Bjarmi - 01.10.2018, Blaðsíða 28
GLS í tíiinda §inn
á Islandi
VIÐTALVIÐ LÁRUS ÞÓR JÓNSSON OG SIGURÐ BJARNA GÍSLASON
RAGNAR GUNNARSSON
f nóvember verður ráðstefnan Global
Leadership Summit (GLS) haldin í tíunda
sinn hér á landi. GLS er að jafnaði haldið í
Bandaríkjunum í ágúst ár hvert, dagskráin
tekin upp, þýdd og textuð. Ráðstefnan
er svo haldin aftur með þeim hætti úti
um allan heim. Tilgangur ráðstefnanna
er að byggja upp og efla fólk til forystu,
hvort sem er í kirkjulegu samhengi eða
veraldlegu og í nærumhverfi, s.s. heimili
eða vinnustað hvers og eins.
Fulltrúi Bjarma hitti þá Lárus Þór
Jónsson heimilislækni og Sigurð Bjarna
Gíslason verkfræðing, sem báðirhafaverið
lykilmenn í undirbúningi og framkvæmd
ráðstefnunnar hér á landi frá upphafi. En
fyrst var að fræðast um upphafið.
Hver var aðdragandinn að fyrsta
GLS á íslandi?
Þetta hófst með því að sr. Kjartan Jónsson
(bróðir Lárusar) hafði sótt svona ráðstefnu
nokkrum árum áður og var í sambandi
við undirbúningsnefnd GLS í Noregi.
Hann hvatti okkur nokkur í Salti kristnu
samfélagi til að fara til Osló á norska
GLS. Við vorum fimm úr Salti sem fórum
út árið 2007 og í stuttu máli má segja að
við vorum rosalega ánægð og hugsuðum
okkur að gaman og gott væri að fá þessa
ráðstefnu til íslands.
Og það þurfti meira en bara að
ákveða það, reikna ég með?
Já, þegar við ræddum þetta í hópnum sem
var úti fékk ég (Lárus) hvatningu til að hefja
undirbúning að ráðstefnuhaldi á íslandi og
fékk ég Sigurð Bjarna í lið með mér. Þvi var
farið að huga að því að undirbúa íslenska
ráðstefnu og Bill Hybels, þáverandi
forstöðumaður Willow Creek kirkjunnar og
Willow Creek samtakanna, kom til landsins
og hélt kynningarfund fyrir um 50 manns
í Digraneskirkju. Um kvöldið snæddu
nokkrir leiðtogar úr mismunandi kirkjum/
trúfélögum kvöldverð með Bill á Hótel
Loftleiðum. Allir þar viðstaddir sammæltust
um að halda GLS á íslandi. Við báðum þá
um að tilnefna fulltrúa í undirbúningsnefnd
til að fá sem breiðasta kirkjulega skírskotun
og eignarhald hér heima. Fyrsta ráðstefnan
var síðan haldin í byrjun nóvember árið
2009 í Neskirkju. Við fengum aðstoð að
utan, mann frá Willow Creek kirkjunni, til
að hjálpa með dagskrárgerðina, tæknimál
og framkvæmd. Við ákváðum að vera á
ódýrum stað, í kirkju og vissum svo sem
ekki um undirtektir en það voru um 180
manns sem mættu á fyrsta GLS á íslandi.
Síðan hefur þetta haldið áfram
hvert ár?
Já, við prófuðum að vera í Digraneskirkju
árið 2010, vorum í Salnum árið 2011, og
aftur í Neskirkju 2012-2014, og náðum
nánast að fylla kirkjuna, með rúmlega
2Ö | bjarmi | apríl 2018