Bjarmi - 01.10.2018, Page 31
fyrir unga fólkið á föstudagskvöldi í
Háskólabíói. Á þessu starfsári verður GLS
Youth aðskilinn viðburður sem verður
haldinn eftir áramót að ósk unga fólksins.
Margir þar vilja bæði koma á GLS og GLS
Youth og þykir þetta henta betur. Það má
segja að hugmyndirnar hafi verið fleiri en
sumar þeirra komi ekki til framkvæmda í
ár. Erfiðleikar í samtökunum úti hafi haft
áhrif og tekið orku þar sem stofnandinn
og frumkvöðullinn Bill Hybels steig til
hliðar í kjölfar ákveðinna ásakana. En
við höldum ótrauð áfram og ráðstefnan
heldur sínu, þrátt fyrir ákveðin áföll í
upprunasamtökunum. Einkum á það við
um Willow Creek kirkjuna sem fóstrað
hefur Willow Creek samtökin sem
standa að ráðstefnunni. Enn er ákveðin
uppstokkun í gangi og spennandi verður
að sjá hver þróunin verður á komandi
mánuðum.
Ráðstefnan var að mati þeirra sem
sóttu hana nú í ágúst afar góð, en á vegum
okkar fóru þau Guðjón Vilhjálmsson, Inga
María Björgvinsdóttir og Ragnar Schram
sem sitja í undirbúningsnefndinni hér.
Þessa dagana er verið að þýða og texta
fyrirlestrana. Það verður því nóg af góðu
efni. Eins er verið að vinna í því að fá
íslenskan ræðumann, það er þó ekki Ijóst
hvort af því verður. Þar fyrir utan tilkynnum
við það yfirleitt aðeins nokkrum vikum fyrir
ráðstefnuna.
Hvað er fengið með íslenskum
fyrirlesara?
Ráðstefnan fær með því meiri nánd og
tengingu við íslenskt samfélag og auk
þess getur það haft jákvæð markaðsleg
áhrif. Fjölbreytnin verður meiri í efnisvali
og formi ráðstefnunnar.
bjarmi | apríl 2018 | 31