Bjarmi - 01.10.2018, Side 27
HLJÓMUR KIRKJUKLUKKUNNARÁAÐ MINNA
FÓLKÁAÐ MEÐTAKA ORÐ GUÐS OG ÍHUGA ÞAÐ
og 14 öld — þróaðist áfram og tónfræðin
henni tengd, greindu menn betur þennan
sérleika kirkjuklukkna. Þá var byrjað að
framleiða klukkur fyrir klukkuspil sem komið
var fyrir í kirkjuturnum. Tónskáld hófu að
semja sérstök tónverk fyrir þau, verk sem
menn geta öldum síðar heyrt óma m.a. í
Reykjavík úr Hallgrímskirkjuturni.
Þar sem kirkjuklukkur eru að mestu
steyptar úr kopar hefur það oft komið fyrir
í sögunni að fulltrúar hergagnaframleiðslu
hafi rennt hýru auga til kirkjuklukkna,
tekið þær niður og brætt til að nota kopar
þeirra til að steypa úr fallbyssur. Á sínum
tíma var Napóleon (1769-1821) þekktur
fyrir slíkt. Óneitanlega er hér illa farið með
friðarboða, en einmitt öllum kirkjuklukkum
er hringt þegar hætta steðjar að. En líka
þegar gamla árið er kvatt og hið nýja boðið
velkomið á gamlárskvöldi í von um að það
verði friðsælt.
3. GUÐFRÆÐILEG MERKING
KIRKJUKLUKKNA
Kirkjuklukkur eru mögnuð hljóðfæri og
innan kristninnar eru þær tákn hreinleika.
Það kemur lítt á óvart að fólk á miðöldum
eignaði þeim kynngimagnaðan kraft.
Hljómur þeirra tengdi himin og jörð saman.
Þegar þeim var hringt voru Guð, María
og hin heilögu lofuð þar sem ómur þeirra
náði til þeirra er himininn hýsir. Hreinleiki
tóna þeirra verndaði fólk frá illsku heimsins,
létti af ógnum helvítis og dómsins í lok
tímanna. Hljómur þeirra miðlaði huggun
og var tákn um þann ytri sem innri frið sem
maðurinn þarfnast svo mjög. Klukkurnar
og áletranir þeirra vitna vel um þennan
skilning. Áletranirnar segja berum orðum
hvert hlutverk og inntak þeirra er. Menn
námu því í hljómi klukkna rödd sem hafði
boðskap að flytja. Vissulega höfðu margar
klukkur veraldlegu hlutverki að gegna eins
og áður er getið en inntakið er þó hið sama.
Hlutverkið erað minnafólká hjálpræði Guðs,
sem fylgt hefur manni og heimi frá upphafi
og nær hápunkti í holdtekju sonarins í Jesú
Kristi. Þær vísa á fagnaðarerindið sem er
mönnum styrkur og huggun í öllu þeirra lífi
og Ijós sem lýsir mönnum i lífsbaráttunni.
Á miðöldum undírbyggja menn þennan
skilning með skírskotunum til Ritningarinnar.
Kirkjuklukkunum er líkt við þá lúðra sem
ísraelsmenn notuðu til forna til að kalla
þjóðina saman til að verjast óvinum, en í þá
var líka blásið í musterinu í Jerúsalem til að
safna fólki saman til guðsþjónustu. Hljómur
klukknanna var nú lagður að jöfnu við orð
fagnaðarerindisins sem barst nú með ómi
þeirra og kallaði söfnuðinn saman til messu.
Hann styrkti jafnt söfnuðinn sem heild sem
og hvern meðlim hans. Þessi skilningur var
rökstuddur m.a. með tilvísun í vers úr 19.
Davíðssálmi: „Og þá fer hljómur þeirra um
alla jörðína og orð þeirra ná til endimarka
heims" (Slm 19.5). Á miðöldum og einnig
í kjölfar siðbótarmanna, var kennt að líkt og
klukknahljómurinn kallar fólk til bæna, þá á
predikarinn að fræða söfnuðinn um inntak
orðs Guðs og Ijúka upp fyrir því þeirri huggun
og þeim styrk sem það geymir. Klukkurnar
eru hér ekki bara sem „hljómandi málmur
eða hvellandi bjalla" heldur áminning um
að taka við orði fagnaðarerindisins, vitandi
að það eitt að geta talað tungum manna
og engla gagnast lítið nema það taki á sig
mynd kærleikans í breytni manna (1Kor
13.1).
Guðfræðingar á miðöldum tóku saman
nokkurt efni um hvernig mætti túlka
veruleika klukknanna og tengja hann við líf
hins kristna. í þeim hópi var t.d. Gregor páfi
mikli (540-604).
Við skulum huga hér aðeins að tengslum
kirkjuklukkunnar við boðunarhlutverk
kirkjunnar. Á miðöldum er að finna áherslur
sem siðbótarmenn nýttu sér og tengdu
við boðun fagnaðarerindisins um náð og
fyrirgefningu Guðs í Kristi.
Líkt og hamarinn eða kólfurinn, sem
slæst í kirkjuklukkuna, á predikarinn að
vera þegar hann útleggur fagnaðarerindið.
Þverbjálkinn sem kirkjuklukkan er fest á
er táknmynd fyrir þvertréð í krossi Krists.
Grindinni í kirkjuturninum sem klukkan er
sett í, ber að líkja við orð spámanna í Gamla
testamentinu en þeir vísuðu á hjálpræði og
miskunn Guðs en sögðu einnig til um komu
Krists. Festingin, sem bindur klukkuna við
bjálkann er kærleikurinn, sem heldur öllu
saman. Fagnaðarerindið á að koma fram í
boðuninni sem útlegging á orði Guðs og á
að stuðla að því að kærleikurinn komi fram í
verkum manna. Guðfræðingar á miðöldum
vitnuðu hér gjarnan í orð Páls postula: „En
það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en
krossi Drottins vors Jesú Krists“ (Gal 6.14).
Handarhald var oft fest á kaðalinn,
til að hringja kirkjuklukkunni, en hann
er bundinn bjöllunni sem er táknmynd
fagnaðarerindisins. Haldið á að
endurspegla þá sannfæringu og það
hald sem predikarinn og söfnuðurinn á í
fagnaðarerindinu og/eða Kristi. Kaðallinn
er ofinn úr þremur meginþráðum sem
geta vísað til hinna kristnu dyggða, trúar,
vonar og kærleika, eða þrenningarinnar
eða vitnisburðar Ritningarinnar. Hljómur
kirkjuklukkunnar á að minna fólk á að
meðtaka orð Guðs og íhuga það. Þegar
klukkunum er hringt þá á hreyfingin þegar
kaðallinn er togaður niður að minna
hringjarann á að hann er af jörðu kominn
og þegar sveiflan fer upp á hann að hugsa
til þess veruleika sem hann stefnir til.
Þannig er kirkjuklukkunum og öllu atferli
í kringum þær gefin guðfræðileg merking
og túlkun og stundum margar allt eftir því
hvaða sjónarhorn er valið.
bjarmi | apríl 2018 | 27