Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 66
Svo mætir hann með ofbeldis­ manninum á barna­ verndar­ fund þar sem hann reynir að sannfæra fulltrúann um að hann sé ekki ofbeldis­ maður. Ég trigger­ aðist þegar Frosti sendi út afsökunar­ beiðni þar sem hann segist hafa verið að vinna í sínum málum og ekki vera þessi sama manneskja í dag, en hann klárlega braut á mér með framferði sínu árið 2020. Erla Gunnarsdóttir er ein þriggja kvenna sem lagt hafa fram kæru vegna ofbeldis á hendur sama manni. Hinar tvær stigu fram í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins fyrir tæpu ári. Erla tók þátt í því spjalli en treysti sér þá ekki til að stíga fram en atburðir vikunnar breyttu þeirri afstöðu. Það var umfjöllun Stund- arinnar og hlaðvarps- þáttarins Eigin konur þar sem Edda Pétursdóttur sagði frá sambandi sínu við þekktan fjölmiðlamann sem fékk Erlu til að vilja segja frá reynslu sinni. Edda nafngreindi téðan fjöl- miðlamann ekki en segir hann hafa áreitt sig með stöðugum tölvu- póstssendingum, smáskilaboðum og hótunum um að birta af henni viðkvæmar myndir. Stuttu eftir viðtalið birti Frosti Logason, dagskrárgerðar- og sjón- varpsmaður á Stöð 2, færslu á Facebook þar sem hann gekkst við að vera umræddur maður, hann baðst afsökunar á framferði sínu og sagðist með hjálp sálfræðings og 12 spora samtaka hafa hafið bataferli. Sagði hann meðal annars: „Ég var á vondum stað á þess- um tíma. Ég tók sambandsslit okkar mjög nærri mér og í kjölfar þeirra kom hryllilegt tímabil þar sem ég var haldinn þráhyggju og sagði og gerði hluti sem ég sé mikið eftir.“ Fyrir helgi var tilkynnt að Frosti væri kominn í ótímabundið leyfi frá störfum sínum fyrir Sýn og framkvæmdastjórn SÁÁ auk þess sem hann hefur sagt sig úr stjórn Blaðamannafélags Íslands. Afsökunarbeiðnin stakk Það er afsökunarbeiðni Frosta og frásagnir hans af sjálfsvinnu og bataferli sem komu illa við Erlu. „Mér finnst ekki rétt að hann stígi fram og segist vera búinn að vinna í sínum málum miðað við það hvern- ig hann kom fram í mínu máli.“ Erla á þá við að frá 2019 til 2020 var hjá sýslumanni rekið umgengn- Triggeraðist við afsökunarbeiðnina Erla lagði fram kæru á hendur barnsföður sínum vegna ofbeldis og er ósátt við karakt- ervitni sem Frosti Logason gaf honum í bréfi til sýslu- manns. MYND/ AÐSEND ismál milli hennar og barnsföður hennar, sem hún hafði lagt fram kæru gegn vegna meints of beldis og var til umfjöllunar í téðu viðtali Fréttablaðsins 2021. Erla hafði farið fram á að umgengni hans við barn þeirra væri undir eftirliti og segist hafa haft ríka ástæðu fyrir þeirri kröfu. Frosti, sem var trúnaðarmaður mannsins í AA-samtökunum, tók að sér að vitna um karakter hans í því umgengnismáli, sat fundi hjá barnaverndarnefnd með mannin- um og skrifaði bréf til sýslumanns. Í bréfinu segir meðal annars orðrétt: „xxx er ekki of beldismaður og hefur aldrei verið.“ Þess skal getið að bréfið er ritað þann 10. desember árið 2020 og þar tekur Frosti fram að hann hafi fyrst hitt xxx þegar hann kom úr með- ferð þann 19. júlí árið 2019. Það var því aðeins rúmt ár liðið frá þeirra fyrsta fundi þegar hann vitnar um hegðun hans í nútíð og fortíð. En hann hafði ekki þekkt hann á meðan á samböndum hans við kon- urnar þrjár sem lögðu fram kærur á hendur honum vegna ofbeldis stóð, árin á undan. Í bréfinu segir jafnframt: „Það eru því miður ekki allir sem ná jafn góðum árangri og xxx en hann er eitt af þessum tilfellum þar sem menn upp- skera eins og þeir sá, því xxx hefur eins og áður segir lagt sig allan fram í að leggja rækt við sína edrúmennsku. Það er að mínu mati þess vegna sem xxx hefur ekki stigið feilspor á þessari vegferð.“ Á öðrum stað segir: „Hann hefur stundað mikla sjálfsrannsókn og hafa við- brögð hans við hreinskilinni leiðsögn minni einkennst af miklum þroska og vilja til að bæta eigið líf. Xxx er þrátt fyrir allt á mjög góðum stað en framkoma barnsmóður hans gagnvart honum og fjölskyldu hans væri í mörgum tilfellum nóg til að æra óstöðugan.“ Með mikið stærra platform Linda Gunnarsdóttir steig eins og fyrr segir fram í viðtali við Frétta- blaðið í maí 2021 undir yfirkriftinni „Svona menn þarf að stoppa“. Linda sagði farir sínar ekki sléttar af því þegar kom að úrvinnslu lög- reglu á ofbeldiskæru sem hún lagði fram gegn fyrrverandi sambýlis- manni, sama manni og Erla stóð í umgengnismáli við. Kærunni var vísað frá á þeim grundvelli að um væri að ræða orð gegn orði, þrátt fyrir að áverkavottorð sýndi átta áverka og árásin væri f lokkuð sem alvarleg. Sara Regal kom einnig fram í umfjöllun helgarblaðsins á sínum tíma. Sara var í sambandi við umræddan mann og lagði einnig fram kæru til lögreglu vegna ofbeld- is. Sara treysti sér ekki til að segja sögu sína í viðtali við helgarblaðið en steig þó fram til að styðja við sögu Lindu og standa með öðrum konum sem hún sagði hafa lent í sama manni. Í viðtalinu nefndi Linda að umræddur maður væri með trún- aðarmann í AA-samtökunum sem hefði varið hann út á við og sagt sögur af obeldi vera lygar. „Hann er með fjölmiðlamann á sínum snærum. Sá er með mikið stærra platform en við og vill meina að hann sé góður strákur,“ segir Linda í viðtali við Fréttablaðið í maí 2021. Í kjölfar viðtalsins við Lindu til- kynnti Ríkissaksóknari að mál hennar yrði tekið til rannsóknar á ný, eins segir Erla að fleiri konur hafi haft samband við þær með svipaðar ofbeldissögur af téðum manni. Í dag séu konurnar sjö en þrjár þeirra hafi lagt fram kærur sem enn eru til rannsóknar. Hann þekkti hann ekkert Erla er verulega ósátt við afskipti Frosta Logasonar sem trúnaðar- manns hjá AA-samtökunum af umgengnismálinu og telur hann með því hafa farið langt út fyrir verkahring sinn. „Hann tók á móti barnsföður mínum og geranda sem nýliða í AA-samtökunum. Hann þekkti hann ekkert fyrir, né samband hans við mig eða neina af þeim konum sem hafa kært hann fyrir of beldi í nánu sambandi, en við erum þrjár sem erum búnar að kæra hann og sú fjórða gaf skýrslu um of beldi en það er ágætt að taka fram að hún var í sambandi við manninn þegar hann var orðinn edrú. Þegar við stigum fram þá tók Frosti upp hanskann fyrir hann út á við og ég veit að hann hefur sakað okkur um lygar og nornaveiðar. Þetta er maður með risastórt platform. Svo mætir hann með of beldis- manninum á barnaverndarfund þar sem hann reynir að sannfæra full- trúann um að hann sé ekki ofbeld- ismaður. Hann hefur samband við náinn vin minn og reynir að telja honum trú um að ég sé of beldis- manneskjan.“ Ver veikan nýliða Umgengnismálinu var vísað frá en aðspurð hvers vegna hún ákveði nú að stíga fram segir Erla: „Ég triggeraðist þegar Frosti sendi út afsökunarbeiðni þar sem hann segist hafa verið að vinna í sínum málum og ekki vera þessi sama manneskja í dag, en hann klárlega braut á mér með framferði sínu árið 2020. Þetta er fjölmiðlamaður sem á að vera með gagnrýna hugsun, sem tekur að sér veikan nýliða og stað- hæfir að hann sé ekki ofbeldismaður án þess að þekkja hann neitt, né mig. Ég man eftir óttanum sem ég upp- lifiði á þessu tímabili yfir því hvaða áhrif hann gæti haft. Það er nógu erf- itt að taka þetta skref, að stíga fram og kæra, hvað þá þegar fjölmiðla- maður með þetta platform stígur inn í og aðstoðar gerandann.“ n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 34 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.