Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 6
bth@frettabladid.is
STJÓRNMÁL „Kæran til Mannrétt-
indadómstóls Evrópu er á lokametr-
unum,“ segir Guðmundur Gunn-
arsson, sem í félagi við Magnús
Daða Norðdahl kærir framkvæmd
alþingiskosninga síðastliðið haust
til Mannréttindadómstóls Evrópu
(MDE).
Guðmundur var þingmaður Við-
reisnar um stund eftir fyrri talningu
atkvæða í kosningunum. Brestir
urðu við talningu í Norðvesturkjör-
dæmi og var endurtalið. Hringekja
jöfnunarmanna fór af stað þar sem
sumir duttu út en aðrir fengu þing-
sæti sem þeir höfðu ekki haft eftir
fyrri talningu. Mikilli rannsókn
undirbúningskjörnefndar Alþingis
var hrundið af stað sem tafði mynd-
un ríkisstjórnar. Niðurstaðan varð
að síðari talningin gilti og telur Guð-
mundur þau málalok óviðunandi.
Sigurður Örn Hilmarsson lög-
maður rekur málið fyrir MDE fyrir
hönd Guðmundar og Magnúsar
Daða. Karl Gauti Hjaltason, sem
kærði kosningarnar til lögreglu, seg-
ist ekki hafa tekið ákvörðun hvort
hann kæri til MDE.
„Stóra málið er sá galli á kerfinu
að þingmenn taki sjálfir ákvarðanir
um eigin kjör,“ segir Guðmundur.
„Það eru brestir í kerfinu okkar og
það er brýnt að MDE svari hvort
hægt sé að vera dómari í eigin sök.
Við teljum niðurstöðuna brjóta í
bága við mannréttindsamáttmál-
ann sem við Íslendingar erum aðilar
að,“ bætir hann við. ■
Guðmundur og
Magnús kæra
þingkosningarnar
Covid-19 er vond pest, einnig
Omíkron-afbrigðið sem nú
geisar, þó að það sé talið væg-
ara. Þrátt fyrir bólusetningar
og fyrri smit geta menn orðið
mjög veikir, en veikindin eru
þess eðlis sem betur fer að
þau leiða sjaldnar til sjúkra-
hússinnlagnar eða andláts.
elinhirst@frettabladid.is
„Stökkbreytingar eru algerlega óút-
reiknanlegar. Það hafa verið uppi
fullyrðingar um að veiran verði
alltaf vægari og vægari með hverju
af brigði sem kemur fram. Það er
því miður ekki rétt. Þetta er ekki
línulegt ferli. Delta-afbrigðið var til
dæmis mun skæðara afbrigði en þau
sem á undan komu,“ segir Kristjana
Hrönn Ásbjörnsdóttir, lektor í far-
aldsfræði við Háskóla Íslands.
„Nú er unnið að því að setja inflú-
ensu- og Covid-bóluefni saman
í eina sprautu, en Moderna von-
ast til þess að koma því á markað
árið 2023. Þannig að í framtíðinni
verða inflúensa og Covid ef til vill
tveir landlægir sjúkdómar sem við
verðum að bólusetja við á hverju
ári,“ segir Kristjana.
„Upphaflega vorum við að vona
að með bólusetningum myndum
við ná hjarðónæmi þannig að þau
sem væru bólusett gætu ekki tekið
smit. Bóluefnin voru hins vegar ekki
hönnuð til að stoppa smit, heldur
alvarleg veikindi, spítalainnlagnir
eða andlát og eru mjög gagnleg til
þess,“ segir hún.
Þó að Omíkron sé mildara í
samanburði við önnur af brigði og
f lestir sem smitast bólusettir, sem
dregur frekar úr hættunni, getur
fólk eftir sem áður veikst illa og
andlátum fjölgar. Vonir standa til
þess að þeir sem hafa bæði verið
bólusettir og fengið Omíkron ættu
að vera nokkuð vel varðir, um skeið
að minnsta kosti.
„Þegar talað er um að hjarðónæmi
sé ekki langt undan þá er það vegna
þess að við vonum að þetta tvennt
saman, hátt hlutfall bólusetninga
og mikill fjöldi sem hefur fengið og
jafnað sig á Omíkron, verði nóg til
að ná hjarðónæmi meðal þjóðar-
innar. Það er þó ekki víst að það
dugi,“ segir Kristjana.
Fyrsta af brigði Covid-19 greind-
ist hér á landi snemma árs 2020 og
í kjölfarið hafa fylgt mörg önnur
afbrigði. Fyrst afbrigðið var kallað
Wild type og síðan hafa bæst við
Alpha, Beta, Gamma, Delta og
Omíkron, greint í nóvember 2021,
öll kennd við gríska stafrófið. Fleiri
af brigði raðast í gríska stafrófið á
milli þessara, en ástæðan fyrir því
að við munum ekki eftir þeim öllum
er að sum þeirra komust aldrei inn
í umræðuna af því að þau voru ekki
talin áhyggjuefni (e. variants of con-
cern) af Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni.
„Það eru þegar komnar fram und-
irtegundir af Omíkron með áfram-
haldandi stökkbreytingum en þeim
hefur ekki verið gefið nýtt nafn sem
sérstöku afbrigði.
Þessi undirafbrigði Omíkron eru
erfðafræðilega ekki svo lík og eru
kölluð BA1 og BA2. BA2 af Omíkron
er nú orðið ráðandi og það er meira
smitandi en upphafilega Omíkron.
Það góða við Omíkron-afbrigðið er
að það er „vægt“, það er að segja að
það eru litlar líkur á spítalainnlögn-
um og andláti. Engu að síður geta
þetta verið óskemmtileg veikindi
og andstyggileg pest, og hættuleg
fyrir viðkvæma hópa.
En Omíkron virðist geta komið
sér hæglega fram hjá mótefnum
sem fólk hefur myndað gegn
öðrum af brigðum, sem sést á því
að á Íslandi hafa 3.752 smitast oftar
en einu sinni. Ef það kemur nýtt
af brigði sem tekur fram úr Omík-
ron þá er spurning hvað Omíkron-
smit veitir mikla vörn gegn því. En
þar sem Omíkron er svona útbreitt
gæti verið erfitt fyrir nýtt af brigði
að ná fótfestu.
Því miður endist ónæmi vegna
kórónaveirunnar heldur ekki að
eilífu eins og til dæmis með misl-
inga, þar sem bæði smit og bólu-
setning veitir ævilanga vernd.
Kórónaveirur eru allt öðruvísi og
við sjáum fjölda endursmita. Smit
með hverju af brigði fyrir sig veitir
besta vernd gegn sama afbrigði, sem
dvínar svo með tímanum. Ef Omík-
ron-bylgjan verður enn í gangi eftir
fjóra til fimm mánuði getur fólk átt
eftir að smitast aftur, og það eru
meiri líkur á því ef nýtt af brigði
kemur fram,“ segir Kristjana Hrönn
Ásbjörnsdóttir faraldsfræðingur. ■
Stökkbreytingar Covid-veirunnar
eru algerlega óútreiknanlegar
Fyrsta afbrigði Covid-19 greindist hér á landi snemma árs 2020 og í kjölfarið hafa fylgt mörg önnur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
EL PLANTIO GOLF RESORT
ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 GOLF@UU.IS
ÆFÐU SVEIFLUNA Í SÓL
Komdu með til Alicante, hitaðu upp fyrir sumarið
á Spáni. Í þessum ferðum til El Plantio Golf Resort
getur þú ráðið lengdinni á þinni ferð.
DÆMI UM DAGSETNINGAR Í BOÐI:
24. – 31. MARS
31. MARS - 07. APRÍL
07. - 13. APRÍL
19. - 25. APRÍL
20. - 25. APRÍL
20. - 28. APRÍL
24. APRÍL - 03 MAÍ
28. APRÍL - 03. MAÍ
03. - 10. MAÍ
10. - 17. MAÍ
17. - 24. MAÍ
24. - 31. MAÍ
INNIFALIÐ Í VERÐI:
ÓTAKMARKAÐ GOLF
INNRITUÐ TASKA 20 KG OG HANDFARANGUR
GOLFBÍLL INNIFALINN
FLUTNINGUR Á GOLFSETTI
VAL UM MORGUNVERÐ EÐA HÁLFT FÆÐI
ÍSLENSK FARARSTJÓRN
AKSTUR TIL OG FRÁ FLUGVELLI
BÓKAÐU GOLF Í VOR - FJÖLDI BROTTFARA
ÞÚ VELUR LENGDINA Á ÞINNI FERÐ Á EL PLANTIO
VERÐDÆMI FRÁ 186.500 KR.
Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA Í 5 DAGA FERÐ
ÖRFÁ SÆTI LAUS Í MARS MÁNUÐI
ÖRFÁ SÆTI LAUS
ÖRFÁ SÆTI LAUS
Kristjana Hrönn
Ásbjörnsdóttir,
lektor í faralds-
fræði við Há-
skóla Íslands
bth@frettabladid.is
VEÐUR „Elsku sumar. Þú veist að
ég elska þig, ég hef bara ekki alltaf
verið fær um að sýna það. Stundum
verið annars hugar. En stundum
bara gleymt mér. Tekið þér sem
sjálfgefnum hlut og hangið inni að
vinna. En ég veit ekkert betra en að
vera berrössuð með þér. Þegar allt er
hlýtt. Og sól. Og bjart, eins og aðeins
þér er lagið, svo bjart … að meira að
segja nóttin verður ljós. Ég elska þig
sumar. Ég get ekki lifað án þín. Viltu
koma aftur til mín?“
Þessa færslu skrifaði Auður Jóns-
dóttir rithöfundur á Facebook í
vikunni, langeygð eftir betri tíð og
ekki ein um það.
Kristín Björg Ólafsdóttir, sér-
fræðingur í veðurfari, staðfestir að
það er ekki bara upplifun heldur
staðreynd að veðrið hefur reynt á
þanþol landsmanna síðustu vikur,
ekki síst á höfuðborgarsvæðinu.
„Við skilgreinum íslenska vetur-
inn frá desember til loka mars og
þótt desember hafi verið snjóléttur
og hægviðrasamur þá er það stað-
reynd að veturinn hefur í heild sinni
verið mjög illviðrasamur. Hann er
að ná illviðrasömustu vetrum þess-
arar aldar og þá erum við að horfa
á landið allt. En við verðum líka að
athuga að það er heilmikið eftir,
sumir vetur eru slæmir út apríl,“
segir Kristín Björg.
Gríðarmagn féll af snjó á höfuð-
borgarsvæðinu í febrúar miðað
við meðalár seinni tíma. Febrúar
er snjóþyngsti febrúar í Reykjavík
síðan 2000, eða í 22 ár. Alhvítir
dagar í Reykjavík eru orðnir 46 í
vetur. Þeir voru aðeins 17 allt árið
í fyrra og enn gæti bætt verulega í.
En hvað með framtíðina? Frétta-
blaðið spurði spádeild Veðurstofu
hvort vorið væri á næsta leiti.
„Það verður hægur framgangur á
vorinu næstu vikurnar en greinileg
breyting í farvatninu, í næstu viku
koma fleiri mildari dagar en á síð-
ustu vikum,“ segir Óli Þór Árnason,
veðurfræðingur á spádeild Veður-
stofunnar. ■
Hillir undir vor eftir
illviðrasaman vetur
Erfiður tími að baki en von um betri
tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Guðmundur missti þingsætið sitt.
6 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ