Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 43
Dagar hf. | Lyngási 17, 210 Garðabæ | dagar.is
Aðalbókari
Dagar leita að talnaglöggum og
áreiðanlegum aðalbókara til starfa
á fjármálasviði félagsins. Helstu
verkefni eru yfirumsjón með
daglegu bókhaldi og launavinnslu
félagsins. Aðalbókari á í samskiptum
við viðskiptavini, birgja, lífeyrissjóði,
stéttarfélög og starfsmenn.
Söluráðgjafi
Dagar leita að árangursdrifnum
einstaklingi sem hefur brennandi
áhuga á sölustörfum í öflugt
teymi á sölu- og viðskipta-
þróunarsviði fyrirtækisins.
Viðskiptastjóri
útboðsverkefna
Dagar leita að viðskiptastjóra
útboðsverkefna sem gegnir
lykilhlutverki í ræktun viðskipta-
sambanda, framþróun samninga
og eftirfylgni með að unnið sé skv.
skilmálum samninga.
Helstu verkefni og ábyrgð
Færsla bókhalds og afstemmingar.
Undirbúningur mánaðarlegra uppgjöra.
Samantekt fjárhagsupplýsinga
og skýrslugerð.
Launavinnsla.
Innheimta.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi, eins og
viðskiptafræði, viðurkenndur bókari
eða sambærileg menntun.
Reynsla af bókhaldsstörfum og
launavinnslu er skilyrði.
Góð tölvukunnátta, þ.m.t. á Excel,
og reynsla af notkun viðskipta- og
upplýsingakerfisins Navision er kostur.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ráðgjöf og sala á þjónustu til nýrra
viðskiptavina.
Tilboðs- og samningagerð.
Samskipti við viðskiptavini.
Upplýsingagjöf og eftirfylgni.
Menntunar- og hæfniskröfur
Árangursrík reynsla af sölustörfum.
Greiningarhæfni.
Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar.
Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað
viðhorf.
Helstu verkefni og ábyrgð
Ábyrgð á uppbyggingu og þróun
viðskiptasambands við lykilviðskiptavini
fyrirtækisins.
Vakta tækifæri til þróunar á samningum
og leita leiða til að bæta þjónustu við
viðskiptavini.
Umsjón með viðbótarþjónustuþáttum
og ráðgjöf til viðskiptavina.
Vakta þjónustumælingar, úttektir og
ábendingar og fylgja eftir aðgerðum til
að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina.
Uppfærsla og eftirfylgni með samningum.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af viðskiptastjórnun, ráðgjöf
og sölu til fyrirtækja æskileg.
Þekking á straumlínustjórnun er kostur.
Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar.
Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað
viðhorf.
Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagning og
nákvæmni.
Drifkraftur, seigla og metnaður til að ná
árangri.
Um Daga
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki sem er
í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón
og vinnustaðalausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Hjá okkur starfa um 750 manns víðsvegar um landið af
ýmsum þjóðernum. Sérhæfing okkar byggir á áratuga-
reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum
einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og
þrifum, fasteignaumsjón og vinnustaðalausnum hvað
varðar þjónustustig, öryggi og nýjungar.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk.
Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur
um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfsumsóknum hafa Auður Bjarnadóttir,
audur@vinnvinn.is, og Garðar Óli Ágústsson,
gardar@vinnvinn.is.
VELKOMIN
Í HÓPINN