Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 38
LÍF OG STARF BILLYS GRAHAM VAR EKKIÁN DEILNA
OGÁSAKANA
stjórnmálin vera skemmandi fyrir kirkjuna
en hvatti kristið fóik til að vera virkt í sínum
stjórnmálaflokki.
Billy varð snemma á ferlinum frægur
og hentaði vel á sjónvarpsskjánum, hafði
tök á góðri og öruggri framkomu, leit vel
út og var hávaxinn. Röddin var sterk og
þróttmikil en mýktist með aldrinum. Hann
stundaði daglegar raddæfingar að hætti
óperusöngvara langt fram á níræðisaldur.
Bænin var þungamiðjan eða „vélin“ í
starfi Billys Graham. Sérhvern morgun hóf
hann eins, með bæn þar sem beðið var
um styrk til að Ijúka því verki sem Guð hafði
gefið honum. Biblían var meira og minna
opin og ( höndum hans þar sem hann las
og íhugaði marga kafla á dag. Hann var
m.a. kallaður „páfi mótmælendakirkna í
Ameríku" vegna þeirra gífurlegu áhrifa sem
hann hafði.
Billy Graham fór inn fyrir svonefnt
járntjald til þess að prédikafagnaðarerinidið
í kommúnistaríkjunum Rússlandi, Póllandi
og Ungverjalandi. Hann átti fundi með
Gorbachev og Yeltsin og árið 1978
var honum boðið til Krakow af pólska
biskupnum Wojtyla. Enginn annar kaþólíkki
í lykilstöðu hafði leitast við að hitta hann.
Ætlunin var að þeir drykkju te saman en
þegar flugvél Billys lenti var Wojtyla farinn
til Rómar þar sem búið var að velja hann
sem páfa og tók hann sér nafnið Jóhannes
Páll II.
Heimsókn Billys til Sovétríkjanna
árið 1982 var harðlega gagnrýnd í
Bandaríkjunum. Hann var ásakaður í
fjölmiðlum um að afneita kúgun sem ætti
sér stað þar í landi. Billy talaði hins vegar
fyrir friði - í miðju kalda stríðinu - og hitti
kristið forystufólk í Rússlandi. Starf hans
þar náði hátindi sínum árið 1992 þegar
hann var með samkomuferð í Moskvu og
11 þúsund manns komu fram til að gefast
Kristi fyrsta kvöldið og 13 þúsund annað
kvöldið.
HEILSTEYPTUR ÞJÓNN
Allir sem hittu Billy Graham töluðu um
auðmýkt hans og að hann reyndi alltaf að
beina athyglinni frá sér og að Jesú Kristi.
Þegar bókasafnið, sem við hann er kennt,
var opnað árið 2007 kvartaði hann yfir því
að sjónum væri um of beint að Billy Graham.
Sjálfur óttaðist hann að of mikil umfjöllun
um hann myndi veikja boðskapinn og
draga úr heilindum hans sjálfs. Hann vann
markvisst að því að verjast hneyksli og
freistingum. Hann setti skýr viðmið fyrir sig
og samstarfsfólk sitt til að forðast ásakanir
um fjárhagslega óreiðu og ávinning og
hvers konar aðra siðlausa hegðun. Hann
vildi ekki að neinn efaðist um tilgang sinn.
Samskot tekin á samkomuherferðum vor
mjög snemma látin renna til að greiða
kostnað heimamanna við undirbúning og
framkvæmd en ekki til samtaka hans.
UMDEILDUR
Líf og starf Billys Graham var ekki án deilna
og ásakana. Sumir ásökuðu hann um
að taka ekki nógu harða afstöðu gegn
aðskilnaðarstefnu í mannréttindabaráttu
sjötta og sjöunda áratugarins. Þó svo
hann væri gagnrýninn á Jim Crow-lögin
um aðskilnað í Suðurríkjunum á fyrri hluta
6. áratugarins fannst mörgum hann ekki
taka nógu djúpt í árinni. Ásökunin var
að hann legði meiri áherslu á afturhvarf
einstaklingsins en pólitískar umbætur.
Heilmikið var til í því en hann beitti sér engu
að síður og þverneitaði að aðskilnaður
skyldi viðhafður á samkomum hans
og sýndi þannig vilja sinn í verki. Hann
kynntist Martin Luther King yngri og urðu
þeir persónulegir vinir þar og studdu
hvor annan. Sjálfur sagði dr. Luther King:
„Ef ekki hefði verið vegna þjónustu góðs
vinar, dr. Billys Graham, hefði baráttan
fyrir borgararéttindum ekki borið eins ríkan
ávöxt og reyndin var."
Sjálfur sagði Graham um sjálfan sig
að Iffið væri eins og pílagrímaganga, þar
sem hann væri sífellt að læra, þroskast
og vaxa. Aðstæður lífsins væru ekki alltaf
einfaldar, allra síst í samskiptum kynþátta
og þjóðabrota.
ÞÁTTTAKA ÍSLANDS í STÆRRI
VERKEFNUM
Billy Graham kom aldrei til íslands þó
svo að samkomur Billy Grahams næðu
um víða veröld, ekki síst með notkun
gervihnattasjónvarps.
Árið 1978 voru samkomur með honum
í Stokkhólmi undir nafninu Skandia 78.
Samkomur voru haldnar hér á sama tíma,
en sýnt af samkomum Billys frá kvöldinu
áður og annars „íslenskur rammi“ um
þær. Samkomurnar voru teknar upp á
myndbönd sem síðan voru send með
flugvél til íslands daginn eftir. Túlkun var
tekin upp jafnóðum og var faðir minn,
Gunnar Sigurjónsson, túlkur. Hafði hann
meðferðis síðustu spóluna, vildi ekki
lenda í vandræðum með hana og sýndi í
tollinum. Eitthvert mál var í byrjun, trúlega
vegna verðgildis spólunnar, en hann fékk
að lokum, ef ég man rétt, að hafa hana
með sér og var hún síðan notuð nokkrum
klukkustundum síðar á samkomu í
Neskirkju.
Á tíunda áratugnum tók fsland þátt í
Mission World Europe, þar sem samkomur
voru haldnar í Essen í Þýskalandi í mars
1993. Nú var notast við útsendingar um
gervihnött og tekið á móti samkomunum
á 9 stöðum á landinu: Breiðholtskirkju,
Neskirkju, Fíladelfíu og Veginum á
höfuðborgarsvæðinu en úti á landi á
38
bjarmi | apríl 2018