Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.10.2018, Page 12

Bjarmi - 01.10.2018, Page 12
verki föður síns. Og við upphaf starfs síns yfirgefur hann hana og daglegt líf heima fyrir. Honum var hafnað af sínu eigin fólki, gekk í gegnum ólýsanlega þjáningu á krossinum, dó og var yfirgefinn af föður sínum. Hann steig niður til heljar, inn í ystu myrkur höfnunar Guðs. Hann var gerður að synd. Hann horfðist í augu við óvininn, sjálfan dauðann, upplifði hann og sigraði. Það sem hetjur gera aðeins í skáldsögum eða kvikmyndum gerði Jesús í rauninni með eigin lífi. Með dauða sínum sigraði hann dauðann, snéri aftur til föðurins og tekur með sér alla sköpunina sem hann hefur endurleyst. Hann er lofaður og tilbeðinn því hann, eins og aðrar hetjur, bjargar fólki frá hættu og dauða. Jesús er guðhetja. Eins og sigrandi keisari gengur hann í sigurgöngu. í Opinberunarbókinni sjáum við merkingu þessarar kosmísku baráttu.2 Myndin er ekki af hinum pólitíska sigurvegara sem leiddi Gyðinga í stríði við Rómverja til að koma á jarðnesku ríki, heldur leiðir hann baráttuna gegn hinu illa í heiminum og hefur staðfest það með krossdauða sínum og upprisu. Með hlýðni sinni opinberaði hann sanna hetjudáð til að frelsa bræður sína, sem gerir hetjudáð Jesú sérstaka. f söngnum Þú hjörðin unga er bein vísun í þennan veruleika: Þú átt í stríði við sterka fjendur, en styð þig fast við þá glöðu von að friðargjafinn ei fjarri stendur, þú fær að líta Guðs einkason. Hann kemur ríðandi á hesti hvítum og herir lífsins þar eru í för. Hann safnar dáðríkum drengjum nýtum. Sem dagsól lýsir hans bitri hjör. Hetjudýrkun innan kristninnar á sumt sameiginlegt með annarri hetjudýrkun og karlmennsku. Áhersla á hermennsku, íþróttir, hættu, andlega baráttu við óvininn og fleira áberandi á fyrstu öldum kristninnar. Þegar Kristur var fyrst boðaður Germönum var áherslan á hann sem sanna hetju. Þegar fagnaðarerindið var boðað Konsó-mönnum í Eþíópíu af íslenskum kristniboðum var stóra fréttin sú að Jesús væri sterkari en Satan. í Þókot í Keníu er stóra fréttin sú að Jesús hefur sigrað dauðann og gefur eilíft líf. Hann er Sigurhetjan. Er það í samræmi við undirliggjandi þátt í menningu og trúarhugsun flestra menningarheima á suðurhveli jarðar, þ.e. Afríku og Rómönsku Ameríku, þ.e. óttinn. Enda höfðar boðskapurinn um Sigurhetjuna Jesú og karismatísk áhersla á alvöru trúarinnar og andlega baráttu og sigur sérstaklega til fólks sem þar býr. Þessa hugsun baráttunnar, eða andlegs stríðs, er einnig að finna í söngnum Unglingafjöld: Krossleið er þröng en kraftar allir stælast, karlmennskan vex á brattrl hættuför og hindurvitna andar allir fælast þá æsku' er brunar fram með Drottins hjör. Hetjusögur eru einnig sögur um vináttu. Að því leyti tengjast þessi tvö þemu, ástin og stríðshetjan. Vinátta hetja til forna var mörkuð dauða. Blóðblöndun gerir menn að bræðrum. Þannig er elska Jesú til lærisveina sinna, hann gaf líf sitt fýrir þá, vini sína. Hann tengist lærisveinunum nánast í fórninni og kvöldmáltíðinni. Oft gleymist alvara dauðans í kristinni boðun. Eftirfylgdin 12 | bjarmi | apríl 2018

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.