Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 64
í boði,“ segir Lovísa, sem jafn- framt er með stúdíó heima við. „Ég er í mörg ár búin að vera að reyna að ákveða hvað ég vil verða og undan- farið hefur verið ákveðin lægð hjá mér í tónlistinni.“ Þannig týnist tíminn Lovísa hefur sjálf ekki gefið út efni lengi en hefur töluvert unnið með öðrum, Fjallabræðrum, Eyþóri Inga og hinum og þessum. „Ég hef ekki gefið út mitt eigið efni frá árinu 2013 en hef þó getað lifað af tónlist með því að spila undir hjá öðrum og gera tónlist fyrir til að mynda heimildar- myndir. Svo hef ég haft nóg að gera við að syngja lagið sem ég var svo dásamlega heppin að syngja með Ragga Bjarna, Þannig týnist tíminn. Ég er mikið fengin til að syngja það í brúðkaupum, afmælum og jarðar- förum og sakna Ragga í hvert sinn.“ Lovísa segir þetta eina lag hafa breytt áheyrendahóp sínum mikið og víkkað hann út. „Það breytti svo- lítið minni vegferð, áður var ég lítið „mainstream“ en hef svolítið færst þangað, sem mér þykir frábært því það opnar alla möguleika fyrir mig.“ Lovísa rifjar upp upphaf ferilsins: „Ég byrjaði með hráa plötu þar sem ég kunni ekkert að syngja. Þegar við vorum að skipuleggja hvað ætti að prenta marga geisladiska og ein- hver sagði þrjú hundruð fannst mér það algjör bilun og svaraði: „Það eru ekki þrjú hundruð manns að fara að kaupa geisladiskinn minn! Svo nokkrum mánuðum síðar var búið að selja næstum tíu þúsund eintök. Mig langaði að ganga með börnin Eins og fyrr segir eiga þær Lovísa og Agnes tvö börn og gekk Lovísa með þau bæði. „Ég var aldrei mikið að spá í barn- eignum en ég veiktist alvarlega í kringum tvítugt. Ég fékk hormóna- heilaæxli sem stafaði af offram- leiðslu á prolactini sem er mjólkur- framleiðsluhormón. Æxlið sem var við heiladingul var tekið en ég hef alltaf verið í eftirfylgni vegna þessa hjá hormónalækni. Þegar ég mætti til hennar í reglubundna skoðun 32 ára gömul spurði hún hvort ég hefði hugsað mér að eignast börn.“ Lovísa segist hafa svarað því játandi en hafi ekki verið búin að leiða hugann að tímasetningum. „Hún sagði þá að ég ætti að fara að huga að þessu þar sem við vissum ekki hvernig það myndi ganga að verða barns- hafandi. Þá allt í einu fór þetta að verða ofarlega í huga okkar og við ákváðum að skella okkur í þetta.“ Það gekk vel fyrir Lovísu að verða barnshafandi. „Mig langaði að ganga með börnin og það gekk rosa- lega vel, bæði meðganga og fæðing. Drengurinn fæddist á heilsustofnun Suðurlands og dóttirin heima.“ Viðstaddar heimafæðinguna voru auk Lovísu og Agnesar, ljósmóðir, móðir Lovísu og systir Agnesar. „Þetta var dásamleg stund, Fróði svaf á meðan hún kom í heiminn í laug inni í svefnherbergi.“ Fékk nýtt nafn átta ára Faðir Lovísu er upprunalega frá Sri Lanka en flutti ungur að árum til London þar sem hann svo síðar kynntist móður Lovísu. „Þau bjuggu þar saman þar til ég er tveggja og hálfs árs þegar mamma flutti heim með mig. Hún var aðeins 21 árs og við bjuggum tvær næstu árin. Hún stóð sig rosalega vel og kynntist svo manni þegar ég var sjö ára og hann gekk mér í föður stað. Ég á því tvo pabba og er í góðu sambandi við pabba minn úti.“ Aðspurð segist Lovísa ekki enn hafa heimsótt Sri Lanka en það sé klárlega á stefnuskrá fjölskyldunn- ar. „Föðuramma mín er í London en það eru margir fluttir frá Sri Lanka eða látnir.“ Lovísa f lutti til Íslands eins og fyrr segir tveggja og hálfs árs en þá hét hún Louise Elizabeth Ganeshal- ingam. „Ég á til dæmis minningar um að fara á skólabókasafnið þegar ég var sex, sjö ára og bókasafnsvörð- urinn kunni ekki að skrifa nafnið mitt og ekki ég heldur. Það var líka verið að stríða mér, hvort sem það var tilfallandi eða að ég var aðeins dekkri en hinir.“ Fjölskyldan skipti svo um hverfi og stakk móðir hennar þá upp á að Lovísa skipti um nafn. „Hún vildi gefa mér nýtt upphaf og íslenskaði nafn mitt með mínu samþykki og úr varð Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir. Ég hugsa oft um hvernig það væri í dag ef ég væri enn Louise Elizabeth, en ég man eftir að hafa verið kölluð það og er enn Louise, eða Lou hjá föðurfjölskyldunni. Mér fannst spennandi að skipta um nafn, hitt stóð oft í fólki og maður fékk aðeins meiri athygli.“ Lovísa, Lou og Lay Low Ég bendi Lovísu á að í raun eigi hún þannig þrjú nöfn sem öll tengjast einhverjum vissum hliðum lífs hennar. Lovísa er nafnið sem flestir nota og hún tengir sterkast við, hún heitir Lou í huga föður síns og Lay Low er landsþekkt tónlistarkona. „Lay Low átti aldrei að verða sviðsnafnið mitt. Ég hafði sett lag eftir mig á MySpace undir nafninu Lovísa og útgáfufyrirtæki hafði samband og vildi að ég spilaði á einhverjum tónleikum. Þeir spurðu svo hvaða nafn þeir ættu að setja á plakatið og ég og vinkona mín svöruðum í flýti: Lay Low. Ég ætlaði aldrei að verða sólóartisti, ætlaði bara að vera í tónlist og jafnvel ekki syngja sjálf. En allt í einu var ég úti um allt í fjölmiðlum sem Lay Low . Það var alls engin djúp pæling á bak við þetta. Mér hefur alltaf fundist smá aftenging að vera Lay Low hér á Íslandi, enda erlent nafn og íhugaði 2009 að hætta að nota þetta, en það virðist vera fast.“ Kynhneigðin er bara skali En að sambýliskonunni og ástinni, Agnesi, henni kynntist Lovísa í gegnum sameiginlega vini árið 2009. Aðspurð hvort þær séu ólíkar, bókarinn og tónlistarkonan, þá hlær Lovísa. „Hún er eiginlega betri söngkona en ég. Hún hefur oft sungið með mér og hefur lokið námi frá FÍH. Hún tekur mig stundum í söngþjálfun en hefur ekki haft sig mikið í frammi. Nú er hún bara komin í húsasmíði líka og komin vel á veg með að klára húsið okkar.“ Lovísa vill ekki setja stimpil á kynhneigð sína. „Eftir á að hyggja þá var þetta alltaf partur af mér, stóra issjúið var kannski að segja frá, en það er svo yndislegt í dag að sjá hvað það er lítið mál. Það er mikið stökk frá því þegar ég var ung og fannst það hádramamóment að segja fólki. Í dag er enginn að spá í það hvað fólk er. Maður veit sjálfur ekkert hvað maður er. Þetta er bara skali. Mér finnst mjög erfitt þegar fólk er að spyrja hvort ég sé lesbía, ég hef alveg verið í sambandi með manni og var gift manni. Í mínu tilfelli snýst þetta bara um aðilann sem ég verð ástfangin af.“ Gifti sig nítján ára Aðspurð segist Lovísa hafa gifst manninum þegar hún var aðeins 19 ára gömul, það hafi verið ein- hver tíska í vinahópnum að gifta sig. „En ég held við séum flest fráskilin í dag,“ segir hún í léttum tón. „Við vorum bara orðin bestu vinir og erum enn í dag mjög góðir vinir. Ég sé ekkert eftir þessu, við vorum líka svo ung að það var ekkert beint í húfi, maður hefði getað gert margt verra. Við hlæjum oft að þessu, við eigum enn brúðkaupsmyndirnar og horfum bara á þessa krakka og hlæjum að þeim,“ segir Lovísa, sem hefur unnið töluvert að tónlist með fyrrum eiginmanninum og voru þau meðal annars saman í hljóm- sveitinni Benny Crespo's Gang. Þetta verður ævintýri En fram undan er stóra stundin, Eurovision-keppnin í Turon á Ítalíu um miðjan maí. Stórfjölskyldan er búin að bóka miða og hús og er ætlunin að vera á Ítalíu í tvær vikur. „Þetta verður ævintýri,“ segir Lovísa. „Mér finnst gaman að vera á kantinum, ég elska ekkert sviðs- ljósið en finnst gaman að vera með. Við náum líka allar vel saman svo þetta verður bara mjög gaman. Aðspurð um neikvæðniraddir sem heyrðust eftir keppnina frá þeim sem vildu að Reykjavíkur- dætur sigruðu, segist Lovísa ekki taka þær nærri sér. „Það snertir mig ekki eins mikið og ég hélt að það gæti gert. Ég var búin að hugsa fyrir fram að það væri alltaf betra að vera í öðru sæti – frekar en að vera liðið „sem stelur einhverju af einhverjum.“ Í rauninni hefði það verið þægi- legra enda hefðum við verið sáttar við annað sætið. Þó það sé rosalega gaman að fara út þá var það ekki endamarkmiðið. Mér fannst óþægi- legt þegar fólk fór að kvarta yfir að eitthvað hefði klikkað í símakosn- ingunni og spurði út í það á RÚV þar sem þeir sannfærðu mig um að við hefðum hlotið afgerandi kosningu. Milli okkar og Reykjavíkurdætra er ekkert nema vinskapur og virð- ing. Þessi umræða er ekki frá þeim komin, þá hefði mér liðið illa. En ég skil þetta alveg 100 prósent, ég er í jafn miklu sjokki og allir aðrir. Fólk vildi greinilega íslenskt rólegt lag núna og það verður þá bara djörf og áhugaverð tilraun hjá þjóðinni að velja svona lag til að fara út. Lag sem setur íslenska stemningu inn í keppnina, sýnishorn af því sem er að gerast á Íslandi,“ segir Lovísa að lokum, til í slaginn. n Lovísa svarar þremur nöfnum sem öll tengjast vissum hliðum lífs hennar. Lovísa er nafnið sem flestir nota og hún tengir best við, í huga föður síns er hún Louise eða Lou og svo er það Lay Low sem er landsþekkt tónlistarkona. Sigga, Elín og Beta Eyþórsdætur báru sigur úr býtum í Söngvakeppninni um síðustu helgi með lagi Lay Low, Með hækkandi sól. MYND/RÚV Ég var aldrei mikið að spá í barneignum en ég veiktist alvarlega í kringum tvítugt. Mér hefur alltaf fundist smá aftenging að vera Lay Low hér á Íslandi, enda erlent nafn og íhugaði 2009 að hætta að nota þetta, en það virðist vera fast.  32 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.