Bjarmi - 01.10.2018, Side 30
KIRKJAN UERIRAF
MARKAÐNUM OG MARKAÐURINN
AFKIRKJUNNI
framúrskarandi árangri. Ráðstefnan er
byggð á kristnum gildum, við erum minnt á
og enduruppgötvum gildi sem þar eru sett
fram. En um leið viljum við bjóða velkomna
þá sem ekki eru kirkjuvanir.
Mikið er lagt upp úr gæðum, bæði
hvað varðar innihald og framsetningu alls
efnis. Við teljum GLS bjóða upp á gott efni
sem á erindi langt út fyrir kirkjuna. í þessu
má segja að við fylgjum áherslum Willow
Creek kirkjunnar, að vera ekki í klassískri
kirkjubyggingu. Þetta er í takt við stefnu
fleiri yngri kirkna, að hugsa sér húsnæðið
þannig að yngra fólk geti hugsað sér frekar
að koma og vera með.
Sigurður Bjarni leggur áherslu á að
GLS á íslandi líti á sig sem ráðsmenn
yfir hvetjandi efni og tækni sem höfðar
til svo margra, „að við viljum ekki búa til
hindranir, helst taka þær í burtu. Oft er
það ekki innihaldið heldur ytri aðstæður
og þættir sem fæla fólk frá. Við viljum gera
fólki auðveldara fyrír að koma og taka
þátt. Sumir setja það fyrir sig að stíga inn
fyrir kirkjuþröskuldinn, en það getur verið
feimni, óöryggi eða einhver innri ótti sem
hindrar það.“
Sama er með söngvaval, við notumst
ekki bara við kristilega söngva, þó svo við
höfum gert það í byrjun. Markmiðið erform
sem ekki áað fælafólkfrá, sem hlutlausast.
Þess vegna reynum við að blanda saman
því sem fólk þekkir annars staðar frá og
kristnum boðskap. Markmiðið er að sem
flestir njóti dagskrárinnar. Við erum með
staðarvali og þessum áherslum að reyna
að ná út fyrir kirkjugeirann.
Það er skýringin á ákveðinni
gagnrýni á það að ráðstefnan gæti
verið kristilegri?
Já, ráðstefnan er til að efla hvern og
einn, allir eiga að hafa áhrif í kringum sig,
hvar svo sem fólk er, hvar get ég bætt
mig, hvernig get ég staðið mig betur í
samskiptum við aðra. Mikið af efninu á
erindi við almenning, fólk hvar sem er í
þjóðfélaginu og það má segja að sé annar
markhópur, þ.e. fólk sem er velviljað
kristinni trú og vill efla sig. í raun býður GLS
upp á vandaða og góða leiðtogafræðslu á
kristnum grunni, án þess að trúin sé neitt
yfirgnæfandi og langt frá því að um sé að
ræða ágenga boðun. En kirkjan þarf að
nýta sé almenna þekkingu eins og aðrir á
þessu sviði sem öðrum.
Kirkjan lærir af markaðnum og
markaðurinn af kirkjunni. Þessi ráðstefna
brýtur niður fordóma, hún er öllum opin,
óháð stöðu þeirra, eða hverrar trúar eða
lífsskoðunar fólk er. GLS er því leið til að
nálgast aðra og nýja hópa í samfélaginu
með gæðaráðstefnu sem nýtist öllum.
Nú er þetta 10. skiptið, verður
eitthvað sérstakt af því tilefni?
Ráðstefnuhaldið er í stöðugri þróun og
erum við alltaf að leita leiða til að ná til
nýrra hópa. Slíkar umleitanir eru líka í
gangi á þessu starfsári og í fyrra kynntum
við GLS Youth sem var viðburður
30 | bjarmi | apríl 2018