Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Það er alls konar sem gerist í þessum litlu sveiflum, kostir sem ég fæ með því að vera veikur á geði, sem ég get nýtt í svona lagað. Fjarðargata 11 · Dalvegur 32b spadinn.is PIZZUR PIZZUR PIZZUR Ragnar Jón Ragnarsson, oftast kallaður Humi, sendi í gær frá sér plötuna Hlemmur. Öll lögin á plötunni, nema eitt, fjalla um geðhvarfasýki en frávikið er gefið út með sam- þykki forsetaembættisins. ninarichter@frettabladid.is Tónlistarmaðurinn Humi segir vinnuna við plötuna Hlemmur, sem hann gaf út í gær, hafa hafist þegar hann byrjaði að spila tónlist fyrir mörgum árum. „Tónlist hefur alltaf fylgt geðhvarfasýkinni, en ég hef notað hana til að stilla mig af,“ segir hann. Humi hefur á síðustu árum talað fyrir opinni umræðu um geðhvörf og lýst eigin reynslu opinberlega, til dæmis í átaksverkefni geðfræðslu- félagsins Hugrúnar fyrir nokkrum árum. Alls konar líðan í lögum „Síðustu mánuði hef ég verið í frekar fínu jafnvægi,“ segir Humi og bendir á að skemmtilegt sé að skoða tónlistina út frá því hvar í ferlinu hún er samin. „Þetta er samansafn af lögum sem ég get sam- samað ákveðnu tímabili. Ég sem um ástandið þegar ég er manískur, þegar ég kem upp úr lægð og líka þegar ég er hálfur í kafi, að mara.“ Geðveikin í hversdeginum Humi svarar því játandi að útgáfa plötu um geðhvarfasýki sé aktív- ismi. „Algjörlega. Ég tók ákvörðun um að fara aðra leið en oft áður. Við tölum oft um geðveikina sem svo dramatíska baráttu. Við tölum bara um hápunktana og lægstu lægðirnar. Það er skiljanlegt að við byrjum þar. En þessi plata fjallar um fegurðina sem fylgir því að vera veikur á geði í hversdeginum.“ Humi útskýrir að hann hafi lengi langað að fjalla um geðhvörf frá þessu sjónarhorni. „En ég er ekki rit- höfundur, ég er tónlistarmaður. Mig langar að sýna hvernig ég tekst á við lífið þegar það er tiltölulega normalt – hvað er normalt? En já, þegar við erum í jafnvægi.“ Hann segir að geðveiki hans birtist ekki bara í háum toppum eða djúpum lægðum, heldur einn- ig í litlum sveiflum og blæbrigðum. „Það er alls konar sem gerist í þess- um litlu sveiflum, kostir sem ég fæ með því að vera veikur á geði, sem ég get nýtt í svona lagað. Það er þetta sem mig langar að fjalla um.“ Orðalaus textasmíð Humi leikur sjálfur á öll hljóðfærin á plötunni. „Þetta er allt samið í litlu stúdíói heima hjá mér og svo er eitt lagið tekið upp í Óháða söfnuðinum. Ég tek þetta upp og syng sjálfur.“ Þó að sum lögin á plötunni séu sungin eru fá eða engin orð, að sögn Huma, ekki í rökrænu samhengi. „Það er mjög meðvitað. Ástæðan er, að þegar ég er veikur get ég aldrei sett hlutina í orð. Konan mín spyr hvernig mér líði, og þá get ég bara lýst einhverri áferð. Að það sé að sjóða í potti og suðan ekki komin upp. Að ég sé loðinn að innan.“ Hann ætlar plötunni að tjá þessa áferð frekar en að tjá líðanina beint í textasmíð. Með leyfi forseta Humi er tveggja barna faðir og kennir stærðfræði á unglingastigi í Háteigsskóla. „Tónlistin er aukabúgrein og það er dásamlegt að geta stillt það af, að vera að kenna 150 krökkum og geta líka sinnt því að semja og spila tón- list. Það gefur lífinu lit.“ Hann segir síðasta lagið á plöt- unni innihalda „sampl“ frá Guðna forseta. „Ég fékk að nota röddina hans, þar sem hann er að tala um að hann hati ananas á pitsu. Ég á mjög skemmtileg tölvupóstsamskipti við forsetaembættið um hvort ég megi gefa þetta lag út, eða ekki,“ segir Humi. „Það er gaman að fá leyfi frá forsetanum til að gefa út plötu.“n Plötuútgáfa með forsetaleyfi Platan fjallar um geðhvörf en Humi hefur hvatt til opinnar umræðu um sjúkdóminn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR svavamarin@frettabladid.is „Það eru allir einhvern veginn að keppast við tímann,“ segir nær- ingarþjálfarinn Helga Margrét sem reynir að einfalda fólki lífið með því að deila einföldum og næringar- ríkum uppskriftum á vefsíðunni helgamagga.is og samfélagsmiðl- unum TikTok og Instagram undir notendanafninu helgamagga. Sjálf segist hún detta úr sambandi þegar hún sér uppskriftir með of mörgum innihaldsefnum. „Ég reyni að hafa allar uppskriftirnar mínar einfaldar og með myndböndunum sem sýna fólki einnig betur hvað þetta er allt einfalt,“ segir Helga sem telur sig jafnvel hafa dottið með til- raunastarfsemi niður á heimsins bestu beyglur. „Ég sá uppskrift á TikTok að beyglum með grískri jógúrt í grunn- inn. Ég prófaði að breyta og setja hreint skyr í staðinn, þar sem ég legg mikla áherslu á að hafa prótein í því sem ég borða. Hreint skyr er pró- teinríkara og fituminna en gríska jógúrtin. Svo virkaði þetta fáránlega vel, bæði fislétt og mjúkt.“ Hún segir fylgjendahóp sinn orðinn ansi breiðan. „Allt frá tví- tugu fólki upp í sjötugt.“ Hún bætir við að þegar uppskriftirnar komi inn á TikTok horfi allt niður í tólf ára krakka á þær. „Ég fæ reglulega kveðjur frá foreldrum sem þakka mér fyrir þau jákvæðu áhrif sem ég er að hafa á börn þeirra með jákvæðri umfjöllun um næringu. Það gleður mig mikið,“ segir Helga hrærð. n Rambaði á heimsins bestu beyglur Helga Margrét ásamt yngstu dóttur sinni Rakel Söru. MYND/AÐSEND 22 Lífið 28. janúar 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.