Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 24
n Í vikulokin Við mælum með Hvað veit maður um það sem gerist á bak við luktar dyr? BJORK@FRETTABLADID.IS Ólafur Arnarson Nesja- mennska má ekki ráða för í hagsmuna- mati fyrir Ísland. Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk Best a bók in á markaði nú um stundir er eftir pólska Nóbels- verðlaunahafann Olgu Tokarczuk. H i n n ö f l u g i þáttarstjórnandi Kiljunnar, Egill Helgason, segir Olgu vera besta Nóbelsverðlaunahafa seinni ára – og ekki lýgur hann. Aðalpersónan í Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu er eldri kona, Janina, sem er ástríðufullur dýra- vinur. Janina unir sér við að lesa stjörnuspeki og þýða ljóð Williams Blake. Þegar nágranni hennar deyr skyndilega, og fleiri dauðsföll fylgja í kjölfarið, kemst rót á líf Janinu. Hér er á ferð bókmenntaleg glæpasaga með ógleymanlegri aðal- persónu. Kirkjuferðum Í heimi þar sem ekki er allt eins og best verður á kosið, eins og nú er þegar stríðsógnin blasir við okkur, þá er þörf á hugarró. Hana er hægt að öðlast á ýmsan hátt, til dæmis með því að fara í kirkju. Í kirkjum landsins ríkir friður og ró og þar er spiluð fögur tónlist. Þess vegna er margt vitlausara en að bregða sér í sunnudagsmessu nú um helgina. n Í tæp 30 ár höfum við Íslendingar verið 80 prósent aðilar að ESB í gegnum EES og við innleiðum bróðurpart regluverks ESB. Flestar tilskipanir frá Brüssel hafa verið í frelsisátt fyrir einstakl- inga og atvinnulíf. Einhverjar hafa verið íþyngjandi. Allar eiga þær það sammerkt að við höfum ekkert um innihald þeirra að segja vegna þess að við erum ekki ESB-aðildarþjóð. Aðildin að EES hefur fært Íslend- ingum rétt til að búa og starfa í öllum aðildarríkjum ESB. Þá hefur aðildin lækkað vöruverð hér á landi og opnað evrópska markaði fyrir íslenskum fyrirtækjum. Aðild að ESB er kjörin fyrir smá- ríki. Lúxemborg var stofnaðili að Kola- og stálbandalaginu sem síðar varð að ESB. Kýpur og Malta, sem bæði eru smáríki, gengu inn síðar og una hag sínum vel. Stórveldin í ESB sýna smáríkj- unum og hagsmunum þeirra virð- ingu og hafa ítrekað falið fulltrúum smærri ríkja valdamikil ábyrgðar- störf innan ESB. ESB er friðarbandalag evrópskra lýðræðisþjóða. Atburðarás undan- farinna vikna sýnir svo um munar að bandalagið stendur fullkomlega undir þeirri ábyrgð. Sífellt glymur þó rámur og falskur söngur íslenskra einangrunarsinna um að Íslandi stafi sérstök hætta af aðild að ESB vegna þess að stóru ríkin muni nánast leggja Ísland undir sig sem nýlendu og svipta okkur auðlindum göngum við í ESB. Hvers vegna ættu stórveldin, sem virða og styðja önnur smáríki innan Gapuxaskapur einangrunarsinna ESB, að grípa til grimmdar og kúg- unar gagnvart Íslandi? Þýskaland og Frakkland hafa ávallt sýnt Íslandi vinarþel á alþjóðavettvangi, ekki síst á ögurstundu. Þetta er meira en hægt er að segja um Bretland sem telur sig ekki lengur eiga samleið með lýðræðisþjóðum í Evrópu. Skollaleikur og hræðsluáróður einangrunarsinna verður að taka enda. Nesjamennska má ekki ráða för í hagsmunamati fyrir Ísland. Hvað er það sem einangrunar- sinnar óttast? n Ég segi stundum að flestir komi mér rækilega á óvart. Auðvitað er það stundum á skemmtilegan hátt en oftar er það þó leiðinlega, því miður. Kannski er ástæðan sú að ég einfaldlega trúi því besta upp á fólk, frekar en að fólk sé almennt svona gallað. Hvað sem því líður þá er ágæt regla að fullyrða sem minnst um karaktereinkenni fólks. Frábær vinur sem er traustur á trúnó og hrókur alls fagnaðar getur nefnilega verið algjör slugsi í vinnu eða ömurlegur í sambúð. Í þessu tölublaði segir Erla Gunnarsdóttir frá bréfi sem Frosti Logason lagði fram hjá sýslu- manni í umgengnismáli hennar og barnsföður hennar. Þar skrifaði Frosti orðrétt: „xxx er ekki ofbeldismaður og hefur aldrei verið.“ Á þeim tíma hafði Erla þó lagt fram kæru á hendur barnsföður sínum vegna ofbeldis auk þess sem tvær aðrar konur höfðu kært hann fyrir sömu sakir. Frosti segist mögulega hafa tekið of djúpt í árinni með fullyrðingu sinni. Í besta falli sýndi hann dómgreindarbrest. Enda varla nokkur leið að fullyrða slíkt um nokkurn mann. Hvað veit maður um það sem gerist á bak við luktar dyr? Ekkert. Og því borgar sig að fullyrða sem minnst um slíkt. n Hvenær þekkir maður mann? Í dag, laugardag, er frumsýnt glænýtt íslenskt barnaleikrit, Umskiptingur, eftir Sigrúnu Eldjárn. Verkið fjallar um systkinin Sævar og Bellu og ævintýri þeirra en það er Katla Líf Drífu-Louisdóttir sem stígur sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi í hlutverki Bellu. bjork@frettabladid.is  Í verkinu leikur Sigrún Eld- járn sér á frumlegan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögum okkar með fulltingi frumsaminnar tón- listar Ragnhildar Gísladóttur. Verkið sem valið var úr 150 verk- um sem bárust Þjóðleikhúsinu þegar kallað var eftir verkum fyrir börn, fjallar um systkinin Sævar og Bellu sem eru í berjamó. Einu sinni sem oftar þarf Sævar að gæta litlu systur sinnar en þegar tröllskessa með óslökkvandi fegurðarþrá sér hana ákveður hún að skipta á henni og hinum stórgerða og uppátækjasama syni sínum, tröllastráknum Steina. Katla Líf Dr íf u-Louisdóttir, tólf ára fer með hlutverk Bellu en Katla er á þriðja ári í Borgarleik- hússkólanum. „Ég tók mér frí í vetur þangað til á næsta ári, út af Umskiptingnum. Svo hef èg verið í Söngleikjadeild í Dansskóla Birnu Björns í nokkur ár og líka alls konar öðrum námskeiðum,“ segir hún. Ég er að bilast Það kemur varla á óvart að leiklist, söngur og dans eru helstu áhuga- mál Kötlu sem segist þó einnig hafa mikinn áhuga á ljósmyndun. „Konan sem kennir mér í söng- leikjadeild, hún Hreindís, bauð okkur krökkunum í prufur og svo voru líka aðrir krakkar, annars staðar frá, í prufunum,“ segir Katla aðspurð um hvernig hún hafi feng- ið hlutverkið. „Æfingaferlið hefur verið ótrú- lega skemmtilegt,“ segir Katla með áherslu. „En líka krefjandi. Þetta er náttúrulega mikil reynsla og algert ævintýri. Það er svo gaman að vinna með svona jákvæðu, hæfi- leikaríku og skemmtilegu fólki.“ Katla er augljóslega gríðarlega spennt fyrir frumsýningunni í dag: „Ég er að bilast! En er samt leið að það verða ekki f leiri æfingar, á eftir að sakna þeirra.“ „Ég verð að viðurkenna að ég er alveg pínu stressuð, en ég veit að ég er ekki ein í stressinu og við hjálp- umst öll að með það.“ Gaman að vera í öðrum heimi Katla segir skemmtilegt að leika í leikhúsinu og heyra hlátur og sjá fólk glatt og hamingjusamt. „Það er það besta við að leika í leikhúsi, að gleðja fólk,“ segir hún og bætir við: „Og svo líka að hitta alla þessa reynslubolta og að kynnast fullt af fólki. Og fá að vera í öðrum heimi sem er allt öðruvísi en mitt líf. Og ég gæti haldið áfram í allan dag,“ segir hún spennt. Þegar hún er spurð hvað sé erf- iðast við verkefnið viðurkennir hún að það taki á að þurfa að læra allan textann. „Það tekur mikla þolinmæði.“ n Mun sakna æfinganna Katla Líf Drífu- Louisdóttir fer með hlutverk Bellu í verkinu Umskiptingur sem verður frumsýnt í dag. MYND/AÐSEND Í verkinu leikur SIgrún sér með minnið um umskiptinga úr þjóðsögunum. Ég verð að viðurkenna að ég er alveg pínu stressuð, en ég veit að ég er ekki ein í stress- inu og við hjálpumst öll að með það. 24 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.