Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 20
Hann er mjög þolin- móður og ráðagóður þegar kemur að börn- unum. Á meðan á bardag- anum stendur finn ég fyrir valdaleysi. Stund- um kreppi ég hnefa og blikka augum og reyni að senda honum kraft. Fransiska Björk Hinriksdóttir, unnusta Gunnars Nelson, er ein taugahrúga í hvert skipti sem Gunnar stígur inn í búrið. Hún ber hins vegar mikla virðingu fyrir þeirri syllu sem hann hefur fundið í lífinu. Þau hafa verið saman í rúm fimm ár, eiga saman eina dóttur og svo á Gunnar einn strák úr fyrra sambandi. Fransiska segir Gunnar hafa föðurhlut- verkið í sér og að hann kunni að tækla alls konar aðstæður. Bardagakappinn Gunnar Nel- son stígur aftur í búrið í dag eftir langa fjarveru. Fransiska og Gunn- ar kynntust úti á lífinu eins og svo fjölmargir aðrir. „Við kynntumst á gamla góða Biffanum árið 2016 en byrjuðum síðan saman sum- arið 2017, svo við erum búin að vera saman í næstum fimm ár,“ segir Fransiska í samtali við Fréttablaðið. Saman hafa þau stofnað fjöl- skyldu og í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagði Gunnar að föður- hlutverkið hefði skerpt sýn hans á lífinu. Hann hefði farið að setja aðra í fyrsta sæti og nyti þess að vera faðir. Fransiska segir hann vera mjög skemmtilegan í föður- hlutverkinu. „Hann leikur mikið við börnin og grínast. Þó að honum finnist það ekki sjálfum, er hann mjög þolin- móður og ráðagóður þegar kemur Er ein taugahrúga þegar Gunnar berst Fransiska Björk og Gunnar Nel- son blómstra saman. MYND/AÐSEND að börnunum og virðist hafa það bara í sér að vita hvernig eigi að tækla alls konar aðstæður. Þar sem hann var faðir þegar við kynntumst hef ég einnig lært margt af honum.“ Styður hann á vegferð sinni Gunnar er atvinnumaður í íþrótt- um. Hann er bardagamaður og brautryðjandi í sinni grein á meðal Íslendinga, atvinna hans er eitt- hvað sem við fæst getum tengt við. Fransiska segist skilja þessa vegferð sem Gunnar valdi sér í lífinu þó svo að hún sé aðeins of blóði drifin fyrir hennar smekk. „Gunni fann sig mjög snemma í ýmiss konar bardagalistum og ég ber mikla virðingu fyrir því að hann hafi fundið sína syllu. Sú sylla er náttúrulega smá of blóði drifin fyrir minn smekk en ég styð hann samt sem áður í því sem hann er að gera, á þann hátt sem ég get.“ Vinnutími Gunnars er ekki hefð- bundinn en fjölskyldan stendur þétt saman. „Það eru náttúrulega kostir og gallar við að vera ekki í 8-16 vinnu. Þetta kemur í törnum og vinnutíminn hans getur verið ágætlega sveigjanlegur þó að hann sé stundum mikið á kvöldin eða um helgar. En við reynum bara að vinna saman og láta þetta ganga upp, sem það gerir og gengur bara yfirleitt vel.“ Finnur fyrir valdaleysi Hún dáist að Gunnari en viður- kennir að ýmsar tilfinningar geri vart við sig þegar á hólminn er komið. „Það er alltaf mjög gaman að fylgjast með honum í æfingaferlinu sem verður alltaf ákafara og ákafara eftir því sem nær dregur bardaga. Ég dáist alltaf að þessum mikla aga og úthaldi Gunna þegar kemur að vinnunni og því hversu mikið hann helgar sig þessu sporti. Hvort sem bardagi er á döfinni eða ekki. Þegar svo kemur að bardaga kvíði ég því auðvitað að hann slasist eða eitt- hvað komi fyrir, en á sama tíma er maður allur á iði því spennan er svo mikil og keppnisskapið tekur yfir.“ Fransiska verður í O2-höllinni í Lundúnum í kvöld þegar að Gunn- ar stígur inn í búrið eftir meira en tveggja ára fjarveru. „Það er frekar erfitt að lýsa því nákvæmlega hvernig mér líður á þeirri stundu. Smá af öllu; stressuð og jafnvel alveg skíthrædd en líka ofurpeppuð og keppnisskap í botni. Meðan á bardaganum stendur finn ég fyrir valdaleysi. Stundum kreppi ég hnefa og blikka augum og reyni að senda honum kraft þannig, sem hljómar mjög asnalega og fyndið en þannig er maður þarna, ein tauga- hrúga en á sama tíma líka að hafa mjög gaman,“ segir Fransiska Björk Hinriksdóttir, unnusta Gunnars Nelson. Gunnar Nelson mætir Takashi Sato í veltivigt UFC í kvöld í O2-höll- inni í Lundúnum. ■ Aron Guðmundsson skrifar frá London aron @frettabladid.is ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir styrki til orkuskipta 2022 ORKUSJÓÐUR Heildarfjárhæð til úthlutunar er allt að 900 m.kr. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna. Styrkir geta numið 33% af áætluðum stofnkostnaði. Verkefnastyrkir Umsóknafrestur er til 7. maí 2022 Umsóknir skulu sendar gegnum þjónustugátt Orkustofnunar: gattin.os.is orkusjodur.is 2. Minnkun olíunotkunar í iðnaði: Búnaður sem nýtir vistvæna orku í stað olíu. 1. Bætt orkunýting: Búnaður sem minnkar raforkunotkun til beinnar hitunar í rafkyntum varmaveitum og/eða minnkar olíunotkun. 3. Raf- og lífeldsneyti og metan: Bættir innviðir (t.d. dreifing, varaafl) og/eða framleiðsla raf- eða lífeldsneytis úr orku sem tryggð hefur verið til þess verkefnis. Nýting líf- og rafeldsneytis og metans skal einnig vera tryggð (t.d. í tæki), hvort heldur sem orkugjafi eða til frekari framleiðslu. 4. Hleðslustöðvar fyrir samgöngur: Uppsetning hleðslu- eða áfyllingarstöðva til þéttingar nets hleðslustöðva við vegakerfið sem og gististaði, frístundasvæði (t.d. íþróttahús, sundlaugar), verslanir og fjölsótta ferðamannastaði. Ef um hraðhleðslustöðvar er að ræða (150 kW og stærri) getur kostnaður við sérlausnir verið innifalinn (t.d. rafhlöður, sólarsellur, vindrellur). 5. Orkuskipti í haftengdri starfsemi: Aðgerðir sem nýta vistvæna orku í haftengdri starfsemi og siglingu til og frá höfn. 20 Íþróttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.