Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.10.2018, Side 40

Bjarmi - 01.10.2018, Side 40
.'trú^r.ííreCsárahs nafni iisiifirsr: 1 qm f-etitíí* tm-f Tímabíl sköpimarvftrksíns — virðing fyrir lífínu og verndun þess GUNNÞOR Þ. INGASON Vér treystum þvf, sem hönd Guðs hefur skráð: í hverju fræi, er var í kærleik sáð, býr fyrirheit um himnaríki á jörðu. Hver heilög bæn á vísa Drottins náð. Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna, efhjálp og miskunn blasir öllum við í trú, sem ein má þúsund þjóðum safna til þjónustu við sannleik, ást og frið? Tómas Guðmundsson Þetta fagra sálmvers góðskáldsins Tómasar Guðmundssonar, gefur vel til kynna hve miklu varði að greina í trú veruleika Guðs í sköpunarverki hans og skynja samhengi jarðarlífs og komanda Guðs ríkis, hafna illsku, ógn og hatri og safna þjóðum heims í þjónustu við sannleika hans, ást og frið. Tíðindi af ógnvænlegum breytingum á loftslagi og veðrakerfum jarðar, sem ekki verður lengur mótmælt að stafi af hömlulausri brennslu og notkun jarðefnaeldsneytis, ættu að hvetja til samstöðu manna og þjóða um nauðsynleg viðbrögð. Þar hefur kristin kirkja miklu köllunarhlutverki að gegna og þá auðvitað líka íslenska Þjóðkirkjan. Hún sinnir því með því að vinna að framgangi kristinna gilda og viðmiða bæði innanlands en jafnframt líka í vfðara samhengi, og einkum í gefandi samstarfi við kirkjur á norðurslóðum og Alkirkjuráðið. Á síðastliðnu ári efndi þjóðkirkja íslands í fyrsta sinni til svonefnds „Tímabils sköpunarverksins“, Season of Creation, í kirkjunni að fyrirmynd kristinna kirkna og kirkjudeilda víða um heim. Þetta tímabil, sem hluti kirkjuársins, á uppruna sinn að rekja til rétttrúnaðarkirkjunnar og nær frá byrjun septembermánaðar fram tii fyrstu daga októbermánaðar. Þá er. í . boðskap kirknanna, Guði sérstaklega þakkað fyrir gjafir jarðar og uppskeru og gætt að hag og framgangi lífs og lífríkis. Þjóðkirkjan hefur nú efnt í annað sinni til slíks tímabils sköpunarverksins og horfir til þess að gera það að föstum lið í boðun sinni og starfi. Sem táknmynd þess tók Agnes M. Sigurðardóttir, biskup íslands, upp haustuppskeru í grenndargörðunum Seljagarðs í Seljahverfi við fjölskyldustund þann 6. september sl. og undirritaði síðan áskorun um bann við notkun svartolíu í Norðurhöfum. Biskup hefur hvatt prestá.; og. söfnuði til að halda uppskerúmessur og gefa góðan gaum að Urohverfismálum, standa að viðburðum og verkum til umhverfisverndar, huga m.a. að endurheimt votlendis og skógrækt á kirkjujörðum. Kirkju- og safnaðarstarf um land allt hefur enda borið margvísleg merki ,,tímabilsins“ og falið í sér gagnrýna ígrundun um umhverfismálin brýnu og hvatningu til siðbættra lífshátta. Umhverfisnefnd Þjóðkirkjunnar kynnti í byrjun „tímabilsins" vefinn; Græna kirkjan, og einnig bækling, sem hún gefur út undir heitinu „Græni söfnuðurinn okkar" og jafnframt sérstaka „Handbók um umhverfismál“. Þar fá söfnuðir landsins verkfæri og bent er á leiðir til að vinna að umhverfisvernd í samræmi við nýja og framsækna umhverfisstefnu kirkjunnar sem samþykkt var á kirkjuþingi 2017. Tímabil sköpunarverksins verður nú lengt líkt og í fyrra langt fram í októbermánuð. Því mun Ijúka með því, að höfuðbiskupar evangelísku lútersku kirkna Norðurlanda koma saman í boði Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups ísland, til biskupafundaríhúsakynnumDómkirkjunnar í Reykjavík laugardagsmorguninn 20. okt. nk. - Antje Jackelén, erkibiskup Svíþjóðar, Kari Makinen, erkibiskup Finna, Helga Haugland Byfuglien, höfuðbiskup Noregs og Jógvan Fríðriksson, Færeyjabiskup. - Peter Skov Jakobsen, höfuðbiskup dönsku Þjóðkirkjunnaráþvímiðurekkiheimangengt. - Biskupamir munu ráða ráðum sínum um viðbrögð við umhverfisháskanum og hvernig kristnar kirkjur og trúarsamfélög geti haft vekjandi áhrif til umhverfisverndar og hvatt til breytinga á framleiðslu- og jif: lífsháttum til lífsbjargar. Biskuparnir . múfiú " jafn- :■■■ ■ f ramt sitja í pallborði á 6. Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle Assembly, í ráðstefnu- og tónlistarmiðstöðinni, Hörpu, sunnudaginn 21. okt. nk. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og innanríkisráðherra mun stýra pallborðsumræðunum. Þess er vænst að kanadíski frumbyggjabiskupinn, Mark MacDonald, sem er forseti Alkirkjuráðsins í Vesturheimi, muni taka þátt í biskupafundinum og einnig fjalla á Hringborðinu um lífsviðhorf og lífskjör frumbyggja við umbreytt loftslag og umhverfi. Guðfræðistofnun, Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla íslands og Stofnun Sigurbjörns Einarssonar efna einnig til málstofu á Hringborðinu, síðdegis laugardaginn 20. okt. Þar verður fjallað um vonina á tímum afgerandi loftslagsbreytinga á Norðurslóðum. Auk þess sem biskuparnir munu, sunnudaginn 21. okt., sitja í pallborði við Hringborð Norðurslóða, sækja þeir opinn fyrirlestur dr. Andrésar Arnalds í Hallgrímskirkju sem hefst kl. 09:30. Þeir munu síðan prédika í guðsþjónustum, sem hefjast kl. 11, í fimm kirkjum á höfuðborgarsvæðinu, Hallgrímskirkju, Seltjarnarneskirkju, Kópavogskirkju, Vídalínskirkju í Garðabæ og Hafnarfjarðarkirkju. Guðsþjónustan í Hallgrímskirkju verður samkirkjuleg og mun biskup íslands leiða hana. Dagskrá „tímabils sköpunarverksins" felur með þessum atriðum í sér rökrétt framhald á þeim merku umhverfisverndarviðburðum sem Þjóðkirkjan beitti sér fyrir á sama tíma árs í fyrra. Þá stóð hún ásamt Alkirkjuráðinu, World Council of Churches, að ráðstefnu um um „Réttlátan frið við jörðu“ sem haldin var í Digraneskirkju og á Þingvöllum. Ráðstefna Alkirkjuráðsins tengdist sem aðfararatburður Hrin- gborði Norðurslóða, .... ArcííC Circle Assembly '17, sem haldið var í Hörpu og einnig víðar. Ráðstefnan var merkis kirkjusögulegur viðburður hér á landi. Af þessu tilefni kom höfuðsmaður rétttrúnaðarkirkjunnar, Bartólómeos I. patríarki og erkibiskup í Konstantínópel, Græni patríarkinn svonefndi, vegna eindreginnar afstöðu sinnar til umhverfisverndar, í opinbera heimsókn til landsins í boði Þjóðkirkjunnar, ríkisstjórnar og Hringborðsins ásamt fimm öðrum háttsettum forystumönnum kirkju sinnar. Patríarkinn flutti innihaldsríka lykilræðu, á Hringborðinu í þéttsetnu Silfurbergi Hörpu. Alkirkjuráðið stóð að tveimur málstofum á Hringborðinu, sem fóru fram í Safnahúsinu á Hverfisgötu. Fyrri málstofan fjallaði um trúarviðhorf frumbyggja sem gjöf til að umbreyta heimi. Síðara málþingið hafði að yfirskrift sinni: „Loftslagsréttlæti og þá siðferðilegu nauðsyn að bregðast við vandanum. Trúarleiðtogar í samræðu við vísinda- og ráðamenn.“ Ráðstefna Alkirkjuráðsins hér á landi í fyrra um „Réttlátan frið við jörðu" náði glæstu hámarki sínu á Þingvöllum. í helgistund á Lögbergi var ályktun ráðstefnunnar samþykkt eftir að ráðstefnufulltrúar höfðu skipst á að lesa upp kafla hennar. Frá Lögbergi var haldið í Þingvallakirkju til að undirrita ályktunina, Agnes, biskup og Anders Wejryd Evrópuforseti Alkirkjuráðsins og fyrrverandi erkibiskup Svía fyrst og síðar aðrir þátttakendur. Ályktunin er innihaldsrík og gefur vel til kynna þau stefnumið sem mörkuð voru og horft var til á ráðstefnu Alkirkjuráðsins. Dagskráratriði og viðburðir - sem Þjóðkirkjan vinnur að og skipuleggur á „tímabili sköpunarverksins" á þessu minningarári um fullveldi íslenskrar þjóðar, 2018 - taka mið af ályktuninni. Farsæld þjóða og heims felst enda í því að huga og vinna að réttlæti og friði manna á meðal og við lífssköpun alla. Köllun kristinnar kirkju er sú.að gera það í kjarki og kærleika skapandi.æg endurleysandi

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.