Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2018, Side 4

Bjarmi - 01.10.2018, Side 4
Afram áhersla á perjsónulega trn og eftirfylgd VIÐTALVIÐ HELGA GÍSLASON FORMANN KFUM OG KFUKÁ ÍSLANDI RAGNAR GUNNARSSON Leið mín lá í Fellaskóla í Breiðholti að finna Helga Gíslason, aðstoðarskólastjóra en á síðasta áratug liðinnar aldar unnum við saman fyrir KFUM og KFUK í Reykjavík. Helgi hefur um árabil unnið í skólakerfinu og flutti sig um set fyrir ári síðan og tók nýrri áskorun, eða réttara sagt áskorunum, enda skólinn með óvenjuhátt hlutfall barna sem er af erlendu bergi brotið. Tilgangurinn var þó ekki að ræða skólastarfið heldur þau tímamót á þessu ári að minnst er 150 ára frá fæðingu séra Friðriks Friðrikssonar sem fæddist að Hálsi í Svarfaðardal 25. maí 1868. Við vígslu Birkiskála II í Vatnaskógi, síðustu helgi í maí, sem var helgin þegar 150 ára fæðingarafmælis séra Friðriks var minnst, afhenti Helgi Vatnaskógi fyrir hönd KFUM og KFUK á íslandi veggspjald eða mynd með tilvitnun í séra Friðrik: „Gefðu Guði algjörlega hjarta þitt, elskaðu hann, treystu honum og hlýddu honum." Sagði Helgi við það tækifæri að þessi hvatning væri tilvísun í ævi og starf séra Friðriks og að það væri von stjórnar félagsins að hún yrði sýnileg og það sem gert yrði í skálanum miðaði að því að ungt fólk tæki það skref að geta sagt: „Já, þetta vil ég gera." Við þetta tækifæri sagði Helgi enn fremur: „Afrakstur ævistarfs séra Friðriks má rekja til þess að hann fékk trúarlegt uppeldi - hlutverk sem verður æ mikilvægara í íslensku samfélagi og mikilvægt að Skógarmenn ræki það hlutverk sitt. Hitt var að sr. Friðrik ákvað sem fullorðinn maður að gerast lærisveinn Jesú og hlýða kalli hans. Kalli um að koma til íslands og hefja kristilegt æskulýðsstarf." En talið berst fyrst að kynnum Helga af starfi KFUM á yngri árum, hvernig kynntist þú starfi félagsins? Vinur minn og nágranni, 8 ára, kom til mín og sagði að sér hefði verið boðið á fund í KFUM og spurði hvort ég vildi koma með. Sá drengur var reyndar skyldur leiðtoganum í KFUM og við fórum á fund og síðan fleiri fundi. Þá var við líði sá skemmtilegi siður að drengir hittust efst í götunni minni, og gengu síðan niður eftir og menn bættust í hópinn. Þá var endað hjá leiðtoganum eða sveitarstjóranum sem svo hét þá, og gengið með honum á fund, í hús félaganna við Holtaveg en þar sótti ég fundi. Ég varð síðan sérstaklega virkur er kom í unglingadeildina. f yngri deild KFUM á Holtavegi man ég eftir Ragnari Baldurssyni, Halla bróðir hans, Árna Sigurjónssyni, Grími Péturssyni, Gísia Sígurðssyni og fleirum. Unglingadeildin var síðan undirforystu Sveins Guðmundssonar og Gunnars Sandholts ásamt fleirum. Hverju breyttu þessi kynni þín af starfi KFUM fyrir þig? Jú, þeir sem þekkja mig vita að þetta hafði mikil áhrif á líf mitt og starfsferil. Sextán ára varð ég sjálfur leiðtogi í æskulýðsstarfinu, vann svo seinna í Vatnaskógi og síðar í fleiri sumarbúðum. 4 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.