Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 20
§1 Ískllllll§jlllH
Samverjmn og §vstiiriiar
í Betaniu - broi iiin
hihliiiskiliiing
VIGFÚS INGVAR INGVARSSON
Hér verður vakið máls á nokkrum atriðum
sem geta hjálpað okkur til að opna betur
fyrir okkur hugarheim guðspjallanna og
þeirra sem færðu þau í letur.
Vissulega má segja að margar
frásagnir guðspjallamannanna af lífi og
starfi Jesú frá Nasaret séu einfaldar og
blátt áfram og ekki þurfi mikla málfræði-
eða guðfræðilega þekkingu til að skilja
þær án mikillar fyrirhafnar. Oft býr þó meiri
merking að baki en lýkst upp við fyrstu sýn.
Viss þekking á þeim menningarheimi,
sem atburðir gerast í og frásagnir mótast
af, er þó mjög gagnleg til aukins skilnings.
Á þetta reynir sérstaklega þegar við hugum
að efni úr heimi sem er fjarlægur í tíma og
rúmi.
SAMHENGI BIBLÍUTEXTA
Vert er einnig að gefa því gaum að
guðspjallamenn tína ekki saman frásagnir
af handahófi og skrá þær niður. Niðurröðun
og samhengi frásagna getur skipt miklu
máli. Lúkas læknir hefur t.d. ákveðna
heildarsýn í huga þegar hann byggir upp
ritverk sitt, guðspjallið og Postulasöguna,
þ.e. för fagnaðarerindisins frá litlu þorpi á
jaðri rómverska heimsveldisins, Betlehem,
til höfuðborgarinnar, Jerúsalem, og þaðan
út um land og heim allt til Rómaborgar,
miðstöðvar heimsveldisins, þar sem
Páll postuli endar líf sitt. Ljóst er einnig
að hann þekkir og styðst nokkuð við
Markúsarguðspjall um efni og niðurröðun
þess.
Einstökum frásögnum er gjarnan
komið fyrir þannig að þær styðji hver
aðra eða kallist á. Stundum er talað um
að Biblían skýri sig sjálf, þ.e. að jafnan
megi finna efni annars staðar í Biblíunni
sem varpi Ijósi á það sem verið er að lesa
hverju sinni. Þetta er vissulega rétt og
almenn biblíuþekking auðveldar skilning
á einstökum ritningarstöðum. Það er
einnig fremur auðvelt að leita að öðrum
ritningarstöðum sem fjalla um sama eða
svipað efni. f Biblíum eldri en þeirri frá
2007 er oft vísað neðan máls til slíkra
ritningarstaða en nú má á vefsíðunni
biblian.ís leita, út frá lykilhugtökum, að slíku
efni. Svo er hægt að nota Biblíulykilinn (frá
1994) þótt hann miði við biblíuútgáfuna frá
1981.
Eins og einhver heildarsýn á viðkomandi
efni og vitund um umfjöllun um það víðar í
Biblíunni er dýrmæt til skilnings - þá getur
einblíni á tiltekna frásögn, án nokkurs
víðara samhengis, stundum afvegaleitt.1
ANNAR MENNINGARHEIMUR
Biblían er ekki aðeins rituð í fjarlægri fortíð
heldureinnig í menningarheimi sem erokkur
framandi. Það á m.a. við um tungumál og
tjáningarmáta. Gamla testamentið er ritað
á semísku máli, hebresku - og þrátt fyrir að
Nýja testamentið sé ritað á indó-evrópsku
20 | bjarmi | apríl 2018