Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 19.03.2022, Blaðsíða 32
Kári Kárason er 54 ára og gegnir krefjandi starfi framkvæmdastjóra. Hann hefur lengi glímt við svefn- vandamál og almennt slen í eftirmiðdaginn. Eftir að hann byrjaði að taka Sofðu rótt frá ICEHERBS hefur hann komið jafnvægi á svefninn og hann er mun hressari eftir vinnu. Kári er einn af þeim sem eru alltaf á ferðinni. „Það er mikið að gera hjá mér í vinnunni og lífinu og á kvöldin er erfitt fyrir mig að slökkva á mér. Ég er sífellt að laga koddann og á erfitt með að festa svefn. Þá er eins og það taki lengri tíma en góðu hófi gegnir fyrir mig að ná góðum og djúpum svefni,“ segir Kári. Hress og laus við síðdegisslenið „Það er langt síðan ég byrjaði að finna fyrir svefnleysi og almennri vanlíðan vegna þess. Góður svefn er grunnurinn að heilbrigðu lífi, en með fullri virðingu fyrir lækna- stéttinni, þá ég vil helst ekki þurfa að treysta á uppáskrifuð svefnlyf. Mér finnst því mikilvægt að leita fyrst á náðir náttúrulegra lausna til að koma svefninum á rétt ról. Vinkona mín, sem hefur tekið Sofðu rótt frá ICEHERBS til lengri tíma, benti mér á að prófa það líka. Ég viðurkenni að ég var skeptískur í byrjun á að þetta myndi hjálpa mér, en ég var tilbúinn til að láta reyna á það. Ég var fljótur að finna að þetta virkaði ekki ósvipað og melatónínið á mig og jafnvel nokkuð betur. Í dag tek ég eingöngu Sofðu rótt við svefnvandamálum og líður bara mjög vel. Mér finnst ég ná mun dýpri svefni en áður og ég næ djúpsvefninum líka mikið fyrr. Sofðu rótt leysir öll mín svefn- vandamál og ég hef ekki þurft að leita á náðir lækna með svefnlyf. Ég er mun hressari í dag og miklu betri á morgnana og út allan dag- inn. Ég finn líka að ég tækla streitu mun betur og held mér í jafnvægi, orkulega séð yfir daginn. Áður en ég byrjaði að taka Sofðu rótt fann ég að slenið var farið að gera vart við sig strax um eftirmið- daginn, jafnvel áður en ég fór heim úr vinnunni. En núna er ég mun hressari seinnipartinn. Ég finn hreinlega að ég á miklu meira inni orkulega séð yfir daginn, einfald- lega þar sem ég er betur sofinn og næ að sofa í gegnum alla nóttina. Ef maður nær góðum svefni þá er deginum einfaldlega reddað,“ segir Kári. Náttúrulega slakandi og róandi Náttúrulegar lausnir eins og jurtir og lækningajurtir hafa verið notaðar langt aftur í aldir um heim allan. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar, ekki klínískar þó, en þær eiga það sameiginlegt að sýna fram á virkni lækningajurta. Flestar lækningajurtir eru skað- lausar og því er greiður aðgangur að þeim. Náttúrulegar lausnir hafa lengi virkað vel á fjölmarga enda er sú leið oft valin ef fólk vill komast hjá lyfjanotkun. ICEHERBS býður upp á náttúrulega lausn við svefn- vandamálum, en gríðarlega stór hópur fólks velur að reyna við náttúrulegar lausnir áður svefnlyf eru notuð. Sofðu rótt í alla nótt Sofðu rótt frá ICEHERBS inniheldur magnolíubörk og íslensk fjallagrös. Saman virka þessar tvær jurtir einstaklega vel til þess að bæta svefn á nátt- úrulegan og heilbrigðan hátt. Þessi öfluga blanda hentar vel fyrir þá sem vilja aðstoð við að ná betri, jafnari og samfelldum svefni sem og bæta andlega líðan. Þessi magnaða jurt, magnolía, hefur verið notuð um aldir við þunglyndi, svefnvandamálum, kvíða og streitu. Þá er hún þekkt fyrir að virka almennt slakandi og róandi, og á að bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Rannsóknir á magnolíu hafa sýnt fram á að hún inniheldur virk efni, sem vitað er að hafa áhrif á andlegt jafnvægi. Virku efnin í magnolíuberkinum eru þann- ig þekkt fyrir að örva boðefni í heilanum og koma jafnvægi á hormónið kortísón. Þau geta virkað almennt slakandi og róandi og bæta eðlilegan og samfelldan svefn. Sofðu rótt blandan inniheldur einnig íslensk fjallagrös sem eru oft nefnd ginseng Íslands. Fjalla- grös eru rík af steinefnum, einkum járni og kalsíum. Fjallagrös hafa verið þekkt fyrir vatnslosandi áhrif sín og geta hjálpað til við að draga úr bjúg. Þau innihalda betaglúkantrefjar sem hafa reynst vel við þyngdartap, geta bætt meltingu og styrkt þarmana. Hrein náttúruafurð Markmið ICEHERBS er að nýta náttúruauðlindir sem tengjast íslenskri hefð og sögu og vinna í hreina neytendavæna vöru fyrir viðskiptavini. „Við hjá ICEHERBS leggjum áherslu á að framleiða hrein og náttúruleg bætiefni sem byggja á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum að vörurnar okkar nýtist viðskipta- vinum okkar, að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar efnanna viðhaldi sér að fullu. Þá notum við enn fremur engin óþörf fylliefni.“ n ICEHERBS fæst í öllum betri mat- vöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum og í nýrri vefverslun á iceherbs.is. Sofðu rótt leysti svefnvanda á náttúrulegan hátt Kári hafði lengi glímt við svefnleysi en fann lausnina í Sofðu rótt frá ICEHERBS. MYND/AÐSEND Sofðu rótt leysir öll mín svefnvanda- mál og ég hef ekki þurft að leita á náðir lækna með svefnlyf. Kári Kárason Meðlimir Böss taka laga- smíðarnar ekki óþarflega hátíðlega. Sveitin heldur tónleika á Skuggabaldri í Reykjavík í kvöld. starri@frettabladid.is Hljómsveitin Böss heldur tón- leika á Skuggabaldri í Reykjavík í kvöld. Sveitin er tiltölulega ný en þó skipuð reynslumiklum hljóð- færaleikurum, þeim Mikael Mána Ásmundssyni sem leikur á gítar og bassa, Hrafnkeli Erni Guðjónssyni trommuleikara, Þórði Sigurðarsyni sem leikur á píanó og hljómborð og Birki Blæ Ingólfssyni sem spilar á saxófón. Mikael Máni segir nafn sveitar- innar, Böss, vísa í strætó, þannig að fólk geti tekið sér far með þessum ágæta músíkvagni. „Svo er orðið líka tilvísun í enska orðið buzz sem þýðir meðal annars eitthvað nýtt og spennandi sem okkur fannst líka eiga vel við okkur.“ Skemmtilegur suðupottur Meðlimir sveitarinnar koma úr ýmsum áttum að sögn Mikaels Mána. „Þetta byrjaði þannig að starfandi kirkjuorgelleikari hitti fremsta prog-þungarokkara landsins og sá árekstur rakst á háskólagengna djasshugsun sem hittir fyrir „wannabe“ dægurlaga- poppara.“ Úr þessum skemmtilega suðu- potti hefur síðan sprottið frum- samið prógramm sem sveitin mun meðal annars leika í kvöld. „Ef hægt er að setja einhvern stimpil á þessa tónlist má segja að Böss spili einhvers konar djass. Spilagleðin er svo sannarlega í hávegum höfð og við tökum lagasmíðarnar ekki óþarflega hátíðlega. Þær eru frekar nokkurs konar fundarstaður eða vettvangur þar sem hljómsveitar- meðlimir koma saman og leika sér. Töfrarnir eru fólgnir í því að hittast.“ Lögin flæða áfram Heimsfaraldurinn hefur eðlilega truflað tónleikahald sveitar- innar en fram undan eru vonandi bjartari tímar og frekara tónleika- hald á næstu vikum og mánuðum. „Það sem einkennir tónleika okkar er að við spilum lögin okkar í belg og biðu, án þess að stoppa á milli laga. Fyrir tónleikana erum við ekki búnir að ákveða röð laganna heldur leyfum við þeim að flæða áfram eins og lögunum þóknast.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21 í kvöld. Skuggabaldur er til húsa að Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík. Ekkert kostar inn og fara borða- pantanir fyrir matargesti fram í gegnum Facebook-síðu Skugga- baldurs eða í síma 7740801. n Spilagleðin í hávegum höfð Mikael Máni Ásmundsson er gítarleikari hljómsveitarinnar Böss. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hátún 6b, 105 Reykjavík / Sími 519 3223 / www.hudin.is Ávaxtasýrumeðferð sem vinnur á andlitslínum, slappri húð, litabreytingum, þurri líflausri húð og örum. Einnig er hægt að bóka tíma í persónulega ráðgjöf. Hjartanlega velkomin. *gildir til 31. mars 2022 20% afsláttur* af Stjörnumeðferðinni 4 kynningarblað A L LT 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.