Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.01.2022, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 28. janúar 2022 Gott og girnileg nasl er ómissandi yfir leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY. thordisg@frettabladid.is Íslenska landsliðið í handbolta keppir á móti Noregi um 5. sætið á EM karla í handknattleik klukkan 14.25 í dag. Ólafur Stefánsson, einn albesti handboltamaður sögunnar, sagði fyrir leik Íslands og Svart- fjallalands í EM-stofu RÚV, að áhorfendur þyrftu að vera búnir að græja snakkið fyrir leikina; til að hafa fulla einbeitingu við að senda góða strauma til strákanna okkar. Það er náttúrlega ómissandi að hafa gott nasl yfir þeirri stórkost- legu skemmtun sem leikir íslenska landsliðsins hafa verið á EM og upplagt að skella í mexíkóskt nachos fyrir leikinn í dag. Mexíkóskt handboltasnakk Það er leikur einn að útbúa tex mex-partíplatta. Steikið nauta- hakk og kryddið með mexíkósku kryddi að smekk. Gott að setja svartar baunir eða nýrnabaunir og salsasósu saman við hakkið. Setjið því næst nachos ofan á álpappír á bökunarplötu eða í botninn á eldföstu móti og sáldrið þar ofan á hakki, jalapeno-pipar, maís- baunum, smátt skornum tóm- ötum, blaðlauk og papriku. Toppið með enn meira nachosi, salsasósu, ostasósu og rifnum cheddar-osti og bakið í ofni við 200°C eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með gvakamóle og sýrðum rjóma. Áfram, Ísland! n Maulað yfir handboltanum Alan Talib, forstjóri Cromwell Rugs og teppasölumaður af fjórðu kynslóð, býður Íslendingum einstakt tækifæri til að eignast ekta persneskt teppi á góðu verði, en teppin eru hrein og klár listaverk og endast í áratugi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Einstök listaverk fáanleg á fordæmalausu verði Cromwell Rugs býður upp á einstök persnesk teppi sem eru sannkölluð listaverk og ólík öllu öðru sem fæst á Íslandi. Vegna viðskiptaþvingana gagnvart Íran er teppamarkaðurinn þarlendis að hrynja, svo Cromwell Rugs er að losa sig við birgðir sínar á áður óséðu verði. 2 ALOE VERA MELTING & BÓLGUR 85%VIRKTCURCUMIN www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.