Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 25
 Við veitum okkar viðskipta- vinum þessar upplýs- ingar svo þeir geti brugðist við og reynt að lágmarka tjónið. Magnús Birgisson Á spjaldtölvunni sjást dæmi um fyrirtæki í vöktun, áhættur sem búið er að uppgötva og hvernig þær eru flokkaðar í ör- yggislausn sem kallast Risk. Tilkynning um áhættu og ógn útfærð í tengslum við uppgötvun svo- kallaðs núlldags (e. Zero day) veikleika sem felur í sér leka- gögn, yrkjanet og öryggisfrá- vik. Fyrirtækjum er gefin einkunn sem breytist út frá ógnum, ógnvöldum eða lekagögnum sem eru til staðar. hulduneti (e. Dark web) komist menn yfir ýmsar upplýsingar sem byggja fyrst og fremst á leka­ gögnum úr hinum ýmsu lekum. Hann segir að þar sé hægt að sjá lykilorð sem fólk hefur notað á síður eins og til dæmis LinkedIn eða Facebook, einhverja fótbolta­ síðu eða vefverslun eða bara hvaða síður sem er sem fólk hefur búið sér til aðgang að. „Sérstaða okkar með sam­ starfsaðila okkar er meðal annars mjög aukið aðgengi að svona gögnum á hinum ýmsu stöðum, í gegnum yrkjanet þar sem búið er að yfirtaka tölvur sem felur þá líka í sér aðgengi að lykilorðum og með eftirliti gagnvart miklum fjölda ógnvalda og samskiptum þeirra við aðra. Það eru til alls kyns varnir við netógnum, til dæmis að skipta um lykilorð reglulega og margþátta auðkenning. En þetta eru varnir sem hægt er að komast fram hjá. Til þess að byggja upp sterkt og öruggt tæknilegt umhverfi þarf að beita marglaga vörnum. Ef fyrsta vörnin dugar ekki þá þarf næsta vörn eða varnarlag að grípa eða stöðva netglæpamanninn. Við erum að reyna að hækka öryggis­ stig fólks og fyrirtækja og gera það meðvitað um ógnir. Við leggjum mikið upp úr kennslu. Við kennum fjölda fyrirtækja um netöryggi og hvernig fólk á að haga sér á netinu. Hvernig á að bregðast við ógnum, hvers vegna það á að vera með eld­ vegg á tölvunni sinni og uppfæra reglulega stýrikerfi og hugbúnað á tölvunni sinni, spjaldtölvunni eða símanum. Við kennum líka tölvu­ deildum fyrirtækja hvernig á að byggja upp öruggt netumhverfi og hvernig á að forrita kóða á öruggan máta og fleira í þeim dúr,“ útskýrir hann. Fylgjast með milljónum ógnvalda „Við erum að reyna að hækka öryggisstig fyrirtækja og stofnana sem og fólks og gera það meðvitað um fleiri tegundir netógna. Það sem kemur með samstarfinu við Resecurity er að núna fáum við gríðarlega mikið magn af upp­ lýsingum eins og þeim sem ég hef verið að ræða um. En við fáum fleiri vinkla. Hjá Resecurity er fylgst með hátt í 30 milljónum ógnvalda um allan heim. Þeir eru á ýmsum stöðum á lokuðum svæðum á til dæmis huldunetinu að tala um netglæpi, afhafna sig og vinna saman. Oft eru þeir að biðja um hjálp við að komast lengra eða bjóða upplýsingarnar sem þeir hafa komist yfir til sölu. Þeir eru að reyna að valda tjóni,“ segir Magnús. „Sumir ógnvaldar ráðast alltaf á fyrirtæki innan sama geira, sumir ráðast mikið á flugfélög, aðrir á símafyrirtæki og svo framvegis. Samstarfsaðilar okkar hjá Resecu­ rity fylgjast með þessum ógn­ völdum og við upplýsum okkar viðskiptavini um það ef búið er að komast yfir gögn frá þeim eða komast inn í einhver kerfi hjá þeim og reynum að koma í veg fyrir frekara tjón.“ Frá því Resecurity og SecureIT fóru í samstarf í haust hefur fjöldi viðskiptavina SecureIT fengið upplýsingar um slík brot, að sögn Magnúsar. „Við veitum okkar viðskiptavin­ um þessar upplýsingar svo þeir geti brugðist við og reynt að lágmarka tjónið, ef eitthvað varð. Það er erfitt að komast yfir svona upplýsingar. Þetta eru bara fullt af gögnum út um allt og oft erfitt að átta sig á því hvað í þeim felst. Þetta er eitthvað sem fyrirtæki berjast við alla daga, að túlka upplýsingar og meta hvort þær séu hættulegar fyrir þau. Þessir hlutir geta verið snúnir og oft hafa fyrirtæki bara mjög takmark­ aðan hóp starfsmanna sem sinna þessum málum sérstaklega. Það komum við inn,“ segir Magnús. Þær upplýsingar sem SecureIT hefur fundið eru meðal annars lekagögn sem innihalda til dæmis kortaupplýsingar, persónugreinan­ leg gögn, notendanöfn og lykilorð að vefum, gagnagrunnum og hvers kyns þjónustum sem felur þá í sér að netglæpamenn geta komist yfir enn frekari viðkvæm gögn. Þetta eru dæmi um atriði sem fundist hafa með því að fylgjast með ógn­ völdum og gögnum í yrkjanetum (e. Botnet) og ýmsum samskiptum og svæðum sem vöktuð eru. Magnús útskýrir að yrkjanet sé samansafn af tölvum sem búið er að yfirtaka eða ná stjórn á og þá er hægt að nota það til ýmissa vondra verka. „Ef tölvan þín er hluti af yrkja­ neti þá er hægt að nota hana í hvers kyns árásir. Til dæmis í álagsárásir (e. DDoS) sem mikið hefur verið rætt um. Þá er líka hægt að nota hana til að komast yfir gögn eins og lykilorð fólks og fleira þess háttar. Þau hjá Resecurity fylgjast með yrkjanetum í samstarfi við ýmsar leyniþjónustur meðal annars. Ef við finnum tölvu sem er hluti af yrkjaneti í gegnum þessar þjón­ ustur, og tölvan hefur sem dæmi tengst inn á vefverslun hjá okkar viðskiptavini með ákveðnu not­ endanafni og lykilorði, þá er hægt að loka á að hægt sé að skrá sig inn með lykilorðinu,“ segir hann. Eru með neyðarþjónustu Magnús útskýrir að þegar net­ glæpamenn komast yfir við­ kvæmar persónugreinanlegar upplýsingar hafi þeir oft hótað fyrirtækjunum að birta upplýsing­ arnar sem getur valdið margvís­ legu tjóni, svo sem fjárhagslegu eða álitshnekki. „Þetta hefur gerst og ef upp­ lýsingarnar eru gerðar aðgengi­ legar munu einhverjir glæpamenn nota þær til að koma einhverjum í klandur. Það er nefnilega þannig að fólk breytir sjaldan lykilorðunum sínum inn á þjónustur eins og vefverslanir. Það breytir kannski reglulega lykilorðinu inn á tölv­ urnar sínar út af lykilorðareglum vinnuveitanda en það breytir ekki lykilorðinu inn á svona þjónustur nema að fá upplýsingar um að lykilorðið sé í hættu. Við höfum látið fullt af fyrirtækjum vita um slíkt til að gæta þeirra hagsmuna,“ segir hann. SecureIT er einnig með neyðar­ þjónustu, en þá hefur fyrirtækið samið við viðskiptavini sína um að ef eitthvað komi fyrir hjálpi starfs­ menn SecureIT þeim að bregðast við, annað hvort með því að koma á staðinn eða tengjast þeim í gegnum fjarbúnað. Þá er jafnframt hægt að vera með neyðarþjónustuinneign gagnvart ofangreindum netógnum. „Við bjóðum líka upp á samninga þar sem að við aðstoðum við­ skiptavinina við að semja við aðila um að fá gögnin sín aftur, til dæmis ef einhverjum tekst að brjótast inn í tölvukerfi og bjóða gögn til sölu. Það hefur gerst hér á Íslandi að gögnum hefur verið stolið eða þau gerð óaðgengileg, til dæmis í gegnum gagnagíslatöku þar sem þau eru dulkóðuð og þörf er á lykli til að nálgast þau að nýju. Þá hafa verið gerðar kröfur um greiðslu hárra upphæða til að fá gögnin aftur. Þegar um er að ræða aðila sem hafa að gera með mikilvæga innviði, þá snertir þetta þjóðar­ öryggi,“ segir Magnús. Samstarfið opnar möguleika Magnús segir að samstarfið við Resecurity hafi hafist á síðasta ári og það hafi strax farið á flug með fjölda kynninga þar sem fyrirtækj­ um var sýnd öryggisstaða þeirra og aðila sem að þeim sneru, bæði þjónustuveitenda en líka birgja­ keðjunnar og svo öryggi stjórnenda og hagsmunaaðila fyrirtækisins. „Við erum að reyna að passa upp á hagsmuni okkar viðskiptavina. Ef innbrot á sér stað er ofsalega mikilvægt að hafa sérfræðinga með sér í liði sem kunna að bregðast við. Með samstarfinu við Resecurity er orðin mikil aukning á því sem við gátum gert áður. En þarna erum við með aðila sem geta gert það og hafa sinnt þessari þjónustu fyrir fjölda stórra fyrirtækja um allan heim.“ segir Magnús. „Bara frá því í desember höfum við látið fjölda aðila vita um hættur sem við höfum fundið gagnvart þeim. Þar er ekki bara um íslensk fyrirtæki að ræða heldur líka alþjóðlega viðskiptavini okkar sem og samstarfsaðila okkar. Þannig að samstarfið hefur skilað heilmiklu nú þegar. Okkar markmið er að við ætlum að sjá um netógnaupplýs­ ingar og greiningar (e. Cyber threat intelligence) á Íslandi og á Norður­ löndunum. Við vinnum nú þegar fyrir fjölda stórra fyrirtækja en við vinnum líka fyrir smærri fyrir­ tæki. Við bjóðum jafnframt sérstök kjör fyrir alla aðila sem tilheyra heilbrigðiskerfinu. Það er alþjóðleg stefna hjá okkur og samstarfsað­ ilum okkar. Samfélagið myndi ekki þola það ef viðkvæmar upplýsingar um heilsufar fólks yrðu gerðar opinberar. Við viljum að sjálfsögðu passa upp á að það gerist ekki.“ Magnús segir að netógnir fari vaxandi og markmið SecureIT sé að vernda sína viðskiptavini. Öll stafræn kerfi þeirra og alla tækni sem snýr að fyrirtækinu og fólkinu sem þar vinnur. „Viðskiptavinir hafa verið gríðar­ lega ánægðir með okkar þjónustu. Fólk er að standa sig vel en það er svo mikið af ógnum í gangi og erfiður leikur fyrir fólkið í fyrir­ tækjunum að passa upp á allt. Þess vegna erum við að veita þessa þjónustu. Hún er gríðarlega mikil­ væg, ekki aðeins fyrir fyrirtækin sjálf heldur persónulega hagsmuni fólks.“ n Nánari upplýsingar um Resecurity má finna á resecurity.com. Nánari upplýsingar um SecureIT má finna á secureit.is. kynningarblað 7FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 R AFR ÆNT ÖRYGGI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.