Bjarmi - 01.10.2018, Qupperneq 43
þróun og „loftslagsréttlæti" bæði á
alþjóðavettvangi og í einstökum löndum.
Horft er nú til þess að hagnýta umbreytandi
kraft trúarinnar til þess að stuðla að þeim
félagslegu, efnahagslegu, menningarlegu
og atferlisbundnu umskiptum sem
sem þörf er á til að bregðast við ógnum
loftslagsbreytinga og gera sjálfbærni að
raunsönnum veruleika.
Við hvetjum kirkjur til að nýta sér
sitt eigið tungutak, ekta biblíumál og
kirkjuhefðir til að auka umhverfisvitund,
hvetja til aðgerða og auka sjálfbærni í kirkju
og samfélagi. Við hvetjum kirkjur til virkrar
þátttöku við að koma á og efla sjálfbæra
lífshætti á öllum sviðum, á þjóðfélagsvísu
og eins í hverjum söfnuði. Og við fögnum
því að kirkjur og kirkjulegar stofnanir
ákveði að beina fjárfestingum sínum frá
óvistvænum og ósjálfbærum iðnaði.
Sé horft til þess, hvað samtök okkar
kristinna manna eru víðtæk innan þjóðlanda
og á heimsvísu, felast fjölmörg tækifæri í
nettengslum okkar og samskiptum við
samskiptaaðila innan annarra trúarbragða.
Við ættum að nýta allar tiltækar leiðir,
þar á meðal samskiptagetu okkar bæði
innanlands og á alþjóðavettvangi, til að
virkja þessa kosti.
Við þurfum einnig að hagnýta og
fylgja þeim farvegum og skuldbindingum
sem samið hefur verið um á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna og glæða vilja
stjórnmálamanna til að virða og standa við
þær skuldbindingar er gerðar hafa verið.
Þar má nefna, Aðgerðaáætlunina 2030
(Agenda 2030), og Markmið um sjálfbæra
þróun, og einnig Parísarsáttmálann um
loftslagsbreytingar. Með því móti fá rödd
og sjónarmið trúar og siðferðis haft sín
áhrif á framþróunina.
Enn meiru varðar að trúin sýni sig í því að
andmæla rótgrónu siðleysi þeirra lífshátta
og hagkerfa sem byggjast á yfirtöku og
eigingjarnri misþyrmingu á náttúru og fólki,
og skeytingarleysi gagnvart því ranglæti
sem af hiýst og umhverfisspjöllum.
Við minnum jafnframt á þau órjúfanlegu
tengsl sem liggja milli friðar við jörðu
og friðar á jörðu og höfnum brjálæði
síaukinnar eyðslu til hergagnaframleiðslu
og viðvarandi tiltrú á kjarnavopnum.
Við fögnum sáttmálanum um bann
við kjarnavopnum og teljum hann vera
mikilvægt framlag til að vernda umhverfi,
mannlegt líf og samfélög.
LÆRDÓMSRÍK LÍFSVIÐHORF
FRUMBYGGJA
Frumbyggjar þurfa að taki þátt í
öllu samráðsferlinu vegna loftslags-
breytinganna. Frumbyggjar valda ekki
vandanum en kunna fremur ráð við honum,
sem framverðir móður jarðar og gervallrar
sköpunar í allra þágu. Frumbyggjar
búa að reynslu, visku og frásögnum
sem geta gagnast vel til viðbragða við
loftslagsbreytingum.
Við höfnum þöglu samþykki við því
að líf sumra manna tapist, heimili, lönd
og lífshættir og þ.a.l. glatist veruhættir og
sjálfsmyndir, jafnframt því sem einhverjir
aðrir hagnist á loftslagsbreytingunum.
Ekki er hægt að fallast á að fólk flytjist
nauðugt frá (norðuþpólsvæðum og
eyjaheimkynnum og týni sjálfsmynd sinni.
Loftslagsbreytingar valda tjóni og
eyðileggingu sem ekki verður reiknuð í
hagtölum en hefur mikil áhrif á líf frumbyggja
og veldur þeim áhyggjum. f allri umræðu
um ákvarðanir í loftslagsmálum ber að taka
tillit til slíkra áhrifa á líf frumbyggja.
Við hvetjum til þess að viska frumbyggja
sé virt enda búi þeir að fornri og djúpstæðri
þekkingargeymd á umhverfi sínu sem er
heimkynni forfeðra þeirra. Slík lífsviðhorf
og viska miða að þeirri farsæld allrar
lífssköpunar, sem bæði jörð og alheimur
hafa ætlað komandi kynslóðum.
Við viljum ásamt öðrum
hagsmunaaðilum útbreiða samþykki og
virðingu fyrir og innleiðingu sáttmála og
samkomulags og annarra uppbyggilegra
þátta sem eindregið stuðli að því, að konur,
ungmenni, frumbyggjar og allir þjóðflokkar
geti átt sér framtíð. Yfirlýsing Sameinuðu
bjarmi | apríl 2018 | 43