Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. www.blaberg.is ÞITT ÖRYGGISKERFI ÁN ÁSKRIFTAR Blaberg.is er stoltur umboðs- og þjónustuaðili á Íslandi. Sendum öryggispakka frítt út á land 20% AFSLÁTTUR 36.990 -, 29.490-,kr Fjöldi aukahluta í boði 4G/WiFi Öryggispakki Helgi Ívarsson starfaði sem slökkviliðsstjóri í átján ár. Hann var slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði þar til slökkvi- liðin voru sameinuð á höfuðborgarsvæðinu. Hann er þó ekki hættur að huga að eldvörnum og fræðslu tengdri þeim. elin@frettabladid.is Helgi starfaði í fimm ár sem slökkvi liðsmaður á Keflavíkur­ flugvelli áður en hann varð slökkviliðsstjóri og segir að það hafi verið góður skóli. Herinn var með strangt eldvarnareftirlit og lagði talsverðan pening til slökkvi­ liðsins. „Þeir létu kanna eldvarnir á öllum heimilum og fyrirtækjum einu sinni á ári. Það var alltaf haldin eldvarnavika á hverju ári,“ segir Helgi sem sjálfur leggur mikið upp úr því að hafa allar eld­ varnir til taks á heimili sínu. „Ég er með slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykskynjara í öllum her­ bergjum. Þetta er sá búnaður sem er nauðsynlegur á hverju heimili og ætti að vera skylda,“ segir hann. Helgi ásamt slökkviliðsmönnum Slökkviliðs Hafnarfjarðar hélt nokkur námskeið um eldvarnir í skólum í Hafnarfirði, Garðabæ og í Bessastaðahreppi ásamt JC­hreyf­ ingunni í Hafnarfirði. „Börnin eru góðir hlustendur, þau eru áhugasöm og færa síðan fræðsluna með sér heim og gæta að því að allt sé í góðu lagi. Reyndar hefur staðan í eldvörnum á heimilum og í fyrirtækjum batnað mjög mikið á síðustu árum. Auk þess eru heimilistæki öruggari en þau voru. Það er samt alltaf ákveðin hætta sem fylgir öllum rafmagnstækjum, hvort sem það er þvottavél, sjón­ varp eða hleðslutæki,“ segir hann. „Öryggið er ofar öllu í eldvarnar­ málum,“ bætir hann við. Helgi er skipstjórnarmennt­ aður og var til sjós áður en hann hóf störf hjá slökkviliði hersins á Keflavíkurflugvelli. Hann setti síðan upp eigið fyrirtæki, Aðgát, sem er eldvarna­ þjónusta eftir að hann hætti sem slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði. Öryggið þarf alltaf að vera í lagi Helgi Ívarsson heldur hér á hurðahaldanum sem nýtist vel í eldsvoða. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ég er með slökkvi- tæki, eldvarnar- teppi og reykskynjara í öllum herbergjum. Þetta er sá búnaður sem er nauðsynlegur á hverju heimili og ætti að vera skylda. Fyrirtækið annast eldvarnareftirlit og veitir ráðgjöf og fræðslu. Helgi er meðal annars eftirlitsmaður Kringlunnar. Hann hefur haldið námskeið um eldvarnir og notkun hand­ slökkvitækja fyrir ýmsar stofnanir og fyrirtæki með mengunarlausri tölvustýrðri GAS­kennslugræju frá BullEx. Þá flytur hann inn Dorgard­búnað sem er settur á eld­ varnahurðir. Dorgard er þráðlaus eldvarnahurðarhaldari sem heldur opnum eldvarnahurðum og gerir þeim kleift að loka sjálfkrafa við hljóð frá brunaviðvörun. Helgi minnir á að fólk þarf að huga að slökkvitækjum á heim­ ilum sínum. Þau duga í ákveðinn tíma en síðan þarf að endurhlaða þau reglulega. Yfirleitt kemur fram á tækjunum hvenær þurfi að láta skoða þau. Tækin eru gagnslaus ef þau eru úrelt. Á vinnustöðum er skylda að skoða tækin árlega. Helgi rifjar upp skemmtilega sögu frá því þegar hann var nýbyrj­ aður hjá slökkviliðinu í Hafnar­ firði og bjó skammt frá stöðinni. „Fjölskyldan sat við kvöldverðar­ borðið og það var siginn fiskur í matinn. Með þessu átti að vera hamsatólg sem var á eldavélinni þegar krakkarnir fóru að malda í móinn yfir matnum og lyktinni af signu ýsunni. Skyndilega heyrði ég skviss fyrir aftan mig og þá stóð loginn upp úr feitinni og var farinn að teygja sig í nýju eldhúsinnrétt­ inguna. Ég tók það sem var hendi næst, hitaplatta, og skellti yfir til að kæfa eldinn. Þá heyrðist í eigin­ konunni: Ætlarðu að eyðileggja plattann?“ segir Helgi og skelli­ hlær. „Sagan var komin út á slökkvi­ stöð áður en matartíminn var búinn. Sonur minn hljóp út á stöð og sagði að það væri kviknað í heima. Lærdómurinn er sá að enginn er óhultur, ekki einu sinni slökkviliðsstjórar.“ Helgi segir að allir þurfi að gæta sín og hafa öryggið í lagi. „Þetta er ekki síður mikilvægt á vinnu­ stöðum og nauðsynlegt að hafa eldvarnahurðir. Ef kemur upp eldur er reykurinn mjög hættu­ legur,“ segir Helgi Ívarsson. n 2 kynningarblað 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURÖRYGGISKERFI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.