kosti tvö eru eldri en sextugt og einhver trúir ekki á grímur? Ef hlustað er á ráðherra Sjálf- stæðisflokksins er samkomu- takmörkunum nánast lokið. Fái Bjarni að ráða verður gott partí í Ásmundarsal í kvöld. Ráðherrar hinna flokkanna sem hafa stýrt heilbrigðisráðuneytinu undanfarin tvö ár virðast nokkuð hæglátari. Þetta þurfi nú að taka sinn tíma. Það þurfi að hugsa um Landspítal- ann. Það þurfi að hugsa um kerfið. Enda sjáum við að fjöldi smitaðra breytist ekki. Það eru enn um 1.500 manns á dag. Fyrir utan þau sem ekki greinast. Undanfarin tvö ár hefur það verið fasti í vinnunni að standa upp og horfa yfir sýnatökuröðina við Suðurlandsbraut. Sóttkvíarbreyt- ingarnar á þriðjudag eru greinilega farnar að hafa áhrif. Umferðin um Ármúlann hefur dregist saman. Ég spái því að til samræmis muni þeim fækka sem greinast á degi hverjum. En fjöldi smitaðra helst í stað. Þetta er nefnilega ekki búið. Hvorki Covid né stuðið í handbolt- anum. Þetta er bara að breytast. Fær að þroskast og þróast. Ef hægt er að miða við ungu strákana sem fengu að spreyta sig á meðan reynslu- boltarnir voru lokaðir inni eru gullár fram undan. Vonandi verður Covid-þróunin jafnbjört. Þess mun engin sakna, nema kannski kett- irnir mínir sem fá minni þjónustu þegar ég er minna heima. n Gleraugu trega eða bjartsýni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.