Bjarmi - 01.10.2018, Síða 39
Akranesi, ísafirði, Glerárkirkju á Akureyri,
Vestmannaeyjum og í Kirkjulækjarkoti
í Fljótshlíðinni. Á stærri stöðunum var
notast við myndvarpa en sjónvörp á
þeim minni. Á undirbúningstímanum voru
haldin námskeið, Kristið líf og vitnisburður,
svo sem venja hefur verið þar sem
samkomuraðir eru haldnar af samtökum
Billys Graham.
ísland tók aftur þátt í enn stærra
verkefni á heimsvísu, Global Mission en
samkomur voru haldnar á San Juan í
Púerto Ríkó í mars 1995. Samkomurnar
voru síðan sendar þaðan eftir tímabeltum
næsta sólarhringinn með viðbótarefni
sem hæfði hverju menningarsvæði fyrir
sig. Magnús Björnsson prestur og Guðni
Einarsson blaðamaður voru sendir út til að
unnt væri að taka upp og senda prédikun
og vitnisburði með túlkun. Samkomur voru
í Framheimilinu í Reykjavík og á Akureyri.
Séra Gísli Jónasson var framkvæmdastjóri
verkefnisins af fslands hálfu en ýmsar
kirkjur og samtök mynduðu landsnefndina.
Loks má minnast Hátíðar vonar árið
2013, en nú í lok september verða 5 ár
liðin frá henni. Hún var haldin í samstarfi
við samtök Billys Graham (Billy Graham
Evangelistic Association) en Billy var
ekki með enda hættur öllu slíku starfi, en
umgjörð, undirbúningurog eftirfylgd byggði
á arfleifð hans og venjum samtakanna.
Franklin sonur hans var ræðumaður,
Óskar Einarsson tónlistar- og söngstjóri,
Helgi Guðnason túlkur, undirritaður
framkvæmdastjóri og Ómar Kristjánsson
formaður undirbúningsnefndar. Tengiliður
okkar við BGEA var Hans Mannegren.
3.000 manns mættu hvort kvöldið.
VÍÐTÆK ÁHRIF UM ALLAN HEIM
Billy Graham var einn helsti hvatamaður
þessað komaálaggirnarkristilegatímaritinu
Christianity Today árið 1956. Hann hélt fjöl-
menna ráðstefnu um boðunarstarf í Berlín
árið 1966, sem trúlega var hvatinn að því
að hann var einnig einn helsti frumkvöðull
Lausanne-hreyfingarinnar sem fór af
stað árið 1974 með það að markmiði að
sameina evangelísk-kristna menn um víða
veröld. Fær hreyfingin nafn sitt af borginni
Lausanne í Sviss þar sem hún fór af stað
með fjölmennri ráðstefnu. Önnur stór
ráðstefna var haldin í Manila á Filippseyjum
árið 1989 og sú þriðja í Höfðaborg árið 2010.
Þess á milli og síðan hefur hreyfingin haldið
ótal minni og sérhæfðari ráðstefnur um hin
ýmsu málefni sem snerta trúna, kirkjuna
og kristniboð, bæði svæðisbundnar og
aðrar um ákveðin svið. Margir fögnuðu
áherslu Lausanne-sáttmálans sem
samþykktur var 1974. Unnu þeir Billy
Graham og breski guðfræðingurinn John
Stott að texta sáttmálans í sameiningu.
Grunntónn Lausanne-hreyfingarinnar og
sáttmálans er skilningur á mismunandi
menníngarheimum, áhersla á félaglegt
réttlæti samfara boðun trúarinnar
á grundvelli sögulegs og biblíulegs
kristindóms.
SKEIÐINU LOKIÐ
Árið 1992 tilkynnti Billy að hann hefði
greinst með Parkinson-sjúkdóminn og tók
þá að draga smám saman úr starfi sínu.
Síðasta samkoman sem hann prédikaði á
var í New York árið 2005. Hann talaði, eins
og áður af myndugleika og sannfæringu.
Talað var um að hann hefði enn einstakan
hæfileika til að sannfæra áheyrendur um
veruleika sem við sjáum ekki með augum
okkar, með boðskap sem opnar leið náðar
fyrir hvern sem er.
Síðustu árin dró Billy sig í hlé frá
opinberu lífi en hélt áfram að skrifa bækur
til hvatningar og uppörvunar fram á síðustu
ár.
Billy Graham lifði löngu og ávaxtasömu
lífi. Hann lést í febrúar á þessu ári, níu
mánuðum fyrir aldarafmæli sitt. Hans
verður minnst vegna þeirra gífurlegu áhrifa
sem hann hafði á milljónir manna um víða
veröld. Trúlega fyllir enginn skarðið enda fór
saman maður, köllun og ákveðinn tími og
aðferðir sem báru ríkulegan ávöxt. Verkið
var þó ekki hans, heldur Guðs. „Ég hef ekki
snúið nokkrum manni til Guðs," sagði hann
þegar árið 1956, „aðeins Kristur getur
breytt lífsstefnu mannsins." Og dag hvern
bað hann: „Hjálpaðu mér, Drottinn!"
Fyrir fimm árum kom út á íslensku
bók Svisslendingsins Hanspeter Nuesch,
Ruth og Billy Graham - hjón sem breyttu
heiminum. Undirritaður hvetur lesendur
Bjarma til að lesa hana. Margt gott má
læra af Ruth og Billy Graham fyrir utan
uppörvunina og hvatninguna sem bókin
færir lesandanum.1
’Grein þessi byggir á ýmsum heimildum, en meginstofninn ergrein eftir David Barnes: The Most Influential Evangelist of Our Timesem birtist í Premier Christianity, Apríl2018
og fleirí greinar og innskot I þvi blaði. Christianity Today helgaði eðlilega aprílútgáfu sína minningu Billys Graham með fjölda greina um hann.
bjarmi | apríl 2018 | 39