Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 4

Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 4
 100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FIAT 500e ER FYRSTI FALLEGI RAFMAGNSSMÁBÍLLINN. SJÓN ER SÖGU RÍKARI UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 TÍMALAUS ÍTÖLSK HÖNNUN MEÐ ALLT AÐ 433 KM DRÆGNI. Sjálfstæðisflokkurinn missir rúmlega 10 prósent sam­ kvæmt nýrri könnun. Meiri­ hlutinn í borginni bætir við sig einum manni. Mið­ flokkurinn þurrkast út en Framsókn nær tveimur. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Meirihluti borgar­ stjórnar heldur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Hinir fjóru flokk­ ar sem mynda meirihlutann myndu bæta við sig einu sæti og fá saman­ lagt 13 af 23. Samfylkingin mælist nú stærsti f lokkurinn í borginni með 22 pró­ senta fylgi. Þetta er þó tæpum 4 pró­ sentum minna en flokkurinn fékk í borgarstjórnarkosningunum árið 2018, og myndi hann missa 1 af 7 borgarfulltrúum sínum. Þegar könnunin er greind niður eftir póstnúmerum sést að Sam­ fylkingin hefur yfirburðafylgi í Miðbænum, póstnúmeri 101, heil 45 prósent. Það er tvöfalt meira en nokkur annar flokkur hefur í hverf­ inu. Flokkurinn er einnig stærstur í fjórum öðrum póstnúmerum. Hann hefur þriðjungsfylgi í Vestur­ bænum, póstnúmeri 107, og meira en 20 prósent í 104, 105 og 108, það er Hlíðunum, Laugardalnum og Múlahverfi. Samfylkingin hefur hins vegar aðeins 8 prósenta fylgi í Grafarvogi, póstnúmeri 112. Sjálfstæðisf lokkurinn missir rúmlega 10 prósenta fylgi sam­ kvæmt könnuninni og mælist með 20,7 prósent samanborið við 30,8 í kosningunum árið 2018. Sjálfstæðis­ flokkurinn mældist einnig með sitt kjörfylgi hjá könnun Prósents í desember síðastliðnum. Þetta þýðir líka að flokkurinn missir 3 borgar­ fulltrúa og fer úr 8 niður í 5. Sterk­ astur er f lokkurinn í Grafarholti og Úlfarársdal, númeri 113, með 34 prósent. Hann hefur einnig tæplega þriðjungsfylgi í Grafarvogi og Árbæ, númeri 110. Píratar mælast með 16,4 prósenta fylgi og fara úr 2 í 4 borgarfulltrúa. Þeir eru stærsti f lokkurinn í póst­ númerum 102 og 103, Skerjafirð­ inum og Háaleitishverfinu, með 28 prósent og hafa einnig sterka stöðu í Miðbænum, Laugardalnum og Seljahverfinu, póstnúmeri 109. Flokkur fólksins er langstærsti f lokkurinn í Breiðholtshverfi og fær þar 28 prósenta fylgi. Það er 10 prósentum meira en nokkur annar flokkur í Breiðholtinu. Hvergi hefur Flokkur fólksins viðlíka stöðu. Í Hlíðahverfi mælist hann varla, með aðeins 1 prósent. Í heildina Samfylkingin stærst í fimm hverfum fær f lokkurinn 7,2 og bætir við sig einum manni sem hangir naumt inni. Viðreisn er skammt frá því að ná inn sínum öðrum manni og hefur einnig 7,2 prósent. Fylgið er á bilinu 4 til 11 prósent í öllum hverfum nema Breiðholti og Grafarvogi þar sem fylgið er mjög lítið. Vinstri græn myndu hins vegar bæta við sig manni og fá slétt 10 prósent. Framsóknarflokkurinn er á mik­ illi siglingu og fengi 9,7 prósenta fylgi og 2 menn kjörna. Flokkurinn náði ekki inn fulltrúa í síðustu kosn­ ingum og samkvæmt könnuninni í desember mældist fylgið aðeins 4,1 prósent. Flokkurinn hefur á bilinu 4 til 9 prósent í eldri hverfum borgarinnar en allt að 14 prósent í efri byggðum. Miðflokkurinn þurrkast út sam­ kvæmt könnuninni og er mjög langt frá því að halda sínum full­ trúa. Flokkurinn hefur aðeins 1,3 prósenta fylgi sem er mun minna en í alþingiskosningunum síðast­ liðið haust, sem þótti afhroð. Sósía­ listar, sem einnig guldu af hroð í haust, halda sínum borgarfulltrúa með 5,5 prósenta fylgi. Skiptir þar mestu 10 prósenta fylgi f lokksins í Breiðholtinu. Ekki er mjög mikill munur á svörum fólks eftir kynjum. Helst ber að nefna að Vinstri græn hafa 13 prósenta stuðning kvenna en aðeins 7 prósenta karla. 23 prósent karla styðja Sjálfstæðisflokkinn en aðeins 18 prósent kvenna. Píratar hafa fjórðungsfylgi kjós­ enda undir 25 ára og eru stærsti f lokkurinn í þeim aldurshópi. Athygli vekur að Framsóknar­ flokkurinn hefur meira fylgi ungra kjósenda en Sjálfstæðisflokkurinn, 12 prósent á móti 9. Mest fylgi Sósía­ listaflokksins kemur frá elstu kjós­ endunum, 65 ára og eldri, en aðeins 2 prósent frá þeim yngstu. Samfylkingin hefur áberandi mest fylgi hjá háskólamenntuðum, allt að 30 prósent, og einnig mest fylgi hjá tekjuhæstu og tekjulægstu hópunum. Píratar hafa hins vegar mest fylgi þeirra sem hafa aðeins grunnskólapróf og Sjálfstæðisflokk­ urinn hjá þeim sem hafa framhalds­ skólapróf eða iðnmenntun. Könnunin var gerð dagana 4. til 18. mars. Úrtakið var 2.400 og svar­ hlutfallið 52 prósent. n adalheidur@frettabladid.is KOSNINGAR Kosning fer fremur hægt af stað í prófkjöri Sjálfstæðis­ f lokksins í Reykjavík, sem hófst í gær og lýkur í kvöld. Þegar kjörstöðum lokaði í gær höfðu 1.226 kosið en áður höfðu 539 kosið utan kjörfundar. Alls hafa því 1.765 kosið áður en kjör­ staðir opna í dag. Til samanburðar tóku alls 7.208 þátt í próf kjöri f lokksins fyrir alþingiskosningarnar í fyrra. Unnur Brá Konráðsdóttir, for­ maður kjörstjórnar, segir tölurnar ekki endilega gefa til kynna að þátttaka verði dræm enda lítil hefð fyrir tveggja daga prófkjöri. Í gær hafi f lestir verið í vinnu og aðal­ dagurinn sé í dag. Próf kjör Sjálfstæðisf lokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar hófstklukkan 11 í gær og stendur til klukkan 18 í dag. Hildur Björnsdóttir borgarfull­ trúi og Ragnhildur Alda Vilhjálms­ dóttir varaborgar fulltrúi gefa báðar kost á sér til að leiða lista f lokksins. Mikil barátta er um 2. sæti list­ ans en í það sæti gefa kost á sér borgarfulltrúinn Marta Guðjóns­ dóttir, varaþingmennirnir Friðjón Friðjónsson, Kjartan Magnússon og Þorkell Sigurlaugsson fram­ kvæmdastjóri. Auk þeirra gefur Birna Hafstein, formaður félags íslenskra leikara, kost á sér í 2. til 3. sæti. Alls gefa 26 kost á sér í próf­ kjörinu, þrettán konur og þrettán karlar. Meðal frambjóðenda eru sjö sitjandi borgarfullrúar auk nokk­ urra varaborgarfulltrúa. Kosið verður á fimm stöðum í Reykjavík: í Valhöll, á Fiskislóð 10 á Granda og í félagsheimilum f lokksins í Árbæ, Grafarvogi og Breiðholti. Flokkurinn er með átta borgar­ fulltrúa í borgarstjórn en f lokkur­ inn fékk f lesta borgarfulltrúa allra f lokka í síðustu kosningum. Sam­ kvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir Fréttablaðið fengi f lokkurinn 5 borgarfulltrúa. n Þátttaka heldur dræm í prófkjöri Kosið er á fimm stöðum i Reykjavík. 101 102, 103 104 105 107 108 109 110 111 112 113, 116, 161, 162 n Samfylking n Sjálfstæðisflokkur n Píratar n Vinstri græn n Framsóknarflokkur n Flokkur fólksins n Viðreisn n Sósíalistar n Miðflokkurinn 45% 18% 21% 24% 31% 26% 18% 16% 15% 8% 11% 25% 15% 17% 14% 22% 19% 30% 18% 29% 34% 28% 20% 19% 8% 12% 23% 16% 12% 15% 14% 14% 11% 20% 6% 4% 4% 4% 18% 11% 14% 9% 9% 4% 4% 6% 4% 7% 9% 4% 14% 14% 11% 9% 13% 14% 5% 5% 1% 1% 1% 1% 8% 6% 10% 4% 28% 10% 11% 5% 4% 7% 8% 4% 4% 4% 4% 10% 5% 11% 7% 10% 10% 2% 2% 2% 3% 3% 9% 9% 7% 7% 4% 6% Fylgi flokka í Reykjavík eftir póstnúmerum 25% 20% 15% 10% 5% Hvaða lista myndirðu kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnar- kosninga í Reykjavík í dag? Núverandi meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata myndi bæta við sig einu sæti og fá 13 af 23. 4 Fréttir 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.