Bjarmi - 01.10.2018, Page 11
STRÍÐ OG BARÁTTA ERU EIN ÞEKKTUSTU
ÞEMUN EÐA MYNDMÁLIÐ SEM SÉRA FRIÐRIK
NÝTIRSÉR
Þér heiti'eg mínu hjarta,
þér helga' eg tungu og mund.
Ó, verhjá mérþú milda blóm,
að minni banastund.
Söngurinn Þér Jesús, hef ég heitið er
á líkum nótum en reyndar þýddur síðar
á lífsleið séra Friðriks að beiðni Gunnars
Sigurjónssonar og með starf meðal
fullorðinna í huga, en þar er Jesús einnig
ávarpaður m.a. sem „Herra og hjartans
vinur" og er vörður, hirðir, einka von, hlíf og
vinur trúr, þess sem syngur.
Þessi áhersla, ef hún telst einhæf,
höfðar trúlega ekki að fullu til ungra manna
og drengja. Það bætir séra Friðrik upp með
annarri áherslu, baráttunni.
STRÍÐ
Stríð og barátta eru ein þekktustu þemun
eða myndmálið sem séra Friðrik nýtir sér.
Hernaður og stríð voru þekkt og hafa fylgt
mannkyninu um langa hríð. Söngvarnir sem
séra Friðrik orti og þýddi vísa þó í annars
konar stríð, andlegan hernað, þar sem farið
er með sigurvegaranum Jesú Kristi „til að
mölva myrkrahliðin" og vonin er sterk ef
við gerum það, því „næsta dag við náum
sigri." Þó svo sjá megi fyrir sér bókstaflegan
hernað með þessum tilvísununum eru
hlið myrkursins andleg og myrkravald
syndarinnar í mannheimi og í manni
sjálfum sem sigra þarf: „Myrkraherinn,
syndasveimur, sígur móti oss. Óttumst
ekki, hátt skal hefja, Herrans blóðga kross.“
Trúlega hefur áherslan á þennan þátt
minnkað á liðnum áratugum með baráttu
fyrir friði og afvopnun frekar en stríðsrekstri
hér á Vesturlöndum. Einna þekktastir
söngvar séra Friðriks sem vísa í stríð eru
„Sjáið merkið Kristur kemur“ og „Áfram
Kristsmenn krossmenn“. En þeireru fleiri og
má þar nefna t.d. „Til stríðs!" en þannig er
fyrsta erindið:
Til stríðs! Við krossinn stendur,
hið sterka æskulið.
Lyft hátt Guðs fagra fána
og fyikjum oss þar við.
Lát hljóma sigursöngva,
því sigurinn er nær,
svo allir fjendur falla
og friður kemur skær.
í söngnum „Unglingafjöld, ífylking Guðs
þú stendur" er vísað í kallið til kristniboðs
með orðunum „kjörin þú ert að kristna
víðar lendur, kærleikans heilagt sigurmál.”
Við erum kölluð til að beygja okkur djúpt
fyrir dýrðarmerkinu, sigrandi krossi Jesú
Krists. í framhaldinu yrkir séra Friðrik
um karlmennskuna sem vex á brattri
hættubraut og að sumir hníga að velli ef
Herrann Jesús er ekki með á ferð og lýkur
með þessu versi:
Krossmerkta sveit, í fylking fram þú brunar,
frelsarinn Jesús kveður þig með sér.
Yfir þér háar himinklukkur duna
Hermerki lífsins sveiflast undan þér.
Svipaða áherslu má sjá í söngnum
„Guðs alvæpni taktu“ sem fylgir þessari
grein í sér ramma. Þar er að sjálfsögðu þein
tilvísun í Efesusbréfið 6:10 og áfram.
SIGURHETJAN JESÚS
Nátengd hugsuninni um andlegt stríð
er myndin af sigurhetjunni Jesú. Er þar
um að ræða vísun í Opinberunarbókina
um lokasigurinn og sigurvegarann Jesú
Krist. Gott dæmi um þá mynd í söngvum
séra Friðriks eru t.d. „Nú sonur Guðs á
sigurför" og „Sigrandi og til sigurfara:“
Sigrandi'og til sigurfara
sigurhetjan fer um storð.
Til að mölva myrkrahliðin
máttugt á hann sigurorð.
Hann er krýndur sigursveigum
- sólin bliknar í hans glans. -
Fetum í hans fótspor glaðir,
frelsi'og líf svo öðlumst hans.
í viðlaginu er hinn ungi hvattur til að
vera með á sigurbraut, krossins leið sem er
konungsvegur. Og í öðru versi segir: „Því í
krafti Krists vér sterkir keppum fram í von og
trú!"
Hetjumyndin af Jesú var mikilvæg
skírskotun til fyrirmyndar fyrir drengina sem
sungu söngvana. Hetjuaðdáun er mikilvæg
í bókmenntum og kvikmyndum og má þar
nefna þekktar persónur eins og Rambó,
Súpermann og Kóngulóarmanninn fyrir utan
allar óteljandi hetjurnar í baráttu við illmenni
og skúrka af ýmsu tagi. Einn af söngvum
séra Friðriks hefst einmitt svona: „Kristur
hinn sterki, kóngur allra lýða! Krossins und
merki veit oss náð að stríða.“
Jesús uppfyllir hlutverk hinnar klassísku
hetju. Fæðing hans erleyndardómsfull, hann
yfirgefur öruggan móðurfaðminn 12 ára er
hann segir henni að hann verði að huga að
bjarmi | apríl 2018 | 11